Íranir hóta „óbætanlegu tjóni“ skerist Bandaríkin í leikinn Agnar Már Másson skrifar 18. júní 2025 11:50 Ali Khamenei, æðsti klerkur Íran, lýsti yfir stuðningi við Hezbollah eftir fall leiðtoga samtakanna í dag. Getty/Skrifstofa æðsta klerks Íran Æðstiklerkur Íran segir að landið ætli ekki að gefast upp og hótar Bandaríkjunum með „óbætanlegu tjóni“ ef þau hlutast til í átökum Ísraelsmanna og Írana. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins varar við því að „allsherjarstríð“ geti brotist út. Árásir Ísraelsmanna á Íran héldu áfram í nótt og hafa aukist að umfangi. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. Reuters greina aukinheldur frá því að Trump íhugi að slást í fylgd með Ísrael og hlutast til átökunum. Reykur rís upp úr hús í kjölfar loftárásar Ísraelsmanna, sem segja á bygginguna nýtta í starfsemi ríkisútvarpsins. Stringer/Getty „Allsherjarstríð“ „Öll íhlutun Bandaríkjamanna væri uppskrift fyrir allsherarstríð á svæðinu,“ sagði Esmaeil Baghaei, talsmaður utanríkisráðuneytis Írana, í viðtali við Al Jazeera í morgun í kjölfar þess að Trump lét gamminn geisa á Truth Social í gær og kallaði í hástöfum eftir „skilyrðislausri uppgjöf“, væntanlega að hálfu Íran. Upp úr klukkan 11 í dag að íslensku tíma las talsmaður íranskra stjórnvalda upp úr ávarpi Ayatollah Ali Khamenei æðstaklerks í ríkissjónvarpi Írans. Klerkurinn er í felum en Trump sagðist þó að „við“ vissum hvar hann fæli sig. Í ávarpinu var haft eftir klerknum að hvers kyns íhlutun að hálfu Bandaríkjahers myndi vafalaust verða mætt með „óbætanlegu tjóni“. „Íranir eru ekki þeir sem gefast upp,“ var enn fremur haft eftir Khamenei þar sem hann virðist svara færslum Trumps. Þá sagði hann að Ísraelsmenn myndu fá að gjalda fyrir sínar gjörðir. Ísraelsmenn hafi hæft 40 skotmörk Ísraelsher segist hafa hæft 40 skotmörk í Íran í dag. „Um 25 orrustuþotur réðust á rúmlega 40 eldflaugainnviði sem miðað var að Ísraelsríki, eldflaugageymslur og hermenn írönsku ríkisstjórnarinnar,“ segir í færslu Ísraelshers á X. Stór sprenging heyrðist í Teheran í nótt og fylgdu fleiri í kjölfarið. Stjórnvöld þar í landi hafa ekkert gefið út um hvað þar gekk á en árásir Ísraela virðast hafa beinst austurhluta borgarinnar, þar sem hersveitir Byltingarvarðarins reka sinn herskóla. Þá segjast Ísraelar hafa fellt enn einn hershöfðingjann og segja að nú sé Íranski herinn höfuðlaus, allir æðstu stjórnendur hans hafi verið ráðnir af dögum. Íranir hafa svarað með drónaárásum á Ísrael og tala látinna í átökunum stendur nú í um 225 í Íran og 24 í Ísrael, þar sem loftvarnir þeirra skjóta flesta drónana og eldflaugarnar niður. Íran Donald Trump Ísrael Bandaríkin Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Árásir Ísraelsmanna á Íran héldu áfram í nótt og hafa aukist að umfangi. Enn er beðið eftir því hvort Bandaríkjamenn ákveði að taka beinan þátt í hernaðinum en Donald Trump forseti hefur sent frá sér nokkrar yfirlýsingar sem gefa slíkt til kynna. Reuters greina aukinheldur frá því að Trump íhugi að slást í fylgd með Ísrael og hlutast til átökunum. Reykur rís upp úr hús í kjölfar loftárásar Ísraelsmanna, sem segja á bygginguna nýtta í starfsemi ríkisútvarpsins. Stringer/Getty „Allsherjarstríð“ „Öll íhlutun Bandaríkjamanna væri uppskrift fyrir allsherarstríð á svæðinu,“ sagði Esmaeil Baghaei, talsmaður utanríkisráðuneytis Írana, í viðtali við Al Jazeera í morgun í kjölfar þess að Trump lét gamminn geisa á Truth Social í gær og kallaði í hástöfum eftir „skilyrðislausri uppgjöf“, væntanlega að hálfu Íran. Upp úr klukkan 11 í dag að íslensku tíma las talsmaður íranskra stjórnvalda upp úr ávarpi Ayatollah Ali Khamenei æðstaklerks í ríkissjónvarpi Írans. Klerkurinn er í felum en Trump sagðist þó að „við“ vissum hvar hann fæli sig. Í ávarpinu var haft eftir klerknum að hvers kyns íhlutun að hálfu Bandaríkjahers myndi vafalaust verða mætt með „óbætanlegu tjóni“. „Íranir eru ekki þeir sem gefast upp,“ var enn fremur haft eftir Khamenei þar sem hann virðist svara færslum Trumps. Þá sagði hann að Ísraelsmenn myndu fá að gjalda fyrir sínar gjörðir. Ísraelsmenn hafi hæft 40 skotmörk Ísraelsher segist hafa hæft 40 skotmörk í Íran í dag. „Um 25 orrustuþotur réðust á rúmlega 40 eldflaugainnviði sem miðað var að Ísraelsríki, eldflaugageymslur og hermenn írönsku ríkisstjórnarinnar,“ segir í færslu Ísraelshers á X. Stór sprenging heyrðist í Teheran í nótt og fylgdu fleiri í kjölfarið. Stjórnvöld þar í landi hafa ekkert gefið út um hvað þar gekk á en árásir Ísraela virðast hafa beinst austurhluta borgarinnar, þar sem hersveitir Byltingarvarðarins reka sinn herskóla. Þá segjast Ísraelar hafa fellt enn einn hershöfðingjann og segja að nú sé Íranski herinn höfuðlaus, allir æðstu stjórnendur hans hafi verið ráðnir af dögum. Íranir hafa svarað með drónaárásum á Ísrael og tala látinna í átökunum stendur nú í um 225 í Íran og 24 í Ísrael, þar sem loftvarnir þeirra skjóta flesta drónana og eldflaugarnar niður.
Íran Donald Trump Ísrael Bandaríkin Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira