Norðurþing treður yfir varnaðarorð og eignarrétt Árni Björn Kristbjörnsson skrifar 16. júní 2025 09:30 Hver þarf samkomulag þegar maður á jarðýtu? Sveitarfélagið Norðurþing hefur tekið upp nýja aðferð í skipulagsmálum sem er bæði einföld og skilvirk. „Láttu sem þú eigir landið, skipuleggðu það á pappír, og komdu svo með tækin.“ Þannig var vegur lagður yfir Ásgarðstúnið á Húsavík, án samninga, án leyfis og án bóta. Hreinlega, án nokkurs samráðs. Eigendur Ásgarðstúnanna höfðu verið kurteisir og varað við. Þeir bentu á skráðan erfðafesturétt, þinglýst skjöl og fjölda gagna sem sýna að landið sé ekki í eigu sveitarfélagsins. En Norðurþing hlustaði ekki, enda hafa þeir deiliskipulag! Og það vita auðvitað allir að deiliskipulag felur í sér töfrasprota sem breytir einkalandi í opinbert land um leið og það er teiknað inn á kort. Og þegar eigendur báru fram mótmæli með lögmanni, var þeim svarað með afskiptaleysi. Fundargerð byggðaráðs sýnir að erindi þeirra var „tekið fyrir“ og svo, ekki neitt! Ekkert eignarnám, engar bætur, engin afsökunarbeiðni. Bara fleiri jarðýtur og meiri möl. Það er eins og stjórnsýsla Norðurþings sé þjökuð minnisleysi. Í það minnsta gleymdist að lesa stjórnarskrána, sér í lagi 72. greinina um friðhelgi eignarréttar. Það gleymdist líka að fara eftir skipulagslögum, sem gera kröfu um samninga eða eignarnám áður en land er tekið. Og já, það gleymdist líka að fólk á þetta land. Ásgarðstúnið er ekki bara „grænn blettur“ í uppdrætti á skjali byggingarfulltrúans. Það eina sem sveitarfélagið hefur gert í málinu var að „færa“ veginn örstutt frá íbúðarhúsinu Ásgarði, eftir að hafa fengið athugasemdir, - ítrekað. Það kallar Norðurþing lausn, rétt eins og það sé minna brot að stela hluta af túninu í stað þess að stela því öllu. Yfirráð og yfirgangur Þetta er ekki mistök. Þetta er valdníðsla. Þetta er yfirgangur gagnvart fólki sem hefur í áratugi sinnt landinu sínu, slegið túnin og staðið vörð um rétt sinn. Norðurþing skipulagði aðeins eitt og það var að virða ekki neitt. Þetta er yfirgangur og vanvirðing við allt sem kallast réttarríki. Við verðum að spyrja. Ef þetta hefði verið jörð í eigu stærri aðila eins og til dæmis banka, fjárfestingafélags eða ríkisstofnunar, hefði jarðýtan þá mætt? Eða eru það bara hinir „litlu“ sem má traðka endalaust yfir í nafni framfara, deiliskipulags eða fimm ára framkvæmdaáætlana? Norðurþing hefur nú slegið taktinn fyrir nýrri útgáfu í skipulagsmálum. Hunsa eigendur, hunsa skjöl og hunsa lög. En eitt hunsar það ekki, þ.e. að slétta yfir allt. Slétta yfir land, yfir rétt og yfir fólk. Höfundur er málsvari eigenda Ásgarðstúns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurþing Jarða- og lóðamál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Hver þarf samkomulag þegar maður á jarðýtu? Sveitarfélagið Norðurþing hefur tekið upp nýja aðferð í skipulagsmálum sem er bæði einföld og skilvirk. „Láttu sem þú eigir landið, skipuleggðu það á pappír, og komdu svo með tækin.“ Þannig var vegur lagður yfir Ásgarðstúnið á Húsavík, án samninga, án leyfis og án bóta. Hreinlega, án nokkurs samráðs. Eigendur Ásgarðstúnanna höfðu verið kurteisir og varað við. Þeir bentu á skráðan erfðafesturétt, þinglýst skjöl og fjölda gagna sem sýna að landið sé ekki í eigu sveitarfélagsins. En Norðurþing hlustaði ekki, enda hafa þeir deiliskipulag! Og það vita auðvitað allir að deiliskipulag felur í sér töfrasprota sem breytir einkalandi í opinbert land um leið og það er teiknað inn á kort. Og þegar eigendur báru fram mótmæli með lögmanni, var þeim svarað með afskiptaleysi. Fundargerð byggðaráðs sýnir að erindi þeirra var „tekið fyrir“ og svo, ekki neitt! Ekkert eignarnám, engar bætur, engin afsökunarbeiðni. Bara fleiri jarðýtur og meiri möl. Það er eins og stjórnsýsla Norðurþings sé þjökuð minnisleysi. Í það minnsta gleymdist að lesa stjórnarskrána, sér í lagi 72. greinina um friðhelgi eignarréttar. Það gleymdist líka að fara eftir skipulagslögum, sem gera kröfu um samninga eða eignarnám áður en land er tekið. Og já, það gleymdist líka að fólk á þetta land. Ásgarðstúnið er ekki bara „grænn blettur“ í uppdrætti á skjali byggingarfulltrúans. Það eina sem sveitarfélagið hefur gert í málinu var að „færa“ veginn örstutt frá íbúðarhúsinu Ásgarði, eftir að hafa fengið athugasemdir, - ítrekað. Það kallar Norðurþing lausn, rétt eins og það sé minna brot að stela hluta af túninu í stað þess að stela því öllu. Yfirráð og yfirgangur Þetta er ekki mistök. Þetta er valdníðsla. Þetta er yfirgangur gagnvart fólki sem hefur í áratugi sinnt landinu sínu, slegið túnin og staðið vörð um rétt sinn. Norðurþing skipulagði aðeins eitt og það var að virða ekki neitt. Þetta er yfirgangur og vanvirðing við allt sem kallast réttarríki. Við verðum að spyrja. Ef þetta hefði verið jörð í eigu stærri aðila eins og til dæmis banka, fjárfestingafélags eða ríkisstofnunar, hefði jarðýtan þá mætt? Eða eru það bara hinir „litlu“ sem má traðka endalaust yfir í nafni framfara, deiliskipulags eða fimm ára framkvæmdaáætlana? Norðurþing hefur nú slegið taktinn fyrir nýrri útgáfu í skipulagsmálum. Hunsa eigendur, hunsa skjöl og hunsa lög. En eitt hunsar það ekki, þ.e. að slétta yfir allt. Slétta yfir land, yfir rétt og yfir fólk. Höfundur er málsvari eigenda Ásgarðstúns.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar