Tími vindorku á Íslandi – Hvað þyrfti til að koma í veg fyrir raforkuskerðingar? Edvald Edvaldsson skrifar 16. júní 2025 06:01 Þann 15. júní ár hvert er haldinn Global Wind Day, alþjóðlegur dagur tileinkaður því að vekja athygli á hlutverki vindorku í sjálfbærri framtíð heimsins. Hér á Íslandi er þetta tilefni sérstaklega viðeigandi – enda má með sanni segja að fyrir þá sem búa hér sé Global Wind Day nánast á hverjum einasta degi. Ísland býr yfir einstakri vindauðlind sem enn hefur lítið verið nýtt. Á sama tíma er orkuþörf vaxandi og skortur á afhendingargetu farinn að valda verulegum vandkvæðum í atvinnulífinu. Skerðingar sem námu allt að 500 gígavattstundum á einu ári hafa skapað milljarðatjón og kalla nú á raunhæfar lausnir. Þar er vindorka ein sterkasta og hagkvæmasta leiðin sem völ er á. Vindorka sem raunverulegur orkugjafi Ísland býður upp á vindskilyrði sem teljast til þeirra bestu í Evrópu. Á mörgum stöðum má ná allt að 45% nýtingu vindmylla, sem er hátt miðað við alþjóðleg viðmið, jafnvel à Norðursjò. Þrátt fyrir þetta hefur vindorka hingað til átt undir högg að sækja í skipulagslegu og stjórnsýslulegu tilliti. Samspil við vatnsafl og orkugeymslur Vindorka er sveiflukennd og því mikilvægt að orkukerfið geti tekið við breytileika hennar. Þar hefur Ísland yfir að ráða einstöku fyrirkomulagi: vatnsaflsvirkjanir með miðlunarlónum sem virka sem náttúrulegar rafhlöður. Þegar vindur blæs vel má draga úr vatnsrennsli og spara orku til síðar. Þessi sveigjanleiki gerir samspil vindorku og vatnsafls að afar öflugri lausn. Auk þess hafa stórar orkugeymslur, svo sem rafhlöður, orðið raunhæfur valkostur til að jafna út styttri sveiflur. Slík tækni gæti orðið hluti af framtíðinni, sérstaklega á svæðum þar sem vatnsmiðlun er takmörkuð. Flutningskerfið sem flöskuháls Þótt vindorka sé tæknilega og umhverfislega fýsileg, er skortur á flutningsgetu orðin alvarleg hindrun. Orka sem ekki kemst til notenda leysir engin vandamál. Þess vegna þarf skýr samhæfð áætlun um virkjanaheimildir og flutningsinnviði – ef vindorka á að nýtast sem raunveruleg lausn. Forsenda fyrir nýjum iðnaði Vindorka er ekki aðeins mikilvægt innlegg í núverandi orkukerfi – hún er einnig forsenda fyrir efnahagslegri framtíð landsins. Orkukrefjandi nýsköpun og grænn iðnaður, svo sem vetnisframleiðsla, rafeldsneyti, loftlausnir og gagnaver, krefjast hreinnar og stöðugrar raforku. Ef raforka er ekki til staðar, mun sá iðnaður einfaldlega ekki byggjast upp á Íslandi. Því er orkuuppbygging ekki aðeins um afhendingu – heldur um atvinnusköpun, verðmætasköpun og framtíðarstöðu Íslands í grænum lausnum. Á Íslandi eru aðstæður þannig að hér mætti með réttum undirbúningi framleiða tugi teravattstunda af vindorku árlega. Til að bæta fyrir skerðingar sem nemur 500 GWh þyrfti aðeins hóflega uppbyggingu: 127 MW af afli, 32 vindmyllur. Vindorka bætir við orkuflóruna, styður við vatnsaflskerfið, eykur sveigjanleika og skapar möguleika á nýrri atvinnuuppbyggingu. Hún getur jafnað sveiflur í kerfinu og minnkað líkur á skerðingum. Ef Ísland ætlar sér að verða áfram leiðandi í sjálfbærum orkulausnum, þarf vindorku til að styðja við þann vöxt. Global Wind Day er aðeins einn dagur á alþjóðlegum dagatölum – en á Íslandi, þar sem vindurinn er stöðugur félagi okkar, ætti þessi dagur að vera upphaf að því að virkja þá auðlind sem vindurinn raunverulega er: orka framtíðarinnar. Höfundur er vélaverkfræðingur og tæknistjóri Youwind Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Þann 15. júní ár hvert er haldinn Global Wind Day, alþjóðlegur dagur tileinkaður því að vekja athygli á hlutverki vindorku í sjálfbærri framtíð heimsins. Hér á Íslandi er þetta tilefni sérstaklega viðeigandi – enda má með sanni segja að fyrir þá sem búa hér sé Global Wind Day nánast á hverjum einasta degi. Ísland býr yfir einstakri vindauðlind sem enn hefur lítið verið nýtt. Á sama tíma er orkuþörf vaxandi og skortur á afhendingargetu farinn að valda verulegum vandkvæðum í atvinnulífinu. Skerðingar sem námu allt að 500 gígavattstundum á einu ári hafa skapað milljarðatjón og kalla nú á raunhæfar lausnir. Þar er vindorka ein sterkasta og hagkvæmasta leiðin sem völ er á. Vindorka sem raunverulegur orkugjafi Ísland býður upp á vindskilyrði sem teljast til þeirra bestu í Evrópu. Á mörgum stöðum má ná allt að 45% nýtingu vindmylla, sem er hátt miðað við alþjóðleg viðmið, jafnvel à Norðursjò. Þrátt fyrir þetta hefur vindorka hingað til átt undir högg að sækja í skipulagslegu og stjórnsýslulegu tilliti. Samspil við vatnsafl og orkugeymslur Vindorka er sveiflukennd og því mikilvægt að orkukerfið geti tekið við breytileika hennar. Þar hefur Ísland yfir að ráða einstöku fyrirkomulagi: vatnsaflsvirkjanir með miðlunarlónum sem virka sem náttúrulegar rafhlöður. Þegar vindur blæs vel má draga úr vatnsrennsli og spara orku til síðar. Þessi sveigjanleiki gerir samspil vindorku og vatnsafls að afar öflugri lausn. Auk þess hafa stórar orkugeymslur, svo sem rafhlöður, orðið raunhæfur valkostur til að jafna út styttri sveiflur. Slík tækni gæti orðið hluti af framtíðinni, sérstaklega á svæðum þar sem vatnsmiðlun er takmörkuð. Flutningskerfið sem flöskuháls Þótt vindorka sé tæknilega og umhverfislega fýsileg, er skortur á flutningsgetu orðin alvarleg hindrun. Orka sem ekki kemst til notenda leysir engin vandamál. Þess vegna þarf skýr samhæfð áætlun um virkjanaheimildir og flutningsinnviði – ef vindorka á að nýtast sem raunveruleg lausn. Forsenda fyrir nýjum iðnaði Vindorka er ekki aðeins mikilvægt innlegg í núverandi orkukerfi – hún er einnig forsenda fyrir efnahagslegri framtíð landsins. Orkukrefjandi nýsköpun og grænn iðnaður, svo sem vetnisframleiðsla, rafeldsneyti, loftlausnir og gagnaver, krefjast hreinnar og stöðugrar raforku. Ef raforka er ekki til staðar, mun sá iðnaður einfaldlega ekki byggjast upp á Íslandi. Því er orkuuppbygging ekki aðeins um afhendingu – heldur um atvinnusköpun, verðmætasköpun og framtíðarstöðu Íslands í grænum lausnum. Á Íslandi eru aðstæður þannig að hér mætti með réttum undirbúningi framleiða tugi teravattstunda af vindorku árlega. Til að bæta fyrir skerðingar sem nemur 500 GWh þyrfti aðeins hóflega uppbyggingu: 127 MW af afli, 32 vindmyllur. Vindorka bætir við orkuflóruna, styður við vatnsaflskerfið, eykur sveigjanleika og skapar möguleika á nýrri atvinnuuppbyggingu. Hún getur jafnað sveiflur í kerfinu og minnkað líkur á skerðingum. Ef Ísland ætlar sér að verða áfram leiðandi í sjálfbærum orkulausnum, þarf vindorku til að styðja við þann vöxt. Global Wind Day er aðeins einn dagur á alþjóðlegum dagatölum – en á Íslandi, þar sem vindurinn er stöðugur félagi okkar, ætti þessi dagur að vera upphaf að því að virkja þá auðlind sem vindurinn raunverulega er: orka framtíðarinnar. Höfundur er vélaverkfræðingur og tæknistjóri Youwind
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar