Hefur ekki náð sér á strik síðan Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. júní 2025 07:31 Forysta Sjálfstæðisflokksins ákvað í janúar 2011 ásamt miklum meirihluta þingflokks hans að styðja frumvarp þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vegna samnings við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi í Icesave-deilunni. Tugir þúsunda skoruðu á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta lýðveldisins, í undirskriftasöfnun að vísa málinu í þjóðaratkvæði sem hann gerði og var samningunum í kjölfarið hafnað með um 60% atkvæða í apríl sama ár. Miðað við skoðanakannanir voru flestir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins andvígir samningnum, sem fól eins og fyrri samningar í sér að Ísland bæri ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í Icesave-netbankanum, og voru þeir stór hluti þeirra sem höfnuðu honum í þjóðaratkvæðinu. Með dómi EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 var endanlega staðfest að ábyrgðin væri ekki Íslands og í kjölfarið hrundi fylgi Sjálfstæðisflokksins. Fram að því hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið að mælast með í kringum 38% fylgi í könnunum nánast allt kjörtímabilið. Fór fylgið fyrst og fremst yfir á Framsóknarflokkinn, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi formaður Miðflokksins, veitti þá forystu, og hafði beitt sér gegn öllum Icesave-samningunum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki náð sér á strik síðan. Forysta flokksins ákvað enda að fara gegn flestum stuðningsmönnum hans í málinu. Við stöndum mögulega frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum vegna frumvarps núverandi ríkisstjórnar um bókun 35 við EES-samninginn sem hafa mun í för með sér, verði það samþykkt, að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn muni ganga framar almennum lögum sem eru íslenzk að uppruna eingöngu vegna þess að það kemur frá sambandinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins virðist ætla að styðja málið í andstöðu við flesta kjósendur hans. Til dæmis vann Prósent skoðanakönnun síðasta haust fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, um afstöðu landsmanna til frumvarps um bókun 35 eins og þess sem nú liggur fyrir en samkvæmt niðurstöðum hennar reyndist mikill meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, af þeim sem tóku afstöðu með eða á móti, andvígir slíku frumvarpi eða 72%. Sama átti við um stuðningsmenn Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins. Vert er að hafa í huga að bókun 35 er miklu stærra mál en Icesave-málið. Þó Icesave-málið hafi varðað mikla fjárhagslega hagsmuni snerist það eingöngu um eina tilskipun frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Verði frumvarpið um bókunina samþykkt mun það gera allt regluverk frá sambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum EES-samninginn og mun verða innleitt í framtíðinni æðra innlendri löggjöf. Þar á meðal um innistæðutryggingar. Haft var eftir Guðmundi Ara Sigurjónssyni, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, á mbl.is um helgina að svo virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði í hyggju að styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar ásamt stjórnarflokkunum. Með öðrum orðum að rétta stjórninni hjálparhönd í máli sem ljóst er að mikil andstaða er við í röðum stuðningsmenn flokksins líkt og raunin var í janúar 2011. Það verður að teljast nokkuð sérkennileg leið til þess að stækka flokkinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Evrópusambandið Bókun 35 Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins ákvað í janúar 2011 ásamt miklum meirihluta þingflokks hans að styðja frumvarp þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vegna samnings við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi í Icesave-deilunni. Tugir þúsunda skoruðu á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta lýðveldisins, í undirskriftasöfnun að vísa málinu í þjóðaratkvæði sem hann gerði og var samningunum í kjölfarið hafnað með um 60% atkvæða í apríl sama ár. Miðað við skoðanakannanir voru flestir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins andvígir samningnum, sem fól eins og fyrri samningar í sér að Ísland bæri ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands vegna innistæðna í Icesave-netbankanum, og voru þeir stór hluti þeirra sem höfnuðu honum í þjóðaratkvæðinu. Með dómi EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 var endanlega staðfest að ábyrgðin væri ekki Íslands og í kjölfarið hrundi fylgi Sjálfstæðisflokksins. Fram að því hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið að mælast með í kringum 38% fylgi í könnunum nánast allt kjörtímabilið. Fór fylgið fyrst og fremst yfir á Framsóknarflokkinn, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi formaður Miðflokksins, veitti þá forystu, og hafði beitt sér gegn öllum Icesave-samningunum. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki náð sér á strik síðan. Forysta flokksins ákvað enda að fara gegn flestum stuðningsmönnum hans í málinu. Við stöndum mögulega frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum vegna frumvarps núverandi ríkisstjórnar um bókun 35 við EES-samninginn sem hafa mun í för með sér, verði það samþykkt, að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn muni ganga framar almennum lögum sem eru íslenzk að uppruna eingöngu vegna þess að það kemur frá sambandinu. Forysta Sjálfstæðisflokksins virðist ætla að styðja málið í andstöðu við flesta kjósendur hans. Til dæmis vann Prósent skoðanakönnun síðasta haust fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, um afstöðu landsmanna til frumvarps um bókun 35 eins og þess sem nú liggur fyrir en samkvæmt niðurstöðum hennar reyndist mikill meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, af þeim sem tóku afstöðu með eða á móti, andvígir slíku frumvarpi eða 72%. Sama átti við um stuðningsmenn Miðflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins. Vert er að hafa í huga að bókun 35 er miklu stærra mál en Icesave-málið. Þó Icesave-málið hafi varðað mikla fjárhagslega hagsmuni snerist það eingöngu um eina tilskipun frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Verði frumvarpið um bókunina samþykkt mun það gera allt regluverk frá sambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum EES-samninginn og mun verða innleitt í framtíðinni æðra innlendri löggjöf. Þar á meðal um innistæðutryggingar. Haft var eftir Guðmundi Ara Sigurjónssyni, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, á mbl.is um helgina að svo virtist sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði í hyggju að styðja frumvarp ríkisstjórnarinnar ásamt stjórnarflokkunum. Með öðrum orðum að rétta stjórninni hjálparhönd í máli sem ljóst er að mikil andstaða er við í röðum stuðningsmenn flokksins líkt og raunin var í janúar 2011. Það verður að teljast nokkuð sérkennileg leið til þess að stækka flokkinn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar