„Ég er glaður að Eiður Smári sé ekki hérna“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2025 13:35 Michael O'Neill fagnar því að Eiður Smári spili ekki með Íslandi á morgun en hann var magnaður í leik á þessum velli fyrir 19 árum. Samsett/Getty Michael O‘Neill, þjálfari norður-írska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst glaður að Eiður Smári Guðjohnsen sé ekki í landsliði Íslands sem mætir heimamönnum á Windsor Park í Belfast annað kvöld. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Michael O‘Neill sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Windsor Park eftir hádegisæfingu norður-írska liðsins á vellinum í dag. O‘Neill kveðst meðvitaður um hættuna sem stafar af íslenska liðinu eftir góðan sigur Íslands á Skotum á föstudagskvöldið var. Liðin tvö eru að mætast í fyrsta skipti í tæp 20 ár en Ísland mætti Norður-Írum hér á Windsor Park árið 2006 í fyrsta leik í undankeppni EM 2008. Ísland vann leikinn 3-0 með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea og hafði unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð þegar kom að leiknum við Norður-Íra haustið 2006. Hann var lang besti leikmaður vallarins í þessum örugga sigri. O‘Neill var spurður af heimamanni á fundi dagsins hvort hann gæti lofað því að Norður-Írar myndu ekki endurtaka leikinn frá því fyrir 19 árum síðan. „Ég get aldrei lofað einu eða neinu. En ég er glaður að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki til staðar í þessari ferð, sagði O'Neill og uppskar hlátur blaðamanna. „Að öðru leyti skal ég lofa því að við gerum allt til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig,“ bætti hann við. O'Neill mun þó þurfa að glíma við einn Guðjohnsen en Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, er í íslenska hópnum. Hann skoraði fyrsta mark Íslands á Hampden Park á föstudaginn var. Hugrakkt pressulið Íslands Aðspurður um íslenska liðið og góðan 3-1 sigur á Skotum á föstudaginn var segir O'Neill: „Þeir voru aggressívir í pressunni á útivelli, sem var hugrakkt af þeim. Það kom ef til vill smá á óvart. Leikurinn var erfiður fyrir Skotland. Þeir voru sýndu hugrekki með pressuna og voru verðlaunaðir fyrir það,“ „Það er einnig sterkt hvað þeir geta verið hreyfanlegir og sveigjanlegir með liðið sitt. Þeir stækka völlinn, vilja spila frá markmanni. Við þurfum að glíma við það. En þegar lið spila svona eru einnig möguleikar. Þetta ætti að verða góður leikur,“ sagði O'Neill á blaðamannafundi dagsins. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Belfast Michael O‘Neill sat fyrir svörum á blaðamannafundi á Windsor Park eftir hádegisæfingu norður-írska liðsins á vellinum í dag. O‘Neill kveðst meðvitaður um hættuna sem stafar af íslenska liðinu eftir góðan sigur Íslands á Skotum á föstudagskvöldið var. Liðin tvö eru að mætast í fyrsta skipti í tæp 20 ár en Ísland mætti Norður-Írum hér á Windsor Park árið 2006 í fyrsta leik í undankeppni EM 2008. Ísland vann leikinn 3-0 með mörkum Gunnars Heiðars Þorvaldssonar, Hermanns Hreiðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Eiður Smári var þá leikmaður Chelsea og hafði unnið enska meistaratitilinn tvö ár í röð þegar kom að leiknum við Norður-Íra haustið 2006. Hann var lang besti leikmaður vallarins í þessum örugga sigri. O‘Neill var spurður af heimamanni á fundi dagsins hvort hann gæti lofað því að Norður-Írar myndu ekki endurtaka leikinn frá því fyrir 19 árum síðan. „Ég get aldrei lofað einu eða neinu. En ég er glaður að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki til staðar í þessari ferð, sagði O'Neill og uppskar hlátur blaðamanna. „Að öðru leyti skal ég lofa því að við gerum allt til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig,“ bætti hann við. O'Neill mun þó þurfa að glíma við einn Guðjohnsen en Andri Lucas Guðjohnsen, sonur Eiðs Smára, er í íslenska hópnum. Hann skoraði fyrsta mark Íslands á Hampden Park á föstudaginn var. Hugrakkt pressulið Íslands Aðspurður um íslenska liðið og góðan 3-1 sigur á Skotum á föstudaginn var segir O'Neill: „Þeir voru aggressívir í pressunni á útivelli, sem var hugrakkt af þeim. Það kom ef til vill smá á óvart. Leikurinn var erfiður fyrir Skotland. Þeir voru sýndu hugrekki með pressuna og voru verðlaunaðir fyrir það,“ „Það er einnig sterkt hvað þeir geta verið hreyfanlegir og sveigjanlegir með liðið sitt. Þeir stækka völlinn, vilja spila frá markmanni. Við þurfum að glíma við það. En þegar lið spila svona eru einnig möguleikar. Þetta ætti að verða góður leikur,“ sagði O'Neill á blaðamannafundi dagsins. Leikur Norður-Írlands og Íslands er klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 18:20.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Sjá meira