Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2025 12:31 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra á von á að þingstörf klárist ekki á tilsettum tíma. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. Tólf frumvörpu hafa verið samþykkt frá áramótum og fimmtíu mál eru í nefndum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru alls sex þingfundir eftir og verður fundað daglega í vikunni. Þingi á að ljúka í næstu viku. „Mér finnst ekkert ólíklegt að við förum svolítið fram yfir en það þurfa ekki endilega að vera svo margir dagar. Það fer allt eftir því hvernig staðan í þinginu þróast á næstu dögum. Samtöl þurfa auðvitað að eiga sér stað á milli þingflokksformanna og í einhverjum tilfellum formanna um hvernig við semjum um þinglok,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Nokkur stór og umdeild mál bíða afgreiðslu - þar á meðal veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra, leigubílafrumvarp innviðaráðherra, frumvarp dómsmálaráðherra um sameiningu sýslumannsembætta og frumvarp um kílómetragjald á bensínbíla. „Við ætlum að klára veiðigjaldafrumvarpið, já, og við ætlum að klára mörg önnur stór mál þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum þinglokum. Við erum til umræðu varðandi ýmislegt og við tökum það til okkar ef það eru sum mál sem þarf að vinna betur. Við erum bara opin í viðræðum við stjórnarandsdtöðuna en við erum með okkar forgangsröðun á hreinu og hún verður tekin til umræðu á næstu dögum.“ Kristrún segir að meirihlutinn vilji auðvitað sjá þau mál sem lögð hafa verið fram fara í gegn. Bókun 35 sé ofarlega á lista, skammtímaleiga, veiðigjöldin og svo fram vegis. „Þetta snýst allt um að við náum ákveðnum samningum á lokametrunum, oftast byggir það á því. Það þarf að vera gagnkvæmur skilningur og virðing fyrir því að það sé vilji til að klára ákveðin mál. Nú þarf bara samtalið að eiga sér stað,“ sagði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bendir ríkisstjórn á „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“ Fjöldi mála bíður nú þegar lokaspretturinn er hafinn á Alþingi. Fundað verður daglega í vikunni og alls eru sjö þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun. Þingflokksformaður Viðreisnar reiknar með að þinglokum seinki um nokkra daga en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakar ríkisstjórn um vanvirðingu við þingið og þingsköp. 2. júní 2025 21:17 Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá. 28. apríl 2025 06:36 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Tólf frumvörpu hafa verið samþykkt frá áramótum og fimmtíu mál eru í nefndum. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru alls sex þingfundir eftir og verður fundað daglega í vikunni. Þingi á að ljúka í næstu viku. „Mér finnst ekkert ólíklegt að við förum svolítið fram yfir en það þurfa ekki endilega að vera svo margir dagar. Það fer allt eftir því hvernig staðan í þinginu þróast á næstu dögum. Samtöl þurfa auðvitað að eiga sér stað á milli þingflokksformanna og í einhverjum tilfellum formanna um hvernig við semjum um þinglok,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Nokkur stór og umdeild mál bíða afgreiðslu - þar á meðal veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra, leigubílafrumvarp innviðaráðherra, frumvarp dómsmálaráðherra um sameiningu sýslumannsembætta og frumvarp um kílómetragjald á bensínbíla. „Við ætlum að klára veiðigjaldafrumvarpið, já, og við ætlum að klára mörg önnur stór mál þannig að við ætlum okkur stóra hluti í þessum þinglokum. Við erum til umræðu varðandi ýmislegt og við tökum það til okkar ef það eru sum mál sem þarf að vinna betur. Við erum bara opin í viðræðum við stjórnarandsdtöðuna en við erum með okkar forgangsröðun á hreinu og hún verður tekin til umræðu á næstu dögum.“ Kristrún segir að meirihlutinn vilji auðvitað sjá þau mál sem lögð hafa verið fram fara í gegn. Bókun 35 sé ofarlega á lista, skammtímaleiga, veiðigjöldin og svo fram vegis. „Þetta snýst allt um að við náum ákveðnum samningum á lokametrunum, oftast byggir það á því. Það þarf að vera gagnkvæmur skilningur og virðing fyrir því að það sé vilji til að klára ákveðin mál. Nú þarf bara samtalið að eiga sér stað,“ sagði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Bendir ríkisstjórn á „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“ Fjöldi mála bíður nú þegar lokaspretturinn er hafinn á Alþingi. Fundað verður daglega í vikunni og alls eru sjö þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun. Þingflokksformaður Viðreisnar reiknar með að þinglokum seinki um nokkra daga en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakar ríkisstjórn um vanvirðingu við þingið og þingsköp. 2. júní 2025 21:17 Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá. 28. apríl 2025 06:36 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Bendir ríkisstjórn á „byrjendanámskeið í verkefnastjórnun“ Fjöldi mála bíður nú þegar lokaspretturinn er hafinn á Alþingi. Fundað verður daglega í vikunni og alls eru sjö þingfundir eftir samkvæmt starfsáætlun. Þingflokksformaður Viðreisnar reiknar með að þinglokum seinki um nokkra daga en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sakar ríkisstjórn um vanvirðingu við þingið og þingsköp. 2. júní 2025 21:17
Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Alþingi kemur aftur saman í dag eftir páskafrí en síðasta þingfundur fór fram 10. apríl síðastliðinn. Samkvæmt dagskrá hefst þingfundur klukkan 15 og eru óundirbúnar fyrirspurnir fyrsta mál á dagskrá. 28. apríl 2025 06:36