Harmakvein kórs útgerðarmanna Jón Ingi Hákonarson skrifar 18. júní 2025 12:45 Kvótakerfið hvílir á þremur stoðum. Það var sett á til að koma í veg fyrir ofveiði, það tókst. Því var komið á fót til að auka hagkvæmni, það tókst. Þriðja stoðin var að koma á sanngjarnri skiptingu auðlindarentunnar á milli eigenda og notenda, það hefur ekki enn tekist. Kannski er vandinn sá að talað er um sanngjarna skiptingu, en sanngirni er kannski of óljóst hugtak til að notast við. Það er þó ljóst að þetta kerfi hefur búið til gríðarlega mikið eigið fé hjá útgerðinni. Sumt af því er inn í útgerðarfélögunum sjálfum, sumt af því hefur verið notað til að fjárfesta í öðrum óskyldum atvinnugreinum og fasteignum og sumt af því hefur farið beint í vasa útgerðarmanna. Einnig er ljóst að tilfærsla kostnaðar og tekna hjá fyrirtækjum sem eru með starfsemi erlendis er staðreynd og því ljóst að eitthvað af hagnaði stórútgerðarinnar liggur utan landsteinanna. Á árum áður var útgerðinni skylt að selja vinnslunni aflann á því verði sem vinnslan réði við, það verð var töluvert undir því verði sem útgerðin gat fengið á mörkuðum erlendis. Markmið stjórnvalda var að halda atvinnustiginu háu, útgerðin niðurgreiddi laun fiskvinnslunnar með því að afsala sér tekjum. Hefði vinnslan þurft að greiða markaðsverð hefði það þýtt gjaldþrot og atvinnuleysi fjölda manns. Stjórnmál þess tíma fjölluðu um að halda atvinnustiginu háu, sama hvað það kostaði. Með aðskilnaði veiða og vinnslu gátu útgerðir selt afla sinn til hæstbjóðenda. Það leiddi til þess að margar vinnslur fóru í gjaldþrot og fólk missti vinnuna. Smám saman fleytti tækninni fram í fiskvinnslunni sem leiddi til þess að vinnslur gátu unnið fiskinn hér á landi og um borð á hagkvæman hátt. Til að bregðast við þessu var hluta kvótans úthlutað endurgjaldslaust sem byggðakvóti. Hann á einmitt að stuðla að því að halda uppi atvinnustiginu í byggðum sem stóla að stórum hluta á fiskvinnslu. Það væri forvitnilegt að gera úttekt á því hvort misbrestur hafi orðið á þessu, hvort aflanum hafi verið komið í vinnslu á þeim stöðum sem byggðakvótinn sagði til um. Það má segja að þrjár ástæður liggi að baki arðbærum sjávarútvegi á Íslandi Framsali aflaheimilda Frelsi til að selja afla á markaðsverði Nýsköpun og tæknivæðing greinarinnar Tvær af þessum þremur ástæðum eru stjórnvaldsákvarðanir. Sú þriðja er afleiðing hinna tveggja sem bjó til eigið fé útgerðarfélaga og gerði þeim kleift að fjárfesta í nýsköpun og tækni. Einnig hefur raunverðmæti sjávarafurða hækkað á tímabilinu gríðarlega mikið. Nú er svo komið að kílóverð á þorski og lambi er áþekkt. Hvort skyldi kosta meira að framleiða? Því er eðlilegt að eigandi auðlindarinnar (þjóðin) fái þá hlutdeild í auðlindarentunni sem henni ber í gegnum veiðigjöldin. Ég skil vel harmakvein kórs útgerðarmanna, af hverju að borga meira? Sá kór syngur sitt lag af festu en því miður er þessi kór ekki með tónvissan kórstjóra. Þessi söngur sker dálítið í eyrum þegar maður hugsar til þess að útgerðin í landinu á velgengni sína og auðsöfnun stjórnvaldsákvörðunum mikið að þakka. Það er kannski tímabært að rifja upp þá staðreynd að útgerðin fékk milljarðatugi afskrifaða af ríkinu vegna glæfralegra fjárfestinga í íslenska efnahagsundrinu. Taktleysi falska kórsins náði ákveðnu hámarki þegar hann fékk hina norsku siðblindu viðskiptasnillinga til að upphefja falska kórinn með háðsádeilu sem snérist í andhverfu sína hjá þjóðinni, enda eru eftirmálar Hrunsins henni enn ljóslifandi. Falski kórinn syngur ekki mikið um það. Falski kórinn syngur ekki heldur mikið um þá staðreynd að byggðakvótanum er úthlutað án endurgjalds til að koma til móts við kröfur útgerðarmanna um afslátt þegar kemur að því að selja fiskinn til vinnslunnar. Það er líka ágætt að benda á þá staðreynd að það er fyrst núna að veiðigjöld ná að dekka þann kostnað ríkisins við að halda utan um sjávarútveginn. Beinn kostnaður vegna reksturs Fiskistofu, þess hluta Hafró og Landhelgisgæslunnar sem þjónustar sjávarútveginn hefur, með einföldum útreikningum, verið töluvert hærri en innheimt veiðigjöld þar til nú. Falski kórinn syngur ekki þær nótur, því miður. Ég legg því til að við hættum að nota sanngirni sem mælikvarða og höfum frekar samræmi að leiðarljósi. Að upphæð veiðigjalda sé ákvarðað af markaðnum en ekki af velviljuðum stjórnmálamönnum. Ég, eins og þorri þjóðarinnar, er ánægður með leiðréttingu veiðigjaldanna. Þetta er skref í átt að ná meiri sátt um kerfið. Kerfi sem hefur skapað hér gríðarlega mikinn ábata en litla sátt. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Kvótakerfið hvílir á þremur stoðum. Það var sett á til að koma í veg fyrir ofveiði, það tókst. Því var komið á fót til að auka hagkvæmni, það tókst. Þriðja stoðin var að koma á sanngjarnri skiptingu auðlindarentunnar á milli eigenda og notenda, það hefur ekki enn tekist. Kannski er vandinn sá að talað er um sanngjarna skiptingu, en sanngirni er kannski of óljóst hugtak til að notast við. Það er þó ljóst að þetta kerfi hefur búið til gríðarlega mikið eigið fé hjá útgerðinni. Sumt af því er inn í útgerðarfélögunum sjálfum, sumt af því hefur verið notað til að fjárfesta í öðrum óskyldum atvinnugreinum og fasteignum og sumt af því hefur farið beint í vasa útgerðarmanna. Einnig er ljóst að tilfærsla kostnaðar og tekna hjá fyrirtækjum sem eru með starfsemi erlendis er staðreynd og því ljóst að eitthvað af hagnaði stórútgerðarinnar liggur utan landsteinanna. Á árum áður var útgerðinni skylt að selja vinnslunni aflann á því verði sem vinnslan réði við, það verð var töluvert undir því verði sem útgerðin gat fengið á mörkuðum erlendis. Markmið stjórnvalda var að halda atvinnustiginu háu, útgerðin niðurgreiddi laun fiskvinnslunnar með því að afsala sér tekjum. Hefði vinnslan þurft að greiða markaðsverð hefði það þýtt gjaldþrot og atvinnuleysi fjölda manns. Stjórnmál þess tíma fjölluðu um að halda atvinnustiginu háu, sama hvað það kostaði. Með aðskilnaði veiða og vinnslu gátu útgerðir selt afla sinn til hæstbjóðenda. Það leiddi til þess að margar vinnslur fóru í gjaldþrot og fólk missti vinnuna. Smám saman fleytti tækninni fram í fiskvinnslunni sem leiddi til þess að vinnslur gátu unnið fiskinn hér á landi og um borð á hagkvæman hátt. Til að bregðast við þessu var hluta kvótans úthlutað endurgjaldslaust sem byggðakvóti. Hann á einmitt að stuðla að því að halda uppi atvinnustiginu í byggðum sem stóla að stórum hluta á fiskvinnslu. Það væri forvitnilegt að gera úttekt á því hvort misbrestur hafi orðið á þessu, hvort aflanum hafi verið komið í vinnslu á þeim stöðum sem byggðakvótinn sagði til um. Það má segja að þrjár ástæður liggi að baki arðbærum sjávarútvegi á Íslandi Framsali aflaheimilda Frelsi til að selja afla á markaðsverði Nýsköpun og tæknivæðing greinarinnar Tvær af þessum þremur ástæðum eru stjórnvaldsákvarðanir. Sú þriðja er afleiðing hinna tveggja sem bjó til eigið fé útgerðarfélaga og gerði þeim kleift að fjárfesta í nýsköpun og tækni. Einnig hefur raunverðmæti sjávarafurða hækkað á tímabilinu gríðarlega mikið. Nú er svo komið að kílóverð á þorski og lambi er áþekkt. Hvort skyldi kosta meira að framleiða? Því er eðlilegt að eigandi auðlindarinnar (þjóðin) fái þá hlutdeild í auðlindarentunni sem henni ber í gegnum veiðigjöldin. Ég skil vel harmakvein kórs útgerðarmanna, af hverju að borga meira? Sá kór syngur sitt lag af festu en því miður er þessi kór ekki með tónvissan kórstjóra. Þessi söngur sker dálítið í eyrum þegar maður hugsar til þess að útgerðin í landinu á velgengni sína og auðsöfnun stjórnvaldsákvörðunum mikið að þakka. Það er kannski tímabært að rifja upp þá staðreynd að útgerðin fékk milljarðatugi afskrifaða af ríkinu vegna glæfralegra fjárfestinga í íslenska efnahagsundrinu. Taktleysi falska kórsins náði ákveðnu hámarki þegar hann fékk hina norsku siðblindu viðskiptasnillinga til að upphefja falska kórinn með háðsádeilu sem snérist í andhverfu sína hjá þjóðinni, enda eru eftirmálar Hrunsins henni enn ljóslifandi. Falski kórinn syngur ekki mikið um það. Falski kórinn syngur ekki heldur mikið um þá staðreynd að byggðakvótanum er úthlutað án endurgjalds til að koma til móts við kröfur útgerðarmanna um afslátt þegar kemur að því að selja fiskinn til vinnslunnar. Það er líka ágætt að benda á þá staðreynd að það er fyrst núna að veiðigjöld ná að dekka þann kostnað ríkisins við að halda utan um sjávarútveginn. Beinn kostnaður vegna reksturs Fiskistofu, þess hluta Hafró og Landhelgisgæslunnar sem þjónustar sjávarútveginn hefur, með einföldum útreikningum, verið töluvert hærri en innheimt veiðigjöld þar til nú. Falski kórinn syngur ekki þær nótur, því miður. Ég legg því til að við hættum að nota sanngirni sem mælikvarða og höfum frekar samræmi að leiðarljósi. Að upphæð veiðigjalda sé ákvarðað af markaðnum en ekki af velviljuðum stjórnmálamönnum. Ég, eins og þorri þjóðarinnar, er ánægður með leiðréttingu veiðigjaldanna. Þetta er skref í átt að ná meiri sátt um kerfið. Kerfi sem hefur skapað hér gríðarlega mikinn ábata en litla sátt. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun