Samþjöppunin hefur ekkert að gera með veiðigjöldin Sigurjón Þórðarson skrifar 4. júní 2025 07:12 Þeir sem berjast gegn leiðréttingu veiðigjalda halda því gjarnan fram að leiðréttingin leiði til aukinnar samþjöppunar þar sem hún kippi rekstrarforsendum undan minni útgerðum. Það er öfugsnúið að þessi rök eru gjarnan borin fram af þeim sem vilja hækka lögbundið kvótaþak og þar með greiða fyrir enn meiri samþjöppun í sjávarútvegi. Hvað sem því líður þá kemur frumvarp atvinnuvegráðherra einmitt til móts við minni útgerðir og verið er að skoða enn frekari tilhliðrun fyrir þá minni. Hátt verð á aflaheimildum Heimild til að veiða 1 kg. af þorski er seld fyrir 6.500 kr. á meðan það fást 500 kr. fyrir sama magn á markaði. Hvað skýrir að tilteknir aðilar eru tilbúnir að greiða vel ríflega tífalt hærra verð fyrir veiðiheimildina en fæst fyrir fiskinn. Þar með duga tekjur næsta áratugar ekki fyrir heimildinni einni. Hvers vegna eru menn tilbúnir að borga þetta verð? Þetta gengur ekki upp í neinni hefðbundinni viðskiptaáætlun. Vaxtakostnaðurinn sem er í 6 prósentum um þessar mundir er einn og sér 390 kr. á kíló. Að öllum líkindum er verið að kaupa heimild til að geta selt sjálfum sér fiskinn langt undir markaðsvirði þ.e. á Verðlagsstofuverði. Ef það er gert er jafnvel verið að búa svo um hnúta að hægt sé að losa hagnaðinn í erlendu sölufélagi í eigu stórútgerðarinnar. Mögulega má koma með hagnaðinn til baka úr aflandsfélögum og nota hann til að kaupa upp fyrirtæki á Íslandi, nú eða meiri kvóta. Kynslóðaskipti og nýliðun útilokuð Ekki er ólíklegt að meðalaldur útgerðarmanna hafi verið í kringum fimmtugt þegar kvótakerfið skall á fyrir rúmum 40 árum. Afkomendur þeirra sem nú eru við stjórnvölin í útgerðinni eru því margir orðnir eldri borgarar og því er rétt að spyrja hvort þriðja kynslóðin geti tekið við? Svarið er einfalt – Það er nær ómögulegt. Tökum dæmi af lítilli útgerð sem hefur nú yfir að ráða þrjúhundruð tonnum. Veiðiheimildirnar einar og sér eru um tveggja milljarðar króna virði. Ef viðkomandi útgerðarmaður á þrjú börn þar af eitt sem vill taka við rekstrinum, þyrfti viðkomandi að punga út 1,3 milljörðum til að greiða systkini sín út. Það er mjög ólíklegt að arftakinn fengi fyrirgreiðslu í banka til að taka við þar sem ársvelta þessarar útgerðar yrði um 150 milljónir króna og skuldir vel á annan milljarð króna. Með óbreyttu kerfi mun útgerðin öll á örfáum árum þjappast á stórfyrirtæki sem hafa framangreint forskot þ.e. að geta gert upp langt undir markaðsvirði. Það er mikilvægt að láta algerlega af tvöfaldri verðlagningu. Það er lykillinn að framþróun greinarinnar og eðlilegri nýliðun. En þá mun verðgildi kvótanna líka lækka mikið. Ef einhver telur mig fara með rangt mál þá bið ég viðkomandi um að útskýra hvaða útreikningur annar getur útskýrt 6.500 kr. fyrir eitt kíló af kvóta. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þeir sem berjast gegn leiðréttingu veiðigjalda halda því gjarnan fram að leiðréttingin leiði til aukinnar samþjöppunar þar sem hún kippi rekstrarforsendum undan minni útgerðum. Það er öfugsnúið að þessi rök eru gjarnan borin fram af þeim sem vilja hækka lögbundið kvótaþak og þar með greiða fyrir enn meiri samþjöppun í sjávarútvegi. Hvað sem því líður þá kemur frumvarp atvinnuvegráðherra einmitt til móts við minni útgerðir og verið er að skoða enn frekari tilhliðrun fyrir þá minni. Hátt verð á aflaheimildum Heimild til að veiða 1 kg. af þorski er seld fyrir 6.500 kr. á meðan það fást 500 kr. fyrir sama magn á markaði. Hvað skýrir að tilteknir aðilar eru tilbúnir að greiða vel ríflega tífalt hærra verð fyrir veiðiheimildina en fæst fyrir fiskinn. Þar með duga tekjur næsta áratugar ekki fyrir heimildinni einni. Hvers vegna eru menn tilbúnir að borga þetta verð? Þetta gengur ekki upp í neinni hefðbundinni viðskiptaáætlun. Vaxtakostnaðurinn sem er í 6 prósentum um þessar mundir er einn og sér 390 kr. á kíló. Að öllum líkindum er verið að kaupa heimild til að geta selt sjálfum sér fiskinn langt undir markaðsvirði þ.e. á Verðlagsstofuverði. Ef það er gert er jafnvel verið að búa svo um hnúta að hægt sé að losa hagnaðinn í erlendu sölufélagi í eigu stórútgerðarinnar. Mögulega má koma með hagnaðinn til baka úr aflandsfélögum og nota hann til að kaupa upp fyrirtæki á Íslandi, nú eða meiri kvóta. Kynslóðaskipti og nýliðun útilokuð Ekki er ólíklegt að meðalaldur útgerðarmanna hafi verið í kringum fimmtugt þegar kvótakerfið skall á fyrir rúmum 40 árum. Afkomendur þeirra sem nú eru við stjórnvölin í útgerðinni eru því margir orðnir eldri borgarar og því er rétt að spyrja hvort þriðja kynslóðin geti tekið við? Svarið er einfalt – Það er nær ómögulegt. Tökum dæmi af lítilli útgerð sem hefur nú yfir að ráða þrjúhundruð tonnum. Veiðiheimildirnar einar og sér eru um tveggja milljarðar króna virði. Ef viðkomandi útgerðarmaður á þrjú börn þar af eitt sem vill taka við rekstrinum, þyrfti viðkomandi að punga út 1,3 milljörðum til að greiða systkini sín út. Það er mjög ólíklegt að arftakinn fengi fyrirgreiðslu í banka til að taka við þar sem ársvelta þessarar útgerðar yrði um 150 milljónir króna og skuldir vel á annan milljarð króna. Með óbreyttu kerfi mun útgerðin öll á örfáum árum þjappast á stórfyrirtæki sem hafa framangreint forskot þ.e. að geta gert upp langt undir markaðsvirði. Það er mikilvægt að láta algerlega af tvöfaldri verðlagningu. Það er lykillinn að framþróun greinarinnar og eðlilegri nýliðun. En þá mun verðgildi kvótanna líka lækka mikið. Ef einhver telur mig fara með rangt mál þá bið ég viðkomandi um að útskýra hvaða útreikningur annar getur útskýrt 6.500 kr. fyrir eitt kíló af kvóta. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun