Alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgað á síðustu kvartöld Agnar Már Másson skrifar 4. júní 2025 15:05 Tíðni nauðganna jókst frá árinu 2001 fram til 2018, en síðan hefur þeim heldur fækkað. Vísir/Getty Tíðni rána og alvarlegra ofbeldisbrota hefur aukist á síðustu 25 árum. Heilt yfir hefur glæpatíðni þó dregist saman. Þetta kemur fram á Vísindavefnum, þar sem Snorri Örn Árnason afbrotafræðingur svarar því hvort glæpatíðni hafi aukist á Íslandi undanfarin ár. Í greininni er litið til fjölda skráðra brota síðustu 25 ára í samanburði við íbúafjölda. Á því tímabili má sjá almenna fækkun í hegningarlagabrotum, þar helst þjófnaðarbrotum, sem hefur fækkað verulega frá aldamótum. Skemmdarverkum fækkaði einnig fram til ársins 2013. Ránum hefur hins vegar fjölgað og hefur tíðnin aldrei verið hærri en árin 2023 og 2024. Manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi en Snorri bendir á að að meðaltali séu um tvö manndráp framin á Íslandi á ári. Þegar tölurnar séu svona lágar geti skapast miklar sveiflur ár frá ári. Árin 2022–2024 hafi tíðnin verið óvenju há á íslenskan mælikvarða. Tíðni manndrápa á ári eftir íbúafjölda.Línurit/Vísindavefurinn „Rétt er að hafa í huga að manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi og örlítil fjölgun getur því valdið mikilli sveiflu sem hugsanlega er aðeins frávik í þróuninni,“ skrifar Snorri. Tíðni ofbeldisbrota hefur verið nokkuð stöðug frá árinu 2001 en skráningum minniháttar líkamsárása hefur fjölgað lítillega en árið 2015 tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upp nýtt verklag við meðferð heimilisofbeldis, sem hafði í för með sér fjölgun skráðra minniháttar líkamsárása. Nauðgunum fjölgaði frá árinu 2001 fram til 2018, en hefur síðan þá fækkað. Snorri bendir á að þolendakannanir, þ.e. kannanir á upplifun borgaranna af afbrotum, styðji einnig við niðurstöðurnar úr gagnagrunni lögreglu. Kannanirnar gefi til kynna að afbrotum hafi ýmist fækkað eða þau staðið í stað undanfarin ár. Á heildina hefur tíðni afbrota ekki aukist á Íslandi síðustu ár, heldur fækkað eða tíðni þeirra haldist stöðug frá árinu 2014. Þó séu ákveðin frávik: rán, manndráp og alvarleg ofbeldisbrot. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri tekur jafnframt fram að tölur lögreglu um skráð afbrot gefi ekki alltaf rétta mynd af raunverulegri þróun. Til að fá rétta mynd af glæpatíðni þurfi að skoða tíðni brota yfir lengri tímabil með tilliti til íbúafjölda, horfa til hulinna brota og greina hvort fjölgun sé vegna meiri tilkynninga, aukins eftirlits, eða kerfisbreytinga - frekar en raunverulegrar fjölgunar afbrota. Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Þetta kemur fram á Vísindavefnum, þar sem Snorri Örn Árnason afbrotafræðingur svarar því hvort glæpatíðni hafi aukist á Íslandi undanfarin ár. Í greininni er litið til fjölda skráðra brota síðustu 25 ára í samanburði við íbúafjölda. Á því tímabili má sjá almenna fækkun í hegningarlagabrotum, þar helst þjófnaðarbrotum, sem hefur fækkað verulega frá aldamótum. Skemmdarverkum fækkaði einnig fram til ársins 2013. Ránum hefur hins vegar fjölgað og hefur tíðnin aldrei verið hærri en árin 2023 og 2024. Manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi en Snorri bendir á að að meðaltali séu um tvö manndráp framin á Íslandi á ári. Þegar tölurnar séu svona lágar geti skapast miklar sveiflur ár frá ári. Árin 2022–2024 hafi tíðnin verið óvenju há á íslenskan mælikvarða. Tíðni manndrápa á ári eftir íbúafjölda.Línurit/Vísindavefurinn „Rétt er að hafa í huga að manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi og örlítil fjölgun getur því valdið mikilli sveiflu sem hugsanlega er aðeins frávik í þróuninni,“ skrifar Snorri. Tíðni ofbeldisbrota hefur verið nokkuð stöðug frá árinu 2001 en skráningum minniháttar líkamsárása hefur fjölgað lítillega en árið 2015 tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upp nýtt verklag við meðferð heimilisofbeldis, sem hafði í för með sér fjölgun skráðra minniháttar líkamsárása. Nauðgunum fjölgaði frá árinu 2001 fram til 2018, en hefur síðan þá fækkað. Snorri bendir á að þolendakannanir, þ.e. kannanir á upplifun borgaranna af afbrotum, styðji einnig við niðurstöðurnar úr gagnagrunni lögreglu. Kannanirnar gefi til kynna að afbrotum hafi ýmist fækkað eða þau staðið í stað undanfarin ár. Á heildina hefur tíðni afbrota ekki aukist á Íslandi síðustu ár, heldur fækkað eða tíðni þeirra haldist stöðug frá árinu 2014. Þó séu ákveðin frávik: rán, manndráp og alvarleg ofbeldisbrot. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri tekur jafnframt fram að tölur lögreglu um skráð afbrot gefi ekki alltaf rétta mynd af raunverulegri þróun. Til að fá rétta mynd af glæpatíðni þurfi að skoða tíðni brota yfir lengri tímabil með tilliti til íbúafjölda, horfa til hulinna brota og greina hvort fjölgun sé vegna meiri tilkynninga, aukins eftirlits, eða kerfisbreytinga - frekar en raunverulegrar fjölgunar afbrota.
Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira