Tími vindorku á Íslandi – Hvað þyrfti til að koma í veg fyrir raforkuskerðingar? Edvald Edvaldsson skrifar 16. júní 2025 06:01 Þann 15. júní ár hvert er haldinn Global Wind Day, alþjóðlegur dagur tileinkaður því að vekja athygli á hlutverki vindorku í sjálfbærri framtíð heimsins. Hér á Íslandi er þetta tilefni sérstaklega viðeigandi – enda má með sanni segja að fyrir þá sem búa hér sé Global Wind Day nánast á hverjum einasta degi. Ísland býr yfir einstakri vindauðlind sem enn hefur lítið verið nýtt. Á sama tíma er orkuþörf vaxandi og skortur á afhendingargetu farinn að valda verulegum vandkvæðum í atvinnulífinu. Skerðingar sem námu allt að 500 gígavattstundum á einu ári hafa skapað milljarðatjón og kalla nú á raunhæfar lausnir. Þar er vindorka ein sterkasta og hagkvæmasta leiðin sem völ er á. Vindorka sem raunverulegur orkugjafi Ísland býður upp á vindskilyrði sem teljast til þeirra bestu í Evrópu. Á mörgum stöðum má ná allt að 45% nýtingu vindmylla, sem er hátt miðað við alþjóðleg viðmið, jafnvel à Norðursjò. Þrátt fyrir þetta hefur vindorka hingað til átt undir högg að sækja í skipulagslegu og stjórnsýslulegu tilliti. Samspil við vatnsafl og orkugeymslur Vindorka er sveiflukennd og því mikilvægt að orkukerfið geti tekið við breytileika hennar. Þar hefur Ísland yfir að ráða einstöku fyrirkomulagi: vatnsaflsvirkjanir með miðlunarlónum sem virka sem náttúrulegar rafhlöður. Þegar vindur blæs vel má draga úr vatnsrennsli og spara orku til síðar. Þessi sveigjanleiki gerir samspil vindorku og vatnsafls að afar öflugri lausn. Auk þess hafa stórar orkugeymslur, svo sem rafhlöður, orðið raunhæfur valkostur til að jafna út styttri sveiflur. Slík tækni gæti orðið hluti af framtíðinni, sérstaklega á svæðum þar sem vatnsmiðlun er takmörkuð. Flutningskerfið sem flöskuháls Þótt vindorka sé tæknilega og umhverfislega fýsileg, er skortur á flutningsgetu orðin alvarleg hindrun. Orka sem ekki kemst til notenda leysir engin vandamál. Þess vegna þarf skýr samhæfð áætlun um virkjanaheimildir og flutningsinnviði – ef vindorka á að nýtast sem raunveruleg lausn. Forsenda fyrir nýjum iðnaði Vindorka er ekki aðeins mikilvægt innlegg í núverandi orkukerfi – hún er einnig forsenda fyrir efnahagslegri framtíð landsins. Orkukrefjandi nýsköpun og grænn iðnaður, svo sem vetnisframleiðsla, rafeldsneyti, loftlausnir og gagnaver, krefjast hreinnar og stöðugrar raforku. Ef raforka er ekki til staðar, mun sá iðnaður einfaldlega ekki byggjast upp á Íslandi. Því er orkuuppbygging ekki aðeins um afhendingu – heldur um atvinnusköpun, verðmætasköpun og framtíðarstöðu Íslands í grænum lausnum. Á Íslandi eru aðstæður þannig að hér mætti með réttum undirbúningi framleiða tugi teravattstunda af vindorku árlega. Til að bæta fyrir skerðingar sem nemur 500 GWh þyrfti aðeins hóflega uppbyggingu: 127 MW af afli, 32 vindmyllur. Vindorka bætir við orkuflóruna, styður við vatnsaflskerfið, eykur sveigjanleika og skapar möguleika á nýrri atvinnuuppbyggingu. Hún getur jafnað sveiflur í kerfinu og minnkað líkur á skerðingum. Ef Ísland ætlar sér að verða áfram leiðandi í sjálfbærum orkulausnum, þarf vindorku til að styðja við þann vöxt. Global Wind Day er aðeins einn dagur á alþjóðlegum dagatölum – en á Íslandi, þar sem vindurinn er stöðugur félagi okkar, ætti þessi dagur að vera upphaf að því að virkja þá auðlind sem vindurinn raunverulega er: orka framtíðarinnar. Höfundur er vélaverkfræðingur og tæknistjóri Youwind Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vindorka Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Þann 15. júní ár hvert er haldinn Global Wind Day, alþjóðlegur dagur tileinkaður því að vekja athygli á hlutverki vindorku í sjálfbærri framtíð heimsins. Hér á Íslandi er þetta tilefni sérstaklega viðeigandi – enda má með sanni segja að fyrir þá sem búa hér sé Global Wind Day nánast á hverjum einasta degi. Ísland býr yfir einstakri vindauðlind sem enn hefur lítið verið nýtt. Á sama tíma er orkuþörf vaxandi og skortur á afhendingargetu farinn að valda verulegum vandkvæðum í atvinnulífinu. Skerðingar sem námu allt að 500 gígavattstundum á einu ári hafa skapað milljarðatjón og kalla nú á raunhæfar lausnir. Þar er vindorka ein sterkasta og hagkvæmasta leiðin sem völ er á. Vindorka sem raunverulegur orkugjafi Ísland býður upp á vindskilyrði sem teljast til þeirra bestu í Evrópu. Á mörgum stöðum má ná allt að 45% nýtingu vindmylla, sem er hátt miðað við alþjóðleg viðmið, jafnvel à Norðursjò. Þrátt fyrir þetta hefur vindorka hingað til átt undir högg að sækja í skipulagslegu og stjórnsýslulegu tilliti. Samspil við vatnsafl og orkugeymslur Vindorka er sveiflukennd og því mikilvægt að orkukerfið geti tekið við breytileika hennar. Þar hefur Ísland yfir að ráða einstöku fyrirkomulagi: vatnsaflsvirkjanir með miðlunarlónum sem virka sem náttúrulegar rafhlöður. Þegar vindur blæs vel má draga úr vatnsrennsli og spara orku til síðar. Þessi sveigjanleiki gerir samspil vindorku og vatnsafls að afar öflugri lausn. Auk þess hafa stórar orkugeymslur, svo sem rafhlöður, orðið raunhæfur valkostur til að jafna út styttri sveiflur. Slík tækni gæti orðið hluti af framtíðinni, sérstaklega á svæðum þar sem vatnsmiðlun er takmörkuð. Flutningskerfið sem flöskuháls Þótt vindorka sé tæknilega og umhverfislega fýsileg, er skortur á flutningsgetu orðin alvarleg hindrun. Orka sem ekki kemst til notenda leysir engin vandamál. Þess vegna þarf skýr samhæfð áætlun um virkjanaheimildir og flutningsinnviði – ef vindorka á að nýtast sem raunveruleg lausn. Forsenda fyrir nýjum iðnaði Vindorka er ekki aðeins mikilvægt innlegg í núverandi orkukerfi – hún er einnig forsenda fyrir efnahagslegri framtíð landsins. Orkukrefjandi nýsköpun og grænn iðnaður, svo sem vetnisframleiðsla, rafeldsneyti, loftlausnir og gagnaver, krefjast hreinnar og stöðugrar raforku. Ef raforka er ekki til staðar, mun sá iðnaður einfaldlega ekki byggjast upp á Íslandi. Því er orkuuppbygging ekki aðeins um afhendingu – heldur um atvinnusköpun, verðmætasköpun og framtíðarstöðu Íslands í grænum lausnum. Á Íslandi eru aðstæður þannig að hér mætti með réttum undirbúningi framleiða tugi teravattstunda af vindorku árlega. Til að bæta fyrir skerðingar sem nemur 500 GWh þyrfti aðeins hóflega uppbyggingu: 127 MW af afli, 32 vindmyllur. Vindorka bætir við orkuflóruna, styður við vatnsaflskerfið, eykur sveigjanleika og skapar möguleika á nýrri atvinnuuppbyggingu. Hún getur jafnað sveiflur í kerfinu og minnkað líkur á skerðingum. Ef Ísland ætlar sér að verða áfram leiðandi í sjálfbærum orkulausnum, þarf vindorku til að styðja við þann vöxt. Global Wind Day er aðeins einn dagur á alþjóðlegum dagatölum – en á Íslandi, þar sem vindurinn er stöðugur félagi okkar, ætti þessi dagur að vera upphaf að því að virkja þá auðlind sem vindurinn raunverulega er: orka framtíðarinnar. Höfundur er vélaverkfræðingur og tæknistjóri Youwind
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun