Danskur ráðherra kann ekki að meta auglýsingar Meta Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2025 10:28 Caroline Stage Olsen, ráðherra stafrænna mála í Danmörku, var ekki hlátur í huga þegar hún sá auiglýsingaherferð Meta um aldurstakmarkanir á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Ráðherra stafrænna málefna í Danmörku segist bálreiður yfir auglýsingaherferð tæknirisans Meta um aldurstakmarkanir á samfélagsmiðlum. Fyrirtækið ætti frekar að nota digra sjóði sína til að grípa sjálft til aðgerða til að vernda börn fyrir skaðlegum áhrifum samfélagsmiðlanotkunar. Fjöldi Evrópuríkja hefur áhuga á að setja takmarkanir eða jafnvel banna samfélagsmiðlanotkun barna í þágu geðheilsu þeirra undanfarin misseri. Áströlsk stjórnvöld hafa þegar sett slíkar reglur. Meta, móðurfélag Facebook, Instagram og fleiri samfélagsmiðla, hefur brugðist við með auglýsingaherferð þar sem fyrirtækið talar fyrir sameiginlegum evrópskum reglum um aldurstakmörk á samfélagsmiðlum. Það eigi þó ekki að vera samfélagmiðlafyrirtækjanna að bera ábyrgð á því heldur eigenda snjallforritaverslana eða jafnvel stýrikerfa snjalltækja. Auglýsingaherferðin fer þvert ofan í Caroline Stage Olsen, ráðherra stafrænna málefna í Danmörku. Olsen segist komin með upp í kok af innantómum orðum. „Ég verð að vera hreinskilin, ég varð brjáluð þegar ég sá þessa auglýsingu. Ég vildi að þau hefðu eytt peningunum í að búa til tæknilausn á aldursstaðfestingu frekar en í auglýsingaherferð um hvað þau láta sig þetta miklu varða,“ segir Olsen. Meta sé einn auðugasta fyrirtæki í heimi og græði á tá og fingri á því að safna persónuupplýsingum bæði fullorðinna og barna. „Þau ættu að verja fénu í að verja börnin okkar frekar en að búa til auglýsingar,“ segir Olsen. Danir taka við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins á næstunni og stjórnvöld þar hafa þegar boðað að þau ætli að setja öryggi barna á netinu í forgang. Þróa hugbúnað til að staðfesta aldur fyrir bann í Ástralíu Áróðursherferð Meta gengur út á að það sé einfaldara að innleiða aldursstaðfestingu í snjallforritaverslunum þar sem notendur sækja samfélagsmiðlaforritin eða í stýrikerfum þar sem þá næði hún til allra samfélagsmiðla í einu, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. Eigendur útbreiddustu stýrikerfanna og forritaverslananna, Apple og Google, segja á móti að samfélagsmiðlarnir sjálfir ættu að staðfesta aldur notenda sinna. Hugmyndir Meta um aldursstaðfestingu í forritaverslunum gangi ekki upp fyrir borðtölvur og önnur tæki sem heilu fjölskyldurnar nota saman. Samfélagsmiðlabann fyrir börn yngri en sextán ára tekur gildi í Ástralíu seint á þessu ári. Þar hefur staðið yfir tilraunaverkefni með hugbúnað til þess að staðfesta aldur notenda. Forstjóri bresks fyrirtækis sem var falið að stjórna verkefninu segir hægt að að staðfesta aldur með áreiðanlegum hætti. Engin lausn virki þó undantekningalaust og þá sé sú hætta fyrir hendi að slíkur hugbúnaður safni of miklum persónuupplýsingum um notendur, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Danmörk Meta Samfélagsmiðlar Ástralía Evrópusambandið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Fjöldi Evrópuríkja hefur áhuga á að setja takmarkanir eða jafnvel banna samfélagsmiðlanotkun barna í þágu geðheilsu þeirra undanfarin misseri. Áströlsk stjórnvöld hafa þegar sett slíkar reglur. Meta, móðurfélag Facebook, Instagram og fleiri samfélagsmiðla, hefur brugðist við með auglýsingaherferð þar sem fyrirtækið talar fyrir sameiginlegum evrópskum reglum um aldurstakmörk á samfélagsmiðlum. Það eigi þó ekki að vera samfélagmiðlafyrirtækjanna að bera ábyrgð á því heldur eigenda snjallforritaverslana eða jafnvel stýrikerfa snjalltækja. Auglýsingaherferðin fer þvert ofan í Caroline Stage Olsen, ráðherra stafrænna málefna í Danmörku. Olsen segist komin með upp í kok af innantómum orðum. „Ég verð að vera hreinskilin, ég varð brjáluð þegar ég sá þessa auglýsingu. Ég vildi að þau hefðu eytt peningunum í að búa til tæknilausn á aldursstaðfestingu frekar en í auglýsingaherferð um hvað þau láta sig þetta miklu varða,“ segir Olsen. Meta sé einn auðugasta fyrirtæki í heimi og græði á tá og fingri á því að safna persónuupplýsingum bæði fullorðinna og barna. „Þau ættu að verja fénu í að verja börnin okkar frekar en að búa til auglýsingar,“ segir Olsen. Danir taka við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins á næstunni og stjórnvöld þar hafa þegar boðað að þau ætli að setja öryggi barna á netinu í forgang. Þróa hugbúnað til að staðfesta aldur fyrir bann í Ástralíu Áróðursherferð Meta gengur út á að það sé einfaldara að innleiða aldursstaðfestingu í snjallforritaverslunum þar sem notendur sækja samfélagsmiðlaforritin eða í stýrikerfum þar sem þá næði hún til allra samfélagsmiðla í einu, að því er segir í frétt evrópsku útgáfu Politico. Eigendur útbreiddustu stýrikerfanna og forritaverslananna, Apple og Google, segja á móti að samfélagsmiðlarnir sjálfir ættu að staðfesta aldur notenda sinna. Hugmyndir Meta um aldursstaðfestingu í forritaverslunum gangi ekki upp fyrir borðtölvur og önnur tæki sem heilu fjölskyldurnar nota saman. Samfélagsmiðlabann fyrir börn yngri en sextán ára tekur gildi í Ástralíu seint á þessu ári. Þar hefur staðið yfir tilraunaverkefni með hugbúnað til þess að staðfesta aldur notenda. Forstjóri bresks fyrirtækis sem var falið að stjórna verkefninu segir hægt að að staðfesta aldur með áreiðanlegum hætti. Engin lausn virki þó undantekningalaust og þá sé sú hætta fyrir hendi að slíkur hugbúnaður safni of miklum persónuupplýsingum um notendur, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.
Danmörk Meta Samfélagsmiðlar Ástralía Evrópusambandið Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“