Fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga án útskýringa Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júní 2025 19:41 Þórður Áskell Magnússon segir mennina aldrei hafa fengið útskýringu á því hvers vegna þeir fengu ekki inngöngu í landið. Fjórir verkamenn frá Belarús sátu fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga eftir að hafa fengið synjun um að koma til landsins. Þeir segjast aldrei hafa fengið að vita hvers vegna þeim var haldið þar. Sá sem réði mennina í vinnu segir þá ekki einu sinni hafa getað keypt sér að borða. Mennirnir voru á leið hingað til að reisa hús fyrir Vélsmiðju Grundarfjarðar. Þeir hafa áður starfað víða um heim, meðal annars hér á Íslandi. Þegar þeir voru nýlentir á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld voru þeir teknir til hliðar og tjáð að þeir færu ekki inn í landið. Sá sem réði þá til vinnu taldi sig hafa gert allt rétt í kringum alla pappírsvinnu og engar upplýsingar var að fá um hvað væri að. Þórður Áskell Magnússon, eigandi Vélsmiðju Grundarfjarðar, er sá sem réði mennina í vinnu. „Við vitum ekkert af hverju. Það má vel vera að það sé eitthvað, ég veit það ekki. En við getum ekki lagað eða neitt gert ef við vitum ekki hvað er að gerast þarna,“ segir Þórður. Þeir sofa á þessum trébekkjum. Mennirnir voru því fastir í flugstöðinni án alls. Þeir voru ekki í haldi lögreglu, heldur þurftu þeir að bjarga sér sjálfir á vellinum. „Þeir fengu ekki að nálgast töskurnar sínar, en eftir þrjátíu og eitthvað klukkutíma fékk ég lögreglumann til að fara og fara í töskurnar. Þeir fengu þær ekki afhentar, en þeir fengu úlpurnar sínar sem voru í töskunni þannig þeir gátu sofið undir einhverju.“ „Þeir eru með peninga, en þeir mega ekki einu sinni kaupa sér kaffibolla, ekkert að borða, þeir eru ekki með flugmiða. Þeir væru í miklu betri aðstöðu í gæsluvarðhaldi. Svo sofa þeir bara á einhverjum trébekkjum.“ Mennirnir fengu úlpurnar sínar úr ferðatöskunum en ekkert annað. Að lokum ákvað Þórður að hann vildi kaupa flugmiða fyrir mennina aftur út. Þeir tóku það ekki í mál, þeir vildu fá rökstuðning áður en þeir færu úr landi. „Heyrðu nei. Við sættum okkur ekkert við þetta. Við erum ekkert sáttir við þetta, þeir eru búnir að vinna út um allan heim. Þetta fyrirtæki er ekki að reisa hús bara á Íslandi,“ segir Þórður. Viðtalið við Þórð var tekið fyrr í dag, en núna seinni partinn urðu vendingar í málinu. Mennirnir fengu að koma inn í landið og eru á leið til Grundarfjarðar. Í stuttu samtali við fréttastofu segist Þórður fokillur yfir málinu og bíður enn svara hvers vegna mennirnir voru látnir dúsa á vellinum svo lengi. Fréttastofa sendi lögregluembættinu á Suðurnesjum fyrirspurn vegna málsins og svör bárust rétt áður en fréttin fór í loftið. Þar segir að lögregluembætti geti staðfest að ríkisborgarar frá Belarús hafi verið til skoðunar á landamærunum í flugstöðinni, en lögreglan muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni umræddra einstaklinga. „Á landamærunum koma oft upp fjölmörg mál sem þarf að skoða frekar. Þegar útlendingur er tekinn til frekari skoðunar á landamærunum er honum tilkynnt réttur sinn á að ráða lögfræðing á eigin kostnað, hafa samband við mannúðar- eða mannréttinda samtök eða fulltrúa frá sínu heimaríki. Þetta eru grundvallarréttindi sem lögregla leiðbeinir viðkomandi um í upphafi máls.“ „Lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefur undanfarnar vikur veitt því athygli að tilvikum hefur fjölgað, þar sem verið er að misnota útgefnar vegabréfsáritanir og afturkallað í kjölfarið.“ „Lögreglan mun halda áfram að viðhalda öflugu löggæslu- og landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli.“ Belarús Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Mennirnir voru á leið hingað til að reisa hús fyrir Vélsmiðju Grundarfjarðar. Þeir hafa áður starfað víða um heim, meðal annars hér á Íslandi. Þegar þeir voru nýlentir á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld voru þeir teknir til hliðar og tjáð að þeir færu ekki inn í landið. Sá sem réði þá til vinnu taldi sig hafa gert allt rétt í kringum alla pappírsvinnu og engar upplýsingar var að fá um hvað væri að. Þórður Áskell Magnússon, eigandi Vélsmiðju Grundarfjarðar, er sá sem réði mennina í vinnu. „Við vitum ekkert af hverju. Það má vel vera að það sé eitthvað, ég veit það ekki. En við getum ekki lagað eða neitt gert ef við vitum ekki hvað er að gerast þarna,“ segir Þórður. Þeir sofa á þessum trébekkjum. Mennirnir voru því fastir í flugstöðinni án alls. Þeir voru ekki í haldi lögreglu, heldur þurftu þeir að bjarga sér sjálfir á vellinum. „Þeir fengu ekki að nálgast töskurnar sínar, en eftir þrjátíu og eitthvað klukkutíma fékk ég lögreglumann til að fara og fara í töskurnar. Þeir fengu þær ekki afhentar, en þeir fengu úlpurnar sínar sem voru í töskunni þannig þeir gátu sofið undir einhverju.“ „Þeir eru með peninga, en þeir mega ekki einu sinni kaupa sér kaffibolla, ekkert að borða, þeir eru ekki með flugmiða. Þeir væru í miklu betri aðstöðu í gæsluvarðhaldi. Svo sofa þeir bara á einhverjum trébekkjum.“ Mennirnir fengu úlpurnar sínar úr ferðatöskunum en ekkert annað. Að lokum ákvað Þórður að hann vildi kaupa flugmiða fyrir mennina aftur út. Þeir tóku það ekki í mál, þeir vildu fá rökstuðning áður en þeir færu úr landi. „Heyrðu nei. Við sættum okkur ekkert við þetta. Við erum ekkert sáttir við þetta, þeir eru búnir að vinna út um allan heim. Þetta fyrirtæki er ekki að reisa hús bara á Íslandi,“ segir Þórður. Viðtalið við Þórð var tekið fyrr í dag, en núna seinni partinn urðu vendingar í málinu. Mennirnir fengu að koma inn í landið og eru á leið til Grundarfjarðar. Í stuttu samtali við fréttastofu segist Þórður fokillur yfir málinu og bíður enn svara hvers vegna mennirnir voru látnir dúsa á vellinum svo lengi. Fréttastofa sendi lögregluembættinu á Suðurnesjum fyrirspurn vegna málsins og svör bárust rétt áður en fréttin fór í loftið. Þar segir að lögregluembætti geti staðfest að ríkisborgarar frá Belarús hafi verið til skoðunar á landamærunum í flugstöðinni, en lögreglan muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni umræddra einstaklinga. „Á landamærunum koma oft upp fjölmörg mál sem þarf að skoða frekar. Þegar útlendingur er tekinn til frekari skoðunar á landamærunum er honum tilkynnt réttur sinn á að ráða lögfræðing á eigin kostnað, hafa samband við mannúðar- eða mannréttinda samtök eða fulltrúa frá sínu heimaríki. Þetta eru grundvallarréttindi sem lögregla leiðbeinir viðkomandi um í upphafi máls.“ „Lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefur undanfarnar vikur veitt því athygli að tilvikum hefur fjölgað, þar sem verið er að misnota útgefnar vegabréfsáritanir og afturkallað í kjölfarið.“ „Lögreglan mun halda áfram að viðhalda öflugu löggæslu- og landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli.“
Belarús Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels