Þeim sem skaut þingmenn lýst sem kristilegum íhaldsmanni Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2025 13:52 Mikil leit var gerð að Vance Luther Boelter (t.h.) eftir að hann skaut tvo ríkisþingmenn demókrata í Minnesota um helgina. Annar þeirra og maki hans létu lífið. AP Karlmaður á sextugsaldri sem skaut ríkisþingkonu og eiginmann hennar til bana og særði tvennt til viðbótar í Minnesota í Bandaríkjunum er lýst sem sannkristnum og hægrisinnuðum íhaldsmanni. Hann er meðal annars sagður hafa sótt kosningafundi sitjandi Bandaríkjaforseta. Lögreglan í Minnesota hafði hendur í hári Vance Luther Boelter eftir tveggja daga leit seint í gærkvöldi. Hann er grunaður um að hafa skotið Melissu Hortman, ríkisþingmann demókrata, og eiginmann hennar á heimili þeirra og sært annan ríkisþingmann demókrata og konu hans. Boelter er sakaður um að hafa dulbúið sig sem lögreglumann og látið jeppabifreið sína líta út eins og lögreglubíl þegar hann skaut fólkið. Listi með nöfnum tuga manna, þar á meðal annarra þingmanna demókrata, baráttufólks fyrir réttindum kvenna til þungunarrofs og heilbrigðisstarfsmanna, fannst í bifreið hans. Báðir þingmennirnir sem hann skaut voru stuðningsmenn þungunarrofsréttinda. Repúblikanar halda fram að Boelter hafi verið „marxisti“ Upplýsingaóreiða hefur ríkt um pólitíska hugmyndafræði og ástæður Boelter fyrir drápunum. Repúblikanar hafa þannig haldið því fram að Boelter hafi í raun verið öfgavinstrimaður. Öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins birti til dæmis mynd af Boelter á samfélagsmiðlinum X með orðunum: „Þetta er það sem gerist þegar marxistar fá ekki sínu fram“. Færsla öldungadeildarþingmannsins Mike Lee um morð á ríkisþingmanni demókrata í Minnesota. Skjáskot Vísað er til þess að lögregla hafi fundið dreifibréf um mótmæli gegn sitjandi forseta sem fóru fram um helgina í bíl hans. Þá hafi Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota og fyrrverandi varaforsetaefni demókrata, skipað Boelter í opinbera nefnd um atvinnuþróun. Forveri Walz, sem er einnig demókrati, skipaði Boelter fyrst í nefndina árið 2016 en Walz endurskipaði hann síðar. John Hoffman, þingmaður sem Boelter, særði sat í sömu nefnd en ekki liggur fyrir hversu mikið þeir kunni að hafa átt í samskiptum áður. Vinir Boelter og fyrrverandi samstarfsmenn sem AP-fréttastofan hefur rætt við draga hins vegar upp allt aðra mynd af honum. Skráður repúblikani og algerlega á móti þungunarrofi Boelter er sagður hafa verið trúrækinn kristinn maður sem hafi sótt kirkju evangelísks safnaðar og kosningafundi sitjandi Bandaríkjaforseta. Opinber gögn sýna að Boelter var skráður repúblikani þegar hann bjó í Oklahoma fyrir tuttugu árum. Slíkar upplýsingar um kjósendur eru ekki skráðar í Minnesota. „Hann hallaðist til hægri í stjórnmálum en aldrei ofstækisfullur af því sem ég sá, bara sterkar skoðanir,“ segir einn vinur Boelter til fjölda ára. Aðrir segja að hann hafi ekki rætt mikið um stjórnmál. AP segir að svo virðist sem að Boelter hafi ekki haft hátt um öfgafyllri skoðanir sínar við vini sína. Á upptöku af predikun hans þegar hann heimsótti Kongó árið 2023 heyrist hann tala um siðferðislega hnignun Bandaríkjanna þar sem margrir trúarsöfnuðir átti sig ekki á að þungunarrof sé siðferðislega rangt. „Hann ræddi aldrei við mig um þungunarrof. Hann virtist bara vera íhaldssamur repúblikani sem fylgdi náttúrulega [núverandi Bandaríkjaforseta],“ hefur AP eftir vini hans. Sendi skilaboð um að hann gæti dáið skömmu fyrir árásirnar Lögregla segist ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að Boelter hafi haft í hótunum opinberlega áður en hann framdi ódæðin. AP segir að hann hafi sent einkaskilboð nokkrum klukkustundum fyrir árásirnar um að hann gæti dáið innan skamms. Hann vildi þó ekki segja meira til þess að bendla ekki móttakanda skilaboðanna við neitt. Þá segir AP að svo virðist sem að Boelter hafi átt í fjárhagskröggum á síðustu árum. Hann hafi lengi starfað sem stjórnandi hjá matvæla- og drykkjarfyrirtækjum en síðar reynt að stofna öryggisfyrirtæki. Síðustu tvö árin hafi hann meðal annars unnið við að flytja lík látinna íbúa á dvarlarheimilum fyrir aldraða. Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Lögreglan í Minnesota hafði hendur í hári Vance Luther Boelter eftir tveggja daga leit seint í gærkvöldi. Hann er grunaður um að hafa skotið Melissu Hortman, ríkisþingmann demókrata, og eiginmann hennar á heimili þeirra og sært annan ríkisþingmann demókrata og konu hans. Boelter er sakaður um að hafa dulbúið sig sem lögreglumann og látið jeppabifreið sína líta út eins og lögreglubíl þegar hann skaut fólkið. Listi með nöfnum tuga manna, þar á meðal annarra þingmanna demókrata, baráttufólks fyrir réttindum kvenna til þungunarrofs og heilbrigðisstarfsmanna, fannst í bifreið hans. Báðir þingmennirnir sem hann skaut voru stuðningsmenn þungunarrofsréttinda. Repúblikanar halda fram að Boelter hafi verið „marxisti“ Upplýsingaóreiða hefur ríkt um pólitíska hugmyndafræði og ástæður Boelter fyrir drápunum. Repúblikanar hafa þannig haldið því fram að Boelter hafi í raun verið öfgavinstrimaður. Öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins birti til dæmis mynd af Boelter á samfélagsmiðlinum X með orðunum: „Þetta er það sem gerist þegar marxistar fá ekki sínu fram“. Færsla öldungadeildarþingmannsins Mike Lee um morð á ríkisþingmanni demókrata í Minnesota. Skjáskot Vísað er til þess að lögregla hafi fundið dreifibréf um mótmæli gegn sitjandi forseta sem fóru fram um helgina í bíl hans. Þá hafi Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota og fyrrverandi varaforsetaefni demókrata, skipað Boelter í opinbera nefnd um atvinnuþróun. Forveri Walz, sem er einnig demókrati, skipaði Boelter fyrst í nefndina árið 2016 en Walz endurskipaði hann síðar. John Hoffman, þingmaður sem Boelter, særði sat í sömu nefnd en ekki liggur fyrir hversu mikið þeir kunni að hafa átt í samskiptum áður. Vinir Boelter og fyrrverandi samstarfsmenn sem AP-fréttastofan hefur rætt við draga hins vegar upp allt aðra mynd af honum. Skráður repúblikani og algerlega á móti þungunarrofi Boelter er sagður hafa verið trúrækinn kristinn maður sem hafi sótt kirkju evangelísks safnaðar og kosningafundi sitjandi Bandaríkjaforseta. Opinber gögn sýna að Boelter var skráður repúblikani þegar hann bjó í Oklahoma fyrir tuttugu árum. Slíkar upplýsingar um kjósendur eru ekki skráðar í Minnesota. „Hann hallaðist til hægri í stjórnmálum en aldrei ofstækisfullur af því sem ég sá, bara sterkar skoðanir,“ segir einn vinur Boelter til fjölda ára. Aðrir segja að hann hafi ekki rætt mikið um stjórnmál. AP segir að svo virðist sem að Boelter hafi ekki haft hátt um öfgafyllri skoðanir sínar við vini sína. Á upptöku af predikun hans þegar hann heimsótti Kongó árið 2023 heyrist hann tala um siðferðislega hnignun Bandaríkjanna þar sem margrir trúarsöfnuðir átti sig ekki á að þungunarrof sé siðferðislega rangt. „Hann ræddi aldrei við mig um þungunarrof. Hann virtist bara vera íhaldssamur repúblikani sem fylgdi náttúrulega [núverandi Bandaríkjaforseta],“ hefur AP eftir vini hans. Sendi skilaboð um að hann gæti dáið skömmu fyrir árásirnar Lögregla segist ekki hafa fundið neinar vísbendingar um að Boelter hafi haft í hótunum opinberlega áður en hann framdi ódæðin. AP segir að hann hafi sent einkaskilboð nokkrum klukkustundum fyrir árásirnar um að hann gæti dáið innan skamms. Hann vildi þó ekki segja meira til þess að bendla ekki móttakanda skilaboðanna við neitt. Þá segir AP að svo virðist sem að Boelter hafi átt í fjárhagskröggum á síðustu árum. Hann hafi lengi starfað sem stjórnandi hjá matvæla- og drykkjarfyrirtækjum en síðar reynt að stofna öryggisfyrirtæki. Síðustu tvö árin hafi hann meðal annars unnið við að flytja lík látinna íbúa á dvarlarheimilum fyrir aldraða.
Bandaríkin Erlend sakamál Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira