Arnar rifjaði upp góða tíma með norður-írskum félögum Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2025 18:02 Arnar var léttur á blaðamannafundi Íslands í dag. Andrew Milligan/PA Images via Getty Images Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, vakti lukku á blaðamannafundi fyrir æfingaleik Norður-Írlands og Íslands á Windsor Park síðdegis. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Norður-írskir blaðamenn spurðu Arnar út í landa þeirra, Martin O'Neill, sem var þjálfari landsliðsþjálfarans hjá Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í kringum aldamótin. Arnar væri enn tiltölulega nýr í sínu starfi með landsliðið og hvort hann hefði lært eitthvað að O'Neill, sem stýrði landsliði Íra um tíma auk Aston Villa og Celtic við góðan orðstír. Klippa: Blaðamannafundur Íslands: Arnar rifjaði upp góða tíma „Hann var magnaður þjálfari, einn þeirra bestu. Þú reynir alltaf að taka út einn, tvo hluti til að læra af þeim bestu, sagði Arnar sem kom þá einnig inn á norður-írska liðsfélaga frá Leicester-tímanum. „Ég spilaði með Neil Lennon og Gerry Taggart einnig, sem eru frábærir gæjar. Við áttum frábæran tíma saman með Leicester og unnum deildabikarinn. Þetta voru gæða tímar,“ segir Arnar. Eiður Smári (ó)vinsæll Þeir norður-írsku virðast þá uppteknir af síðasta leik liðanna hér í Belfast sem Ísland vann 3-0 í september 2006. Eiður Smári Guðjohnsen átti þar stjörnuleik og segir Michael O'Neill (ekki skyldur Martin sem nefndur er að ofan), landsliðsþjálfari heimamanna, vera því feginn að Eiður sé ekki hluti af íslenska liðinu í dag. Arnar var einnig spurður út í Eið og hvort hann sæi fyrir sér að sonur hans, Andri Lucas Guðjohnsen, myndi gera Norður-Írum álíka grikk og sá eldri gerði fyrir 19 árum síðan. „Eiður Smári skoraði einnig á Hampden Park (heimavelli Skota) fyrir um tíu árum síðan. Sonur hans gerði það fyrir þremur dögum síðan. Ef sagan endurtekur sig verður þetta eftirminnilegur dagur fyrir Guðjohnsen-fjölskylduna,“ sagði Arnar kíminn. Ummæli Arnars við norður-írsku miðlana má sjá í spilaranum. Ummælin eru á ensku. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Norður-írskir blaðamenn spurðu Arnar út í landa þeirra, Martin O'Neill, sem var þjálfari landsliðsþjálfarans hjá Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í kringum aldamótin. Arnar væri enn tiltölulega nýr í sínu starfi með landsliðið og hvort hann hefði lært eitthvað að O'Neill, sem stýrði landsliði Íra um tíma auk Aston Villa og Celtic við góðan orðstír. Klippa: Blaðamannafundur Íslands: Arnar rifjaði upp góða tíma „Hann var magnaður þjálfari, einn þeirra bestu. Þú reynir alltaf að taka út einn, tvo hluti til að læra af þeim bestu, sagði Arnar sem kom þá einnig inn á norður-írska liðsfélaga frá Leicester-tímanum. „Ég spilaði með Neil Lennon og Gerry Taggart einnig, sem eru frábærir gæjar. Við áttum frábæran tíma saman með Leicester og unnum deildabikarinn. Þetta voru gæða tímar,“ segir Arnar. Eiður Smári (ó)vinsæll Þeir norður-írsku virðast þá uppteknir af síðasta leik liðanna hér í Belfast sem Ísland vann 3-0 í september 2006. Eiður Smári Guðjohnsen átti þar stjörnuleik og segir Michael O'Neill (ekki skyldur Martin sem nefndur er að ofan), landsliðsþjálfari heimamanna, vera því feginn að Eiður sé ekki hluti af íslenska liðinu í dag. Arnar var einnig spurður út í Eið og hvort hann sæi fyrir sér að sonur hans, Andri Lucas Guðjohnsen, myndi gera Norður-Írum álíka grikk og sá eldri gerði fyrir 19 árum síðan. „Eiður Smári skoraði einnig á Hampden Park (heimavelli Skota) fyrir um tíu árum síðan. Sonur hans gerði það fyrir þremur dögum síðan. Ef sagan endurtekur sig verður þetta eftirminnilegur dagur fyrir Guðjohnsen-fjölskylduna,“ sagði Arnar kíminn. Ummæli Arnars við norður-írsku miðlana má sjá í spilaranum. Ummælin eru á ensku. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira