Samþjöppunin hefur ekkert að gera með veiðigjöldin Sigurjón Þórðarson skrifar 4. júní 2025 07:12 Þeir sem berjast gegn leiðréttingu veiðigjalda halda því gjarnan fram að leiðréttingin leiði til aukinnar samþjöppunar þar sem hún kippi rekstrarforsendum undan minni útgerðum. Það er öfugsnúið að þessi rök eru gjarnan borin fram af þeim sem vilja hækka lögbundið kvótaþak og þar með greiða fyrir enn meiri samþjöppun í sjávarútvegi. Hvað sem því líður þá kemur frumvarp atvinnuvegráðherra einmitt til móts við minni útgerðir og verið er að skoða enn frekari tilhliðrun fyrir þá minni. Hátt verð á aflaheimildum Heimild til að veiða 1 kg. af þorski er seld fyrir 6.500 kr. á meðan það fást 500 kr. fyrir sama magn á markaði. Hvað skýrir að tilteknir aðilar eru tilbúnir að greiða vel ríflega tífalt hærra verð fyrir veiðiheimildina en fæst fyrir fiskinn. Þar með duga tekjur næsta áratugar ekki fyrir heimildinni einni. Hvers vegna eru menn tilbúnir að borga þetta verð? Þetta gengur ekki upp í neinni hefðbundinni viðskiptaáætlun. Vaxtakostnaðurinn sem er í 6 prósentum um þessar mundir er einn og sér 390 kr. á kíló. Að öllum líkindum er verið að kaupa heimild til að geta selt sjálfum sér fiskinn langt undir markaðsvirði þ.e. á Verðlagsstofuverði. Ef það er gert er jafnvel verið að búa svo um hnúta að hægt sé að losa hagnaðinn í erlendu sölufélagi í eigu stórútgerðarinnar. Mögulega má koma með hagnaðinn til baka úr aflandsfélögum og nota hann til að kaupa upp fyrirtæki á Íslandi, nú eða meiri kvóta. Kynslóðaskipti og nýliðun útilokuð Ekki er ólíklegt að meðalaldur útgerðarmanna hafi verið í kringum fimmtugt þegar kvótakerfið skall á fyrir rúmum 40 árum. Afkomendur þeirra sem nú eru við stjórnvölin í útgerðinni eru því margir orðnir eldri borgarar og því er rétt að spyrja hvort þriðja kynslóðin geti tekið við? Svarið er einfalt – Það er nær ómögulegt. Tökum dæmi af lítilli útgerð sem hefur nú yfir að ráða þrjúhundruð tonnum. Veiðiheimildirnar einar og sér eru um tveggja milljarðar króna virði. Ef viðkomandi útgerðarmaður á þrjú börn þar af eitt sem vill taka við rekstrinum, þyrfti viðkomandi að punga út 1,3 milljörðum til að greiða systkini sín út. Það er mjög ólíklegt að arftakinn fengi fyrirgreiðslu í banka til að taka við þar sem ársvelta þessarar útgerðar yrði um 150 milljónir króna og skuldir vel á annan milljarð króna. Með óbreyttu kerfi mun útgerðin öll á örfáum árum þjappast á stórfyrirtæki sem hafa framangreint forskot þ.e. að geta gert upp langt undir markaðsvirði. Það er mikilvægt að láta algerlega af tvöfaldri verðlagningu. Það er lykillinn að framþróun greinarinnar og eðlilegri nýliðun. En þá mun verðgildi kvótanna líka lækka mikið. Ef einhver telur mig fara með rangt mál þá bið ég viðkomandi um að útskýra hvaða útreikningur annar getur útskýrt 6.500 kr. fyrir eitt kíló af kvóta. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Þeir sem berjast gegn leiðréttingu veiðigjalda halda því gjarnan fram að leiðréttingin leiði til aukinnar samþjöppunar þar sem hún kippi rekstrarforsendum undan minni útgerðum. Það er öfugsnúið að þessi rök eru gjarnan borin fram af þeim sem vilja hækka lögbundið kvótaþak og þar með greiða fyrir enn meiri samþjöppun í sjávarútvegi. Hvað sem því líður þá kemur frumvarp atvinnuvegráðherra einmitt til móts við minni útgerðir og verið er að skoða enn frekari tilhliðrun fyrir þá minni. Hátt verð á aflaheimildum Heimild til að veiða 1 kg. af þorski er seld fyrir 6.500 kr. á meðan það fást 500 kr. fyrir sama magn á markaði. Hvað skýrir að tilteknir aðilar eru tilbúnir að greiða vel ríflega tífalt hærra verð fyrir veiðiheimildina en fæst fyrir fiskinn. Þar með duga tekjur næsta áratugar ekki fyrir heimildinni einni. Hvers vegna eru menn tilbúnir að borga þetta verð? Þetta gengur ekki upp í neinni hefðbundinni viðskiptaáætlun. Vaxtakostnaðurinn sem er í 6 prósentum um þessar mundir er einn og sér 390 kr. á kíló. Að öllum líkindum er verið að kaupa heimild til að geta selt sjálfum sér fiskinn langt undir markaðsvirði þ.e. á Verðlagsstofuverði. Ef það er gert er jafnvel verið að búa svo um hnúta að hægt sé að losa hagnaðinn í erlendu sölufélagi í eigu stórútgerðarinnar. Mögulega má koma með hagnaðinn til baka úr aflandsfélögum og nota hann til að kaupa upp fyrirtæki á Íslandi, nú eða meiri kvóta. Kynslóðaskipti og nýliðun útilokuð Ekki er ólíklegt að meðalaldur útgerðarmanna hafi verið í kringum fimmtugt þegar kvótakerfið skall á fyrir rúmum 40 árum. Afkomendur þeirra sem nú eru við stjórnvölin í útgerðinni eru því margir orðnir eldri borgarar og því er rétt að spyrja hvort þriðja kynslóðin geti tekið við? Svarið er einfalt – Það er nær ómögulegt. Tökum dæmi af lítilli útgerð sem hefur nú yfir að ráða þrjúhundruð tonnum. Veiðiheimildirnar einar og sér eru um tveggja milljarðar króna virði. Ef viðkomandi útgerðarmaður á þrjú börn þar af eitt sem vill taka við rekstrinum, þyrfti viðkomandi að punga út 1,3 milljörðum til að greiða systkini sín út. Það er mjög ólíklegt að arftakinn fengi fyrirgreiðslu í banka til að taka við þar sem ársvelta þessarar útgerðar yrði um 150 milljónir króna og skuldir vel á annan milljarð króna. Með óbreyttu kerfi mun útgerðin öll á örfáum árum þjappast á stórfyrirtæki sem hafa framangreint forskot þ.e. að geta gert upp langt undir markaðsvirði. Það er mikilvægt að láta algerlega af tvöfaldri verðlagningu. Það er lykillinn að framþróun greinarinnar og eðlilegri nýliðun. En þá mun verðgildi kvótanna líka lækka mikið. Ef einhver telur mig fara með rangt mál þá bið ég viðkomandi um að útskýra hvaða útreikningur annar getur útskýrt 6.500 kr. fyrir eitt kíló af kvóta. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun