„Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Agnar Már Másson skrifar 18. júní 2025 15:21 Donald Trump Bandaríkjaforstei um borð í Air Force 1 í gær. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin kannski munu skerast í leikinn í átökum Írana og Ísraela, þrátt fyrir að Íranir hafi hótað „óbætanlegu tjóni“ ef þau gerðu það. Forsetinn segist hafa gefið Írönum úrslitakost, eða raunar „úrslita-úrslitakost“. „Ég get ekki sagt ykkur það,“ svaraði Trump blaðamönnum í dag þegar hann var spurður hvort Bandaríkin muni gera árás á Íran en greint hefur verið frá því að Trump íhugi að fyrirskipa árásir á Íran. Hann bætti við: „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki. Enginn veit hvað ég vil gera en ég get sagt þetta: Íranir eiga mikil vandræði í vændum og vilja halda viðræður.“ Forsetinn endurtók síðan afstöðu sína sem hann hefur ítrekað síðustu daga: Íranir hefðu átt að sýna meiri áhuga í samningaviðræðum áður en Ísraelsmenn gerðu árásina. Trump sagði aftur á móti að talsmenn Írana í kjarnorkuviðræðum myndu mögulega heimsækja Hvíta húsið. Hann kvaðst óviss hversu langan tíma átökin myndu standa yfir í Íran og Ísrael. „Tvö mjög einföld orð: skilyrðislaus uppgjöf,“ sagði Trump og endurtók þar hástafa ummæli sín af Truth Social frá því í gær. „Ég er kominn með nóg.“ Aðspurður sagðist hann hafa gefið Írönum úrslitakost. „Kannski ætti maður að kalla þetta úrslita-úrslitakost,“ bætti hann við en fór ekki nánar út í það. Svo sneri forsetinn sér að öðru umræðuefni, aðallega Rússlandi og Úkraínu. Æðstiklerkur Írana sagði í dag að landið ætlaði ekki að gefast upp og hótaði Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau skárust í leikinn í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út ef Bandaríkin skipti sér frekar af. Ísraelsmenn hafa að undanförnu rökstutt árásir sínar á Íran með því að halda því fram að Íranir væru langt komnir á leið að öðlast kjarnorkuvopn og sagt að samræður Bandaríkjamanna við Írani hefðu hingað til gengið brösuglega. Ísraelar sögðu árásirnar örþrifaráð til að verjast tilvistarógn sinni. En samkvæmt nýlegri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkja bendir fátt til þess að Íranir muni öðlast kjarnorkuvopn von bráðar, að því er CNN og BBC greinir frá. Þeir öðlist það líklega ekki fyrr en eftir hið minnsta þrjú ár. Árásir Ísraelsmanna á Íran héldu áfram í nótt og hafa aukist að umfangi. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
„Ég get ekki sagt ykkur það,“ svaraði Trump blaðamönnum í dag þegar hann var spurður hvort Bandaríkin muni gera árás á Íran en greint hefur verið frá því að Trump íhugi að fyrirskipa árásir á Íran. Hann bætti við: „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki. Enginn veit hvað ég vil gera en ég get sagt þetta: Íranir eiga mikil vandræði í vændum og vilja halda viðræður.“ Forsetinn endurtók síðan afstöðu sína sem hann hefur ítrekað síðustu daga: Íranir hefðu átt að sýna meiri áhuga í samningaviðræðum áður en Ísraelsmenn gerðu árásina. Trump sagði aftur á móti að talsmenn Írana í kjarnorkuviðræðum myndu mögulega heimsækja Hvíta húsið. Hann kvaðst óviss hversu langan tíma átökin myndu standa yfir í Íran og Ísrael. „Tvö mjög einföld orð: skilyrðislaus uppgjöf,“ sagði Trump og endurtók þar hástafa ummæli sín af Truth Social frá því í gær. „Ég er kominn með nóg.“ Aðspurður sagðist hann hafa gefið Írönum úrslitakost. „Kannski ætti maður að kalla þetta úrslita-úrslitakost,“ bætti hann við en fór ekki nánar út í það. Svo sneri forsetinn sér að öðru umræðuefni, aðallega Rússlandi og Úkraínu. Æðstiklerkur Írana sagði í dag að landið ætlaði ekki að gefast upp og hótaði Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau skárust í leikinn í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út ef Bandaríkin skipti sér frekar af. Ísraelsmenn hafa að undanförnu rökstutt árásir sínar á Íran með því að halda því fram að Íranir væru langt komnir á leið að öðlast kjarnorkuvopn og sagt að samræður Bandaríkjamanna við Írani hefðu hingað til gengið brösuglega. Ísraelar sögðu árásirnar örþrifaráð til að verjast tilvistarógn sinni. En samkvæmt nýlegri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkja bendir fátt til þess að Íranir muni öðlast kjarnorkuvopn von bráðar, að því er CNN og BBC greinir frá. Þeir öðlist það líklega ekki fyrr en eftir hið minnsta þrjú ár. Árásir Ísraelsmanna á Íran héldu áfram í nótt og hafa aukist að umfangi. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna.
Donald Trump Íran Ísrael Bandaríkin Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira