„Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2025 13:35 Michael O'Neill fagnar því að Eiður Smári spili ekki með Íslandi á morgun en hann var magnaður í leik á þessum velli fyrir 19 árum. Samsett/Getty Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Michael O‘Neill sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Windsor Park eftir hádegisæfingu norður-írska liðsins á vellinum í dag. O‘Neill kveðst meðvitaður um hættuna sem stafar af íslenska liðinu eftir góðan sigur Íslands á Skotum á föstudagskvöldið var. Liðin tvö eru að mætast í fyrsta skipti í tæp 20 ár en Ísland mætti Norður-Írum hér á Windsor Park árið 2006 í fyrsta leik í undankeppni EM 2008. Ísland vann leikinn 3-0 með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea og hafði unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð þegar kom að leiknum við Norður-Íra haustið 2006. Hann var lang besti leikmaður vallarins í þessum örugga sigri. O‘Neill var spurður af heimamanni á fundi dagsins hvort hann gæti lofað því að Norður-Írar myndu ekki endurtaka leikinn frá því fyrir 19 árum síðan. „Ég get aldrei lofað einu eða neinu. En ég er glaður að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki til staðar í þessari ferð, sagði O'Neill og uppskar hlátur blaðamanna. „Að öðru leyti skal ég lofa því að við gerum allt til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig,“ bætti hann við. O'Neill mun þó þurfa að glíma við einn Guðjohnsen en Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, er í íslenska hópnum. Hann skoraði fyrsta mark Íslands á Hampden Park á föstudaginn var. Hugrakkt pressulið Íslands Aðspurður um íslenska liðið og góðan 3-1 sigur á Skotum á föstudaginn var segir O'Neill: „Þeir voru aggressívir í pressunni á útivelli, sem var hugrakkt af þeim. Það kom ef til vill smá á óvart. Leikurinn var erfiður fyrir Skotland. Þeir voru sýndu hugrekki með pressuna og voru verðlaunaðir fyrir það,“ „Það er einnig sterkt hvað þeir geta verið hreyfanlegir og sveigjanlegir með liðið sitt. Þeir stækka völlinn, vilja spila frá markmanni. Við þurfum að glíma við það. En þegar lið spila svona eru einnig möguleikar. Þetta ætti að verða góður leikur,“ sagði O'Neill á blaðamannafundi dagsins. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Michael O‘Neill sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Windsor Park eftir hádegisæfingu norður-írska liðsins á vellinum í dag. O‘Neill kveðst meðvitaður um hættuna sem stafar af íslenska liðinu eftir góðan sigur Íslands á Skotum á föstudagskvöldið var. Liðin tvö eru að mætast í fyrsta skipti í tæp 20 ár en Ísland mætti Norður-Írum hér á Windsor Park árið 2006 í fyrsta leik í undankeppni EM 2008. Ísland vann leikinn 3-0 með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea og hafði unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð þegar kom að leiknum við Norður-Íra haustið 2006. Hann var lang besti leikmaður vallarins í þessum örugga sigri. O‘Neill var spurður af heimamanni á fundi dagsins hvort hann gæti lofað því að Norður-Írar myndu ekki endurtaka leikinn frá því fyrir 19 árum síðan. „Ég get aldrei lofað einu eða neinu. En ég er glaður að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki til staðar í þessari ferð, sagði O'Neill og uppskar hlátur blaðamanna. „Að öðru leyti skal ég lofa því að við gerum allt til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig,“ bætti hann við. O'Neill mun þó þurfa að glíma við einn Guðjohnsen en Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, er í íslenska hópnum. Hann skoraði fyrsta mark Íslands á Hampden Park á föstudaginn var. Hugrakkt pressulið Íslands Aðspurður um íslenska liðið og góðan 3-1 sigur á Skotum á föstudaginn var segir O'Neill: „Þeir voru aggressívir í pressunni á útivelli, sem var hugrakkt af þeim. Það kom ef til vill smá á óvart. Leikurinn var erfiður fyrir Skotland. Þeir voru sýndu hugrekki með pressuna og voru verðlaunaðir fyrir það,“ „Það er einnig sterkt hvað þeir geta verið hreyfanlegir og sveigjanlegir með liðið sitt. Þeir stækka völlinn, vilja spila frá markmanni. Við þurfum að glíma við það. En þegar lið spila svona eru einnig möguleikar. Þetta ætti að verða góður leikur,“ sagði O'Neill á blaðamannafundi dagsins. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Golf Fleiri fréttir Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Sjá meira