Gleymdu að vanda sig Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júní 2025 16:01 Þau sem stjórna hjá Akureyrarbæ tóku óskiljanlega ákvörðun ekki alls fyrir löngu, þau ráku allt starfsfólk félagsmiðstöðvanna og hafa, einhliða að því virðist, ákveðið að gera breytingar á starfinu af þeirri stærðargráðu að ekki er hægt að sitja þegjandi undir. Frá því að hafa fyrir nokkrum árum verið í fararbroddi á landsvísu í málefnum félagsmiðstöðva er fallið hátt. Meðalmanneskja frá fæðingu til sjötugs notar um 4,33 ár í formlega skólagöngu, 7,33 í vinnu, 2,33 í að borða og 5 ár í annað. Svo sofum við í 24 ár og 27 ár er frítíminn okkar. Langstærsti hluti vökutíma okkar frá fæðingu til sjötugs er því frítími. Þessir útreikningar eru miðaðir við að frítími sé allur sá tími sem er eftir þegar skóla, vinnu og skyldustörfum hefur verið sinnt og líkamlegum þörfum fullnægt. Rannsóknir sýna að hvernig við verjum öllum þessum frítíma hefur afgerandi áhrif á farsæld, velferð, heilsu og lífsgæði almennt. Ef frítíminn er nýttur illa hefur það neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélagið og að sama skapi jákvæð áhrif ef tíminn er nýttur vel. Til að auka líkur á jákvæðri notkun frítíma getum við sem samfélag gripið til allskonar úrræða. Sú leið sem hefur sýnt sig að hafi sérlega góð áhrif á unglingsárum eru félagsmiðstöðvar. Auðvita er fleira sem hefur góð áhrif, eins og íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf en þegar kemur að því að taka á þeim vandamálum sem fara vaxandi meðal unglinganna okkar í dag, eru félagsmiðstöðvarnar frábært tæki – ef vel er á haldið. Til er fagstétt sem hefur þann eina tilgang að styðja við og stuðla að jákvæðri notkun frítíma. Þau fara í nám, eins og rafvirkinn, kennarinn, læknirinn og sjúkraþjálfarinn, fá sitt próf, sem í þeirra tilfelli er BA-gráða og eða Meistaragráða í tómstunda- og félagsmálafræði. Þetta eru því sérstök fræði, sérstakt fag sem þarfnast menntunar til að sem bestur árangur náist. Með fullri virðingu fyrir skólastjórnendum, sem eiga að stjórna starfinu á Akureyri – og ég ber mikla virðingu fyrir, því ég vinn með frábærum skólastjórnendum út um allt land, þá læra þau enga tómstundafræði í sínu námi – enda að undirbúa sig undir allt annað fagstarf. Alfa Aradóttir, ein af þeim sem missti starf sitt og fráfarandi yfirmaður forvarna- og frístundadeildar, var einmitt í fyrsta hópnum sem hóf nám í tómstunda- og félagsmálafræði haustið 2001. Ég er orðin svo þreytt á að sú starfsemi sem fer fram í frítímanum og ekki síst fagfólkið njóti ekki þeirrar virðingar sem mikilvægi starfsins kallar á. Ég geng svo langt að segja að það er jafn mikilvægt að stuðla að jákvæðri notkun frítíma og jákvæðri skólagöngu. Ég skora á sveitarfélög landsins að fylgja ekki í fótspor Akureyrarbæjar heldur frekar Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga, þar sem fagfólk í frítíma stjórnar starfinu. Ef mikið liggur við í rafmagnsmálum hringi ég ekki í píparann minn, þó hann sé frábær. Núna liggur mikið við í málefnum unga fólksins okkar, þau eru dásamleg en þurfa stuðning. Þá tekur maður ekki sitt besta fólk og rekur það útaf, svo mikið veit ég, gamli þjálfarinn. Þessar aðgerðir Akureyrarbæjar svíða. Við sem störfum á vettvangi frítímans erum sorgmædd og nánast orðlaus yfir virðingarleysinu sem starfinu, unglingunum og ekki síst starfsfólkinu er sýnt. Höfundur er námsbrautarformaður í námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Frístund barna Akureyri Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þau sem stjórna hjá Akureyrarbæ tóku óskiljanlega ákvörðun ekki alls fyrir löngu, þau ráku allt starfsfólk félagsmiðstöðvanna og hafa, einhliða að því virðist, ákveðið að gera breytingar á starfinu af þeirri stærðargráðu að ekki er hægt að sitja þegjandi undir. Frá því að hafa fyrir nokkrum árum verið í fararbroddi á landsvísu í málefnum félagsmiðstöðva er fallið hátt. Meðalmanneskja frá fæðingu til sjötugs notar um 4,33 ár í formlega skólagöngu, 7,33 í vinnu, 2,33 í að borða og 5 ár í annað. Svo sofum við í 24 ár og 27 ár er frítíminn okkar. Langstærsti hluti vökutíma okkar frá fæðingu til sjötugs er því frítími. Þessir útreikningar eru miðaðir við að frítími sé allur sá tími sem er eftir þegar skóla, vinnu og skyldustörfum hefur verið sinnt og líkamlegum þörfum fullnægt. Rannsóknir sýna að hvernig við verjum öllum þessum frítíma hefur afgerandi áhrif á farsæld, velferð, heilsu og lífsgæði almennt. Ef frítíminn er nýttur illa hefur það neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélagið og að sama skapi jákvæð áhrif ef tíminn er nýttur vel. Til að auka líkur á jákvæðri notkun frítíma getum við sem samfélag gripið til allskonar úrræða. Sú leið sem hefur sýnt sig að hafi sérlega góð áhrif á unglingsárum eru félagsmiðstöðvar. Auðvita er fleira sem hefur góð áhrif, eins og íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf en þegar kemur að því að taka á þeim vandamálum sem fara vaxandi meðal unglinganna okkar í dag, eru félagsmiðstöðvarnar frábært tæki – ef vel er á haldið. Til er fagstétt sem hefur þann eina tilgang að styðja við og stuðla að jákvæðri notkun frítíma. Þau fara í nám, eins og rafvirkinn, kennarinn, læknirinn og sjúkraþjálfarinn, fá sitt próf, sem í þeirra tilfelli er BA-gráða og eða Meistaragráða í tómstunda- og félagsmálafræði. Þetta eru því sérstök fræði, sérstakt fag sem þarfnast menntunar til að sem bestur árangur náist. Með fullri virðingu fyrir skólastjórnendum, sem eiga að stjórna starfinu á Akureyri – og ég ber mikla virðingu fyrir, því ég vinn með frábærum skólastjórnendum út um allt land, þá læra þau enga tómstundafræði í sínu námi – enda að undirbúa sig undir allt annað fagstarf. Alfa Aradóttir, ein af þeim sem missti starf sitt og fráfarandi yfirmaður forvarna- og frístundadeildar, var einmitt í fyrsta hópnum sem hóf nám í tómstunda- og félagsmálafræði haustið 2001. Ég er orðin svo þreytt á að sú starfsemi sem fer fram í frítímanum og ekki síst fagfólkið njóti ekki þeirrar virðingar sem mikilvægi starfsins kallar á. Ég geng svo langt að segja að það er jafn mikilvægt að stuðla að jákvæðri notkun frítíma og jákvæðri skólagöngu. Ég skora á sveitarfélög landsins að fylgja ekki í fótspor Akureyrarbæjar heldur frekar Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga, þar sem fagfólk í frítíma stjórnar starfinu. Ef mikið liggur við í rafmagnsmálum hringi ég ekki í píparann minn, þó hann sé frábær. Núna liggur mikið við í málefnum unga fólksins okkar, þau eru dásamleg en þurfa stuðning. Þá tekur maður ekki sitt besta fólk og rekur það útaf, svo mikið veit ég, gamli þjálfarinn. Þessar aðgerðir Akureyrarbæjar svíða. Við sem störfum á vettvangi frítímans erum sorgmædd og nánast orðlaus yfir virðingarleysinu sem starfinu, unglingunum og ekki síst starfsfólkinu er sýnt. Höfundur er námsbrautarformaður í námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun