Íslandsmeistarinn getur orðið NBA meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2025 08:00 Jenny Boucek fagnar hér á bekknum ásamt stórstjörnu Indiana Pacers, Tyrese Haliburton, og aðstoðarþjálfaranum Mike Weinar. Indiana Pacers er 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu á móti Oklahoma City Thunder. Getty/Maddie Meyer Það er sterk Íslandstenging í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í ár þar sem Indiana Pacers mætir Oklahoma City Thunder. ESPN fjallaði um Jenny Boucek sem er aðstoðarþjálfari Rick Carlisle hjá Indiana Pacers. Pacers liðið er komið 2-1 yfir í einvíginu og vantar tvo sigra í viðbót til að verða NBA meistari. Körfuboltaáhugafólk á Íslandi ætti að kannast aðeins við hana enda varð hún Íslandsmeistari með Keflavík fyrir 27 árum síðan. Boucek tók þátt í fyrsta WNBA tímabilinu frá upphafi með Cleveland Rockers en endaði síðan körfuboltaferil sinn með Keflavík vorið 1998. Keflavík varð bæði Íslands- og bikarmeistari með hana innan borðs og Boucek var með 20,7 stig, 5,3 stolna bolta og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni 1998. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Hún sneri sér að þjálfun eftir að ferlinum lauk, fyrst í WNBA deildinni en svo fékk hún tækifæri hjá Sacramento Kings í NBA. Boucek var líka hjá Dallas Mavericks í þrjú ár en hefur verið hjá Indiana Pacers. Rick Carlisle fékk hana til Dallas og svo aftur til Indiana. Það sem gerir vegferð hennar enn merkilegri er að hún er einstæð móðir í þessu allt öðru en fjölskylduvænu starfi. „Ég ætlaði mér aldrei að vera þjálfari, kannski að verða læknir en ég ætlaði alltaf að verða móðir,“ sagði Boucek í viðtali við ESPN sem má sjá brot úr með því að fletta hér fyrir neðan. ESPN fjallaði sérstaklega um konuna sem er að reyna að hjálpa Indiana Pacers að verða NBA meistari í fyrsta sinn. Jenny Boucek fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Keflavík sem hún vann í Hagaskólanum í lok mars 1998.timarit.is „Ég vildi sýna það og sanna að kona gæti staðið sig vel í þessu starfi þannig að aðrar konur myndu fá tækifæri í framtíðinni. Svo ætlaði ég að finna út úr mínum kringumstæðum seinna því ég taldi það ekki vera möguleika að sinna þessu starfi sem einstæð móðir,“ sagði Boucek. Hún ákvað 43 ára gömul að verða móðir með hjálp gervifrjógunnar. Hún þurfti að borga fyrir allt sjálf. „Þó að þetta hefði kostað mig allan minn pening, starfið og ferilinn þá vildi ég þetta umfram allt. Ég þurfti að reyna fimm sinnum en svo varð ég ófríks sem var draumur minn alla tíð,“ sagði Boucek. Árið 2018, Tólf dögum eftir að hún var ráðin sem aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks þá eignaðist hún stúlkuna Riley. „Ég vildi sýna að kona gæti sinnt þessu starfi og vildi ekki fá sérmeðferð frá öðrum þjálfurum eða leikmönnum. Ég elska að þjálfa en bjóst við því á einhverjum tímapunkti að ég yrði að velja á milli eins og við konurnar þurfum oft að gera,“ sagði Boucek. Boucek kom því seinna inn í samning sinn við Pacers að Riley mætti vera með henni ef hún yrði í meira en þrjá daga í burtu. „Ég á ótrúlega dóttur sem virðist vera fædd fyrir þetta líf. Þetta er líka það eina sem hún þekkir,“ sagði Boucek. „Ef það hefði kostað mig allt að verða móðir þá væri það þess virði,“ sagði Boucek. Hún hefur fengið mikið hrós fyrir starf sitt, bæði frá öðrum þjálfurum Pacers en líka frá leikmönnunum sjálfum. Hún þekkir leikinn út og inn og kann að koma réttu skilaboðunum til skila. Þetta er fæddur leiðtogi eins og hún sýndi svo vel með Keflavíkurliðinu í lok síðustu aldar. Boucek hefur haldið tengslum sínum við Ísland og fékk íslenskar stelpur út til sín til að hjálpa sér um Riley. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) NBA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Sjá meira
ESPN fjallaði um Jenny Boucek sem er aðstoðarþjálfari Rick Carlisle hjá Indiana Pacers. Pacers liðið er komið 2-1 yfir í einvíginu og vantar tvo sigra í viðbót til að verða NBA meistari. Körfuboltaáhugafólk á Íslandi ætti að kannast aðeins við hana enda varð hún Íslandsmeistari með Keflavík fyrir 27 árum síðan. Boucek tók þátt í fyrsta WNBA tímabilinu frá upphafi með Cleveland Rockers en endaði síðan körfuboltaferil sinn með Keflavík vorið 1998. Keflavík varð bæði Íslands- og bikarmeistari með hana innan borðs og Boucek var með 20,7 stig, 5,3 stolna bolta og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni 1998. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Hún sneri sér að þjálfun eftir að ferlinum lauk, fyrst í WNBA deildinni en svo fékk hún tækifæri hjá Sacramento Kings í NBA. Boucek var líka hjá Dallas Mavericks í þrjú ár en hefur verið hjá Indiana Pacers. Rick Carlisle fékk hana til Dallas og svo aftur til Indiana. Það sem gerir vegferð hennar enn merkilegri er að hún er einstæð móðir í þessu allt öðru en fjölskylduvænu starfi. „Ég ætlaði mér aldrei að vera þjálfari, kannski að verða læknir en ég ætlaði alltaf að verða móðir,“ sagði Boucek í viðtali við ESPN sem má sjá brot úr með því að fletta hér fyrir neðan. ESPN fjallaði sérstaklega um konuna sem er að reyna að hjálpa Indiana Pacers að verða NBA meistari í fyrsta sinn. Jenny Boucek fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Keflavík sem hún vann í Hagaskólanum í lok mars 1998.timarit.is „Ég vildi sýna það og sanna að kona gæti staðið sig vel í þessu starfi þannig að aðrar konur myndu fá tækifæri í framtíðinni. Svo ætlaði ég að finna út úr mínum kringumstæðum seinna því ég taldi það ekki vera möguleika að sinna þessu starfi sem einstæð móðir,“ sagði Boucek. Hún ákvað 43 ára gömul að verða móðir með hjálp gervifrjógunnar. Hún þurfti að borga fyrir allt sjálf. „Þó að þetta hefði kostað mig allan minn pening, starfið og ferilinn þá vildi ég þetta umfram allt. Ég þurfti að reyna fimm sinnum en svo varð ég ófríks sem var draumur minn alla tíð,“ sagði Boucek. Árið 2018, Tólf dögum eftir að hún var ráðin sem aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks þá eignaðist hún stúlkuna Riley. „Ég vildi sýna að kona gæti sinnt þessu starfi og vildi ekki fá sérmeðferð frá öðrum þjálfurum eða leikmönnum. Ég elska að þjálfa en bjóst við því á einhverjum tímapunkti að ég yrði að velja á milli eins og við konurnar þurfum oft að gera,“ sagði Boucek. Boucek kom því seinna inn í samning sinn við Pacers að Riley mætti vera með henni ef hún yrði í meira en þrjá daga í burtu. „Ég á ótrúlega dóttur sem virðist vera fædd fyrir þetta líf. Þetta er líka það eina sem hún þekkir,“ sagði Boucek. „Ef það hefði kostað mig allt að verða móðir þá væri það þess virði,“ sagði Boucek. Hún hefur fengið mikið hrós fyrir starf sitt, bæði frá öðrum þjálfurum Pacers en líka frá leikmönnunum sjálfum. Hún þekkir leikinn út og inn og kann að koma réttu skilaboðunum til skila. Þetta er fæddur leiðtogi eins og hún sýndi svo vel með Keflavíkurliðinu í lok síðustu aldar. Boucek hefur haldið tengslum sínum við Ísland og fékk íslenskar stelpur út til sín til að hjálpa sér um Riley. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
NBA Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Sjá meira