Gott frumvarp, en hvað með verklagið? Bogi Ragnarsson skrifar 27. júní 2025 07:01 Frumvarp um námsefni sem nú liggur fyrir Alþingi kveður á um aukna fjármögnun og eflingu útgáfu námsefnis. Það er vel. En ef fjármagnið á að nýtast sem skyldi, þarf umgjörðin – það er að segja verklagið, matsviðmiðin og starfsvenjur þróunarsjóðs námsgagna – að styðja við faglega nýsköpun. Annars glatast verðmæt tækifæri. Góð verkefni, óljós viðmið Þróunarverkefni höfundar er dæmi um námsefni sem hefur verið þróað af sjálfstæðum höfundi í rúman áratug, notað í framhaldsskólum og sannarlega komið að gagni fyrir bæði almennar námsbrautir og starfsbrautir. Þegar sótt var um styrk til að vinna ritrýni efnis og þróa það áfram, var umsóknin felld úr leik – ekki vegna mats á markmiðum, kennslufræðilegu gildi eða nýnæmi, heldur vegna formsatriða um ritrýni sem þó voru að mestu skýrð í umsókn. Í stað þess að vísa í matslista sjóðsins – þar sem fjórir matsliðir með skýrum undirliðum eiga að liggja til grundvallar – var ákvörðunartextinn einungis byggður á efasemdum um framkvæmd ritrýni. Skortur á faglegri rýni í matsferlinu, þvert á tilgang sjóðsins, getur þannig orðið hindrun fyrir gæðaverkefni. Verklagsrammi þarf að vera skýr – og samræmdur Í vinnusmiðjum sem NýMennt við HÍ hefur haldið í samstarfi við Rannís hefur komið í ljós að kennarar sem leggja sig alla fram við að þróa námsefni gera það oft með ólaunaðri vinnu og ótrúlega lítilli fjárhagslegri umbun. Á sama tíma hefur komið fram að sjóðurinn líti á of lágt verðlagt vinnuframlag sem „óraunhæfa kostnaðaráætlun“ og velji frekar einfaldari verkefni. Þetta sendir misvísandi skilaboð: annars vegar eru verkefni gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu umfangsmikil eða skýr, en hins vegar fyrir að vera of metnaðarfull og „pakkað“ í fjármagnsramma sem dugar vart til. Sjóðurinn þarf því bæði að tryggja stuðning við raunveruleg fagverkefni – og að forsendur mats séu gegnsæjar, samræmdar og réttlátar. Aukinni fjárveitingu fylgir ábyrgð Þegar frumvarpið um námsefni verður að lögum með aukinni fjárveitingu, verður að fylgja því ábyrgð: að tryggja rýnt og faglegt mat á öllum umsóknum, leiðbeinandi útskýringar á því sem vantar og skilvirka afgreiðslu sem hvetur til þróunar í stað þess að letja frumkvæði. Það má hvetja höfunda til að vinna samkvæmt forsendum sjóðsins – en þá verða forsendurnar að vera réttar. Þær mega ekki mismuna verkefnum sem hafa þróast með ástríðu og fagmennsku í fjölda ára, heldur styðja við þau. Faglegt umhverfi og hlutverk NýMennt Ef markmið frumvarpsins eiga að ná fram að ganga – að efla íslenskt námsefni með faglegri ritrýni og nýsköpun í kennslu – þarf ekki aðeins að styrkja fjárhagslega umgjörð, heldur líka hið faglega rými sem umsækjendur starfa innan. Þar skiptir miklu máli að háskólasamfélagið styðji við höfundana með markvissri ráðgjöf og hæfnisþróun. NýMennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands gegnir hér lykilhlutverki. Með því að halda vinnusmiðjur um þróun námsefnis, ritrýni og styrkumsóknir hefur NýMennt skapað vísi að vettvangi sem getur styrkt höfunda og kennara í að takast á við kröfur þróunarsjóðsins. Í þessum vinnusmiðjum hefur komið í ljós að mörg þeirra verkefna sem síðar sækja um í sjóðinn eru unnin af einstaklingum með mikla faglega þekkingu – en skortir leiðsögn um hvernig skuli undirbúa umsókn á réttum forsendum og þá mega forsendurnar ekki vera þversagnakenndar. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að slíkt stuðningsumhverfi verði formfest og styrkt. Það þarf að vera ljóst að þróun nýs námsefnis krefst sértækrar kunnáttu, fræðilegs bakgrunns og skilnings á styrkjakerfinu sjálfu. NýMennt getur þar gegnt lykilhlutverki – ekki aðeins sem fræðsluaðili heldur sem brú milli fagmennsku kennara og stofnana sem úthluta almannafé. Ég vil þakka Þróunarsjóði námsgagna fyrir tækifærið til að leggja fram umsókn og meta hana. Með auknu gagnsæi og skýrari rökstuðningi gæti sjóðurinn enn frekar stuðlað að þróun nýrra og aðgengilegra námsgagna sem þjónar þörfum íslenskrar menntastefnu. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Frumvarp um námsefni sem nú liggur fyrir Alþingi kveður á um aukna fjármögnun og eflingu útgáfu námsefnis. Það er vel. En ef fjármagnið á að nýtast sem skyldi, þarf umgjörðin – það er að segja verklagið, matsviðmiðin og starfsvenjur þróunarsjóðs námsgagna – að styðja við faglega nýsköpun. Annars glatast verðmæt tækifæri. Góð verkefni, óljós viðmið Þróunarverkefni höfundar er dæmi um námsefni sem hefur verið þróað af sjálfstæðum höfundi í rúman áratug, notað í framhaldsskólum og sannarlega komið að gagni fyrir bæði almennar námsbrautir og starfsbrautir. Þegar sótt var um styrk til að vinna ritrýni efnis og þróa það áfram, var umsóknin felld úr leik – ekki vegna mats á markmiðum, kennslufræðilegu gildi eða nýnæmi, heldur vegna formsatriða um ritrýni sem þó voru að mestu skýrð í umsókn. Í stað þess að vísa í matslista sjóðsins – þar sem fjórir matsliðir með skýrum undirliðum eiga að liggja til grundvallar – var ákvörðunartextinn einungis byggður á efasemdum um framkvæmd ritrýni. Skortur á faglegri rýni í matsferlinu, þvert á tilgang sjóðsins, getur þannig orðið hindrun fyrir gæðaverkefni. Verklagsrammi þarf að vera skýr – og samræmdur Í vinnusmiðjum sem NýMennt við HÍ hefur haldið í samstarfi við Rannís hefur komið í ljós að kennarar sem leggja sig alla fram við að þróa námsefni gera það oft með ólaunaðri vinnu og ótrúlega lítilli fjárhagslegri umbun. Á sama tíma hefur komið fram að sjóðurinn líti á of lágt verðlagt vinnuframlag sem „óraunhæfa kostnaðaráætlun“ og velji frekar einfaldari verkefni. Þetta sendir misvísandi skilaboð: annars vegar eru verkefni gagnrýnd fyrir að vera ekki nógu umfangsmikil eða skýr, en hins vegar fyrir að vera of metnaðarfull og „pakkað“ í fjármagnsramma sem dugar vart til. Sjóðurinn þarf því bæði að tryggja stuðning við raunveruleg fagverkefni – og að forsendur mats séu gegnsæjar, samræmdar og réttlátar. Aukinni fjárveitingu fylgir ábyrgð Þegar frumvarpið um námsefni verður að lögum með aukinni fjárveitingu, verður að fylgja því ábyrgð: að tryggja rýnt og faglegt mat á öllum umsóknum, leiðbeinandi útskýringar á því sem vantar og skilvirka afgreiðslu sem hvetur til þróunar í stað þess að letja frumkvæði. Það má hvetja höfunda til að vinna samkvæmt forsendum sjóðsins – en þá verða forsendurnar að vera réttar. Þær mega ekki mismuna verkefnum sem hafa þróast með ástríðu og fagmennsku í fjölda ára, heldur styðja við þau. Faglegt umhverfi og hlutverk NýMennt Ef markmið frumvarpsins eiga að ná fram að ganga – að efla íslenskt námsefni með faglegri ritrýni og nýsköpun í kennslu – þarf ekki aðeins að styrkja fjárhagslega umgjörð, heldur líka hið faglega rými sem umsækjendur starfa innan. Þar skiptir miklu máli að háskólasamfélagið styðji við höfundana með markvissri ráðgjöf og hæfnisþróun. NýMennt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands gegnir hér lykilhlutverki. Með því að halda vinnusmiðjur um þróun námsefnis, ritrýni og styrkumsóknir hefur NýMennt skapað vísi að vettvangi sem getur styrkt höfunda og kennara í að takast á við kröfur þróunarsjóðsins. Í þessum vinnusmiðjum hefur komið í ljós að mörg þeirra verkefna sem síðar sækja um í sjóðinn eru unnin af einstaklingum með mikla faglega þekkingu – en skortir leiðsögn um hvernig skuli undirbúa umsókn á réttum forsendum og þá mega forsendurnar ekki vera þversagnakenndar. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að slíkt stuðningsumhverfi verði formfest og styrkt. Það þarf að vera ljóst að þróun nýs námsefnis krefst sértækrar kunnáttu, fræðilegs bakgrunns og skilnings á styrkjakerfinu sjálfu. NýMennt getur þar gegnt lykilhlutverki – ekki aðeins sem fræðsluaðili heldur sem brú milli fagmennsku kennara og stofnana sem úthluta almannafé. Ég vil þakka Þróunarsjóði námsgagna fyrir tækifærið til að leggja fram umsókn og meta hana. Með auknu gagnsæi og skýrari rökstuðningi gæti sjóðurinn enn frekar stuðlað að þróun nýrra og aðgengilegra námsgagna sem þjónar þörfum íslenskrar menntastefnu. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun