Fyrirliði og framtíðarmaður framlengja í Keflavík Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2025 14:12 Keflavík hefur framlengt samning hjá tveimur lykilleikmönnum. vísir Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur framlengt samninga við tvo leikmenn liðsins, fyrirliðann Halldór Garðar Hermannsson og framtíðarmanninn Hilmar Pétursson. Halldór Garðar er 28 ára gamall, 188 sentimetra bakvörður, lykilmaður hjá Keflavík og fyrirliði liðsins. Hann skoraði 10 stig, gaf 2.6 stoðsendingar og greip 2.3 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Hilmar Pétursson er 25 ára gamall, 190 sentimetra bakvörður. Bróðir Sigurðar sem er einnig í Keflavík og sonur Péturs, fyrrum þjálfara liðsins sem lét af störfum um áramótin. Hilmar kom til Keflavíkur í fyrra eftir tvö tímabil í atvinnumennsku með Baskets Munster í næstefstu deild Þýskalands. „Það er afar ánægjulegt að ná samningum við Halldór og Hilmar. Halldór hefur verið burðarás í liðinu og Hilmar er leikmaður sem við höfum mikla trú á að geti tekið stórt skref fram á við með okkur,“ segir formaðurinn Magnús Þorsteinsson í tilkynningu körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. „Halldór Garðar er reynslumikill og traustur leikmaður sem hefur verið fyrirliði liðsins síðustu ár. Hann hefur sýnt mikla leiðtogahæfileika bæði innan vallar sem utan og verður áfram lykilmaður í uppbyggingu liðsins á komandi tímabilum. Hilmar á eftir að kemur sterkur inn í vetur og á eftir að gegna mikilvægu hlutverki í liði félagsins. Hann átti við þrálát meiðsli að stríða síðasta tímabíl en kemur tvíefldur inn“ segir einnig í tilkynningunni. Spila undir stjórn Daníels Guðna Daníel Guðni Guðmundsson var á dögunum ráðinn þjálfari körfuboltaliðs Keflavíkur til næstu tveggja ára. Hann tók við starfinu af Sigurði Ingimundarsyni og Jóni Halldóri Eðvaldssyni sem leystu Pétur Ingvarsson af seinni hluta síðasta tímabils. Keflavík endaði í áttunda sæti deildarinnar og var sópað út úr úrslitakeppninni af Tindastóli. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
Halldór Garðar er 28 ára gamall, 188 sentimetra bakvörður, lykilmaður hjá Keflavík og fyrirliði liðsins. Hann skoraði 10 stig, gaf 2.6 stoðsendingar og greip 2.3 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Hilmar Pétursson er 25 ára gamall, 190 sentimetra bakvörður. Bróðir Sigurðar sem er einnig í Keflavík og sonur Péturs, fyrrum þjálfara liðsins sem lét af störfum um áramótin. Hilmar kom til Keflavíkur í fyrra eftir tvö tímabil í atvinnumennsku með Baskets Munster í næstefstu deild Þýskalands. „Það er afar ánægjulegt að ná samningum við Halldór og Hilmar. Halldór hefur verið burðarás í liðinu og Hilmar er leikmaður sem við höfum mikla trú á að geti tekið stórt skref fram á við með okkur,“ segir formaðurinn Magnús Þorsteinsson í tilkynningu körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. „Halldór Garðar er reynslumikill og traustur leikmaður sem hefur verið fyrirliði liðsins síðustu ár. Hann hefur sýnt mikla leiðtogahæfileika bæði innan vallar sem utan og verður áfram lykilmaður í uppbyggingu liðsins á komandi tímabilum. Hilmar á eftir að kemur sterkur inn í vetur og á eftir að gegna mikilvægu hlutverki í liði félagsins. Hann átti við þrálát meiðsli að stríða síðasta tímabíl en kemur tvíefldur inn“ segir einnig í tilkynningunni. Spila undir stjórn Daníels Guðna Daníel Guðni Guðmundsson var á dögunum ráðinn þjálfari körfuboltaliðs Keflavíkur til næstu tveggja ára. Hann tók við starfinu af Sigurði Ingimundarsyni og Jóni Halldóri Eðvaldssyni sem leystu Pétur Ingvarsson af seinni hluta síðasta tímabils. Keflavík endaði í áttunda sæti deildarinnar og var sópað út úr úrslitakeppninni af Tindastóli.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira