Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2025 18:02 Arnar var léttur á blaðamannafundi Íslands í dag. Andrew Milligan/PA Images via Getty Images Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Norður-írskir blaðamenn spurðu Arnar út í landa þeirra, Martin O'Neill, sem var þjálfari landsliðsþjálfarans hjá Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í kringum aldamótin. Arnar væri enn tiltölulega nýr í sínu starfi með landsliðið og hvort hann hefði lært eitthvað að O'Neill, sem stýrði landsliði Íra um tíma auk Aston Villa og Celtic við góðan orðstír. Klippa: Blaðamannafundur Íslands: Arnar rifjaði upp góða tíma „Hann var magnaður þjálfari, einn þeirra bestu. Þú reynir alltaf að taka út einn, tvo hluti til að læra af þeim bestu, sagði Arnar sem kom þá einnig inn á norður-írska liðsfélaga frá Leicester-tímanum. „Ég spilaði með Neil Lennon og Gerry Taggart einnig, sem eru frábærir gæjar. Við áttum frábæran tíma saman með Leicester og unnum deildabikarinn. Þetta voru gæða tímar,“ segir Arnar. Eiður Smári (ó)vinsæll Þeir norður-írsku virðast þá uppteknir af síðasta leik liðanna hér í Belfast sem Ísland vann 3-0 í september 2006. Eiður Smári Guðjohnsen átti þar stjörnuleik og segir Michael O'Neill (ekki skyldur Martin sem nefndur er að ofan), landsliðsþjálfari heimamanna, vera því feginn að Eiður sé ekki hluti af íslenska liðinu í dag. Arnar var einnig spurður út í Eið og hvort hann sæi fyrir sér að sonur hans, Andri Lucas Guðjohnsen, myndi gera Norður-Írum álíka grikk og sá eldri gerði fyrir 19 árum síðan. „Eiður Smári skoraði einnig á Hampden Park (heimavelli Skota) fyrir um tíu árum síðan. Sonur hans gerði það fyrir þremur dögum síðan. Ef sagan endurtekur sig verður þetta eftirminnilegur dagur fyrir Guðjohnsen-fjölskylduna,“ sagði Arnar kíminn. Ummæli Arnars við norður-írsku miðlana má sjá í spilaranum. Ummælin eru á ensku. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Norður-írskir blaðamenn spurðu Arnar út í landa þeirra, Martin O'Neill, sem var þjálfari landsliðsþjálfarans hjá Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í kringum aldamótin. Arnar væri enn tiltölulega nýr í sínu starfi með landsliðið og hvort hann hefði lært eitthvað að O'Neill, sem stýrði landsliði Íra um tíma auk Aston Villa og Celtic við góðan orðstír. Klippa: Blaðamannafundur Íslands: Arnar rifjaði upp góða tíma „Hann var magnaður þjálfari, einn þeirra bestu. Þú reynir alltaf að taka út einn, tvo hluti til að læra af þeim bestu, sagði Arnar sem kom þá einnig inn á norður-írska liðsfélaga frá Leicester-tímanum. „Ég spilaði með Neil Lennon og Gerry Taggart einnig, sem eru frábærir gæjar. Við áttum frábæran tíma saman með Leicester og unnum deildabikarinn. Þetta voru gæða tímar,“ segir Arnar. Eiður Smári (ó)vinsæll Þeir norður-írsku virðast þá uppteknir af síðasta leik liðanna hér í Belfast sem Ísland vann 3-0 í september 2006. Eiður Smári Guðjohnsen átti þar stjörnuleik og segir Michael O'Neill (ekki skyldur Martin sem nefndur er að ofan), landsliðsþjálfari heimamanna, vera því feginn að Eiður sé ekki hluti af íslenska liðinu í dag. Arnar var einnig spurður út í Eið og hvort hann sæi fyrir sér að sonur hans, Andri Lucas Guðjohnsen, myndi gera Norður-Írum álíka grikk og sá eldri gerði fyrir 19 árum síðan. „Eiður Smári skoraði einnig á Hampden Park (heimavelli Skota) fyrir um tíu árum síðan. Sonur hans gerði það fyrir þremur dögum síðan. Ef sagan endurtekur sig verður þetta eftirminnilegur dagur fyrir Guðjohnsen-fjölskylduna,“ sagði Arnar kíminn. Ummæli Arnars við norður-írsku miðlana má sjá í spilaranum. Ummælin eru á ensku. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira