Ekki tíminn fyrir stjórnarandstöðu til að stunda tafarleiki Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 11. júní 2025 23:14 Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að nú á tímum, þegar fólk sé óttaslegið og reitt vegna heimsástandsins, sé ekki tíminn fyrir stjórnarflokka til að reisa skýjaborgir eða háleitar væntingar. Þá sé ekki tíminn fyrir stjórnarandstöðu að stunda tafaleiki til að hægja á framfaramálum sem njóti stuðnings þjóðarinnar. „Fráfarandi ríkisstjórn fór þá leið að reka ríkissjóð með miklum halla árum saman á sama tíma og gefnar voru miklar væntingar um stóraukin útgjöld án hagræðingar eða tekjuöflunar,“ sagði Guðmundur Ari Sigurjónsson í eldhúsdagsræðu sinni. „Afleiðingarnar af þessari stefnu voru hátt vaxtarstig og mikil verðbólga ásamt því að fólk einfaldlega missti trú á að stjórnvöld ætluðu að standa við það sem þau sögðu eða gætu staðið við það sem þau lofuðu oft við hátíðleg tilefni. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi sýnt með fjármálaáætlun sinni að nú eigi að fara aðra leið sem byggi á því að sýna ábyrgð í rekstri, ná niður halla ríkissjóðs og að öll loforð um útgjöld verði að fullu fjármögnuð. Skylda að vera áfram traustur bandamaður í NATO Hann nefnir hagræðingar sem ríkisstjórn réðst í til að ná fram umbótum í rekstri ríkisins, leiðir til að sækja auknar tekjur án þess að hækka skatta á venjulegt fólk og fjárfestingarátak í vegakerfinu og öðrum innviðum landsins., „Þessi vegferð er hafin, vextir og verðbólga eru á niðurleið og þetta skiptir landsmenn alla máli, hvort sem það er til að borga hraðar niður húsnæðislánið eða fyrir fyrstu kaupendur sem eiga hugsanlega meiri möguleika núna á að eignast sitt fyrsta húsnæði. Sama má segja um fyrirtæki og sveitarfélög sem eru þegar farin að finna fyrir auknum sveigjanleika í rekstrinum til að ráðast í fjárfestingar og skapa ný störf.“ Þá nefnir hann öryggismál og áherslu á alþjóðleg tengsl við bandamenn. Í þeim samskiptum hafi verið lögð áhersla á hagsmunagæslu Íslands og þá sérstöðu að Ísland hafi alltaf verið herlaus þjóð. „Við eigum mikið undir því að alþjóðalög séu virt og að öryggi okkar sé tryggt með öflugu alþjóðlegu samstarfi. Ísland er stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu og það er okkar skylda og ábyrgð að vera áfram traustur bandamaður í því. Með öfluga borgaralega innviði og samfélag sem getur tekið þátt í því að verja þau gildi sem bandalagið stendur fyrir.“ Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
„Fráfarandi ríkisstjórn fór þá leið að reka ríkissjóð með miklum halla árum saman á sama tíma og gefnar voru miklar væntingar um stóraukin útgjöld án hagræðingar eða tekjuöflunar,“ sagði Guðmundur Ari Sigurjónsson í eldhúsdagsræðu sinni. „Afleiðingarnar af þessari stefnu voru hátt vaxtarstig og mikil verðbólga ásamt því að fólk einfaldlega missti trú á að stjórnvöld ætluðu að standa við það sem þau sögðu eða gætu staðið við það sem þau lofuðu oft við hátíðleg tilefni. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hafi sýnt með fjármálaáætlun sinni að nú eigi að fara aðra leið sem byggi á því að sýna ábyrgð í rekstri, ná niður halla ríkissjóðs og að öll loforð um útgjöld verði að fullu fjármögnuð. Skylda að vera áfram traustur bandamaður í NATO Hann nefnir hagræðingar sem ríkisstjórn réðst í til að ná fram umbótum í rekstri ríkisins, leiðir til að sækja auknar tekjur án þess að hækka skatta á venjulegt fólk og fjárfestingarátak í vegakerfinu og öðrum innviðum landsins., „Þessi vegferð er hafin, vextir og verðbólga eru á niðurleið og þetta skiptir landsmenn alla máli, hvort sem það er til að borga hraðar niður húsnæðislánið eða fyrir fyrstu kaupendur sem eiga hugsanlega meiri möguleika núna á að eignast sitt fyrsta húsnæði. Sama má segja um fyrirtæki og sveitarfélög sem eru þegar farin að finna fyrir auknum sveigjanleika í rekstrinum til að ráðast í fjárfestingar og skapa ný störf.“ Þá nefnir hann öryggismál og áherslu á alþjóðleg tengsl við bandamenn. Í þeim samskiptum hafi verið lögð áhersla á hagsmunagæslu Íslands og þá sérstöðu að Ísland hafi alltaf verið herlaus þjóð. „Við eigum mikið undir því að alþjóðalög séu virt og að öryggi okkar sé tryggt með öflugu alþjóðlegu samstarfi. Ísland er stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu og það er okkar skylda og ábyrgð að vera áfram traustur bandamaður í því. Með öfluga borgaralega innviði og samfélag sem getur tekið þátt í því að verja þau gildi sem bandalagið stendur fyrir.“
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent