Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, lýsir samningunum sem sögulegum. Með honum fjölgi fangelsisplássum í Svíþjóð verulega.
Fangaklefarnir sem Svíar leigja eru í fangelsi í Tartu, næststærstu borg Eistlands. Fyrir þá greiða Svíar 8.500 evrur á mánuði, jafnvirði rúmra 1,2 milljóna íslenskra króna. Sænska dómsmálaráðuneytið segir það umtalsverðan sparnað því fangelsispláss í sænsku fangelsi kostar um 11.500 evrur, jafnvirði hátt í 1,7 milljóna króna.
Aðeins karlmenn eldri en átján ára gætu verið látnir afplána refsingu sína handan Eystrasaltsins og aðeins þeir sem ekki eru taldir sérstaklega hættulegir, að því er segir í frétt sænska ríkisútvarpsins. Klefarnir í eistneska fangelsinu eru sagðir af sambærilegum gæðum og í Svíþjóð.