Veitingastaðir eru ekki kjarnorkuver Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 19. júní 2025 19:01 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur hörðum höndum að því að vinda ofan af íþyngjandi regluverki sem lagt hefur verið á fólk og fyrirtæki á undanförnum árum. Þar er sannarlega af nógu að taka eins og fréttir af vandræðum veitingastaða bera vitni um. Stjórnvöld mega aldrei reisa stjórnsýslulegar hindranir að ósekju. Verkefni okkar er að setja skýrar og fyrirsjáanlegar reglur og tryggja snurðulausa framkvæmd þeirra. Þannig verjum við atvinnufrelsið og ýtum við undir vöxt og verðmætasköpun. Þann 6. júní síðastliðinn gerði ég breytingu á reglugerð um hollustuhætti og bætti inn ákvæði um að breyting á handhafa starfsleyfis krefjist ekki auglýsingar ef engar breytingar hafa orðið á starfsleyfisskilyrðum. Slíkt ákvæði var áður í reglugerð en hafði verið fellt brott í tíð fyrri ríkisstjórnar með tilheyrandi óþægindum fyrir rekstraraðila. Nú er ákvæðið aftur komið inn. Í dag steig ég stærra skref og undirritaði reglugerð þar sem starfsleyfisskyldu samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er létt af veitingastöðum. Framvegis verður slíkur atvinnurekstur einungis skráningarskyldur og fyrir vikið fellur krafan um fjögurra vikna auglýsingu og umsagnartíma brott. Ég tel að það hafi verið vanhugsað að setja slíka kvöð á veitingastaði. Nú heyrir hún sögunni til. Þessar einföldu reglugerðarbreytingar eru það sem við getum gert strax í mínu ráðuneyti til þess að létta á stjórnsýslu- og reglubyrði fyrirtækja í veitingarekstri og vinda hratt ofan af íþyngjandi kröfum sem ekki eiga sér málefnalegan grundvöll. Kjarni málsins er sá að viðeigandi reglur og viðeigandi kröfur verða að gilda um hverja tegund atvinnurekstrar fyrir sig. Frekari breytingar á regluverkinu eru til skoðunar og jafnframt vinnum við að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem lagðar verða fram í frumvarpi á næsta löggjafarþingi. Þá er ljóst að stjórnvöld þurfa að tryggja skilvirka framkvæmd reglna um skráningarskyldan atvinnurekstur og huga sérstaklega að samspili þeirra reglna og lagabálka sem um starfsemina gilda. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið vinnur þessa dagana að því með Umhverfis- og orkustofnun og heilbrigðiseftirlitssvæðum að tryggja skjóta og farsæla innleiðingu á þeim breytingum sem nú taka gildi. Með léttingu regluverks erum við ekki að slaka á kröfum um heilbrigði, umhverfi eða öryggi heldur að útrýma óþarfa töfum í stjórnkerfinu og stíga skref í átt að sveigjanlegra regluverki fyrir fólk og fyrirtæki. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Veitingastaðir Heilbrigðiseftirlit Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur vinnur hörðum höndum að því að vinda ofan af íþyngjandi regluverki sem lagt hefur verið á fólk og fyrirtæki á undanförnum árum. Þar er sannarlega af nógu að taka eins og fréttir af vandræðum veitingastaða bera vitni um. Stjórnvöld mega aldrei reisa stjórnsýslulegar hindranir að ósekju. Verkefni okkar er að setja skýrar og fyrirsjáanlegar reglur og tryggja snurðulausa framkvæmd þeirra. Þannig verjum við atvinnufrelsið og ýtum við undir vöxt og verðmætasköpun. Þann 6. júní síðastliðinn gerði ég breytingu á reglugerð um hollustuhætti og bætti inn ákvæði um að breyting á handhafa starfsleyfis krefjist ekki auglýsingar ef engar breytingar hafa orðið á starfsleyfisskilyrðum. Slíkt ákvæði var áður í reglugerð en hafði verið fellt brott í tíð fyrri ríkisstjórnar með tilheyrandi óþægindum fyrir rekstraraðila. Nú er ákvæðið aftur komið inn. Í dag steig ég stærra skref og undirritaði reglugerð þar sem starfsleyfisskyldu samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er létt af veitingastöðum. Framvegis verður slíkur atvinnurekstur einungis skráningarskyldur og fyrir vikið fellur krafan um fjögurra vikna auglýsingu og umsagnartíma brott. Ég tel að það hafi verið vanhugsað að setja slíka kvöð á veitingastaði. Nú heyrir hún sögunni til. Þessar einföldu reglugerðarbreytingar eru það sem við getum gert strax í mínu ráðuneyti til þess að létta á stjórnsýslu- og reglubyrði fyrirtækja í veitingarekstri og vinda hratt ofan af íþyngjandi kröfum sem ekki eiga sér málefnalegan grundvöll. Kjarni málsins er sá að viðeigandi reglur og viðeigandi kröfur verða að gilda um hverja tegund atvinnurekstrar fyrir sig. Frekari breytingar á regluverkinu eru til skoðunar og jafnframt vinnum við að breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir sem lagðar verða fram í frumvarpi á næsta löggjafarþingi. Þá er ljóst að stjórnvöld þurfa að tryggja skilvirka framkvæmd reglna um skráningarskyldan atvinnurekstur og huga sérstaklega að samspili þeirra reglna og lagabálka sem um starfsemina gilda. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið vinnur þessa dagana að því með Umhverfis- og orkustofnun og heilbrigðiseftirlitssvæðum að tryggja skjóta og farsæla innleiðingu á þeim breytingum sem nú taka gildi. Með léttingu regluverks erum við ekki að slaka á kröfum um heilbrigði, umhverfi eða öryggi heldur að útrýma óþarfa töfum í stjórnkerfinu og stíga skref í átt að sveigjanlegra regluverki fyrir fólk og fyrirtæki. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun