Segir Bjarna Benediktssyni að stinga tappa upp í „tengdasoninn“ Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2025 09:51 Brynjar Barkarson (t.v.) er kærasti dóttur Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, (t.h.). Hann hefur undanfarið vakið athygli á sér fyrir andúð á innflytjendum og hælisleitendum. Vísir Dóttir fyrrverandi þingkonu Samfylkingarinnar segir „tengdason“ Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sverta ímynd fjölskyldu hans með rangfærslum um móður hennar. Kærasti dóttur Bjarna var ræðumaður á mótmælafundi andstæðinga hælisleitenda um helgina. Snærós Sindradóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona og dóttir Helgu Völu Helgadóttur, fyrrverandi þingkonu, vekur athygli á ummælum Brynjars Barkarsonar, tónlistarmanns, um móður hennar í færslu á Facebook í gær. Tilefnið virðist vera að Brynjar var á meðal ræðumanna á mótmælafundi gegn „opnum landamærum“ á Austurvelli á laugardag. Ummæli Brynjars sem Snærós vekur athygli á ganga út á að Helga Vala hafi „stórgrætt á hælisiðnaðinum“ í gegnum lögfræðistofu sína og að féð kæmi úr ríkissjóði. Þessu lýsir Snærós sem einni þrálátustu lyginni sem velli upp úr „rasistum landsins“. „Við Bjarna Benediktsson vil ég segja: settu tapp í tengasoninn. Hann er að sverta ímynd fjölskyldu þinnar og verða ykkur til stórfelldrar skammar,“ skrifar Snærós en Brynjar er kærasti Helgu Þóru Bjarnadóttur, dóttur fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Færsla Brynjars Barkarsonar um Helgu Völu Helgadóttur.Facebook Meira en áratugur síðan hún tók að sér talsmannsverkefni Snærós rekur hvernig Helga Vala tók að sér lögmannsstörf fyrir hælisleitendur frá Sýrlandi fyrir meira en áratug líkt og tugir annarra lögmanna gerðu samkvæmt því kerfi sem þá var við lýði. Þegar þáverandi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar færðu alla þjónustu við hælisleitendur til Rauða krossins hafi þessum verkefnum Helgu Völu lokið. Engu að síður haldi fólk sem „hati útlendinga“ og trúi að bólusetningar séu „massastjórnunartæki stjórnvalda“ áfram að berja á Helgu Völu með ósannindum um að hún hafi beinan fjárhagslegan hag af því að hælisleitendur komi til Íslands. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona.Vísir/Bjarni Gagnrýnir Snærós jafnframt vini Helgu Völu og fyrrverandi bandamenn í pólítik sem viti betur fyrir að hafa aldrei tekið upp hanskann fyrir hana þegar farið sé með þessi ósannindi um hana. Helga Vala sjálf lýsir þessum störfum sínum á sama hátt í eigin færslu á Facebook. Bætir hún við að eftir að Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, rifti samningi við Rauða krossinn og fól lögmönnum aftur að taka við þjónustu við hælisleitendur hafi hún ekki tekið að sér eitt einasta slíkt verkefni. „Svona er hluti starfa lögmanns í þágu borgaranna, og ánægjulegt að fá að leiðrétta enn einu sinni síendurtekin ósannindi sem verða ekki sönn þótt tifað sé á þeim í á annan áratug,“ skrifar Helga Vala. Ekki hægt að skálda þessa vitleysu Brynjar, sem einhver þekkja sem tónlistarmann úr hljómsveitinni Club Dub, hefur vakið athygli fyrir kynþáttahyggju á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Hann hefur lýst innflytjendum sem eru íslamstrúar sem „blóðsugum“ sem séu komnar til Íslands til þess að „sjúga kerfið þurrt, nauðga og rífa kjaft“ að því er kom fram í frétt DV fyrr í þessum mánuði. Snærós Sindradóttir segist ekki hafa tjáð sig um rangfærslur um móður sína vegna fyrri starfa sinna. Hún starfaði á Ríkisútvarpinu og áður á Fréttablaðinu.RÚV/Ragnar Visage Eiríkur Rögnvaldsson, heiðursprófessor í íslensku, henti gaman að Brynjari í sinni eigin Facebook-færslu í gær án þess þó að nefna hann á nafn. Brynjar flytur ræðu sína í Manchester United bol merktur Bjarnadóttur, kærustu sinni, á Austurvelli á laugardag.Vísir/Viktor Freyr „Ungur tónlistarmaður í hljómsveitinni ClubDub sem m.a. hefur gefið út lögin „Clubbed up“, „Litli homie“, „Fresh Alla Daga“, „Booty“ og „Bad Bitch í Reykjavík“ lýsir sérstökum áhyggjum af áhrifum útlendinga á íslenska tungu og menningu. Eins og hann myndi örugglega orða þetta: You can‘t make this shit up,“ skrifar Eiríkur en lokaorðin mætti þýða „það er ekki hægt að skálda þessa vitleysu“. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð í henni að Facebook-færsla Brynjars um Helgu Völu væri gömul en það rétt er að hún var sett inn nú um helgina. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Snærós Sindradóttir, fyrrverandi fjölmiðlakona og dóttir Helgu Völu Helgadóttur, fyrrverandi þingkonu, vekur athygli á ummælum Brynjars Barkarsonar, tónlistarmanns, um móður hennar í færslu á Facebook í gær. Tilefnið virðist vera að Brynjar var á meðal ræðumanna á mótmælafundi gegn „opnum landamærum“ á Austurvelli á laugardag. Ummæli Brynjars sem Snærós vekur athygli á ganga út á að Helga Vala hafi „stórgrætt á hælisiðnaðinum“ í gegnum lögfræðistofu sína og að féð kæmi úr ríkissjóði. Þessu lýsir Snærós sem einni þrálátustu lyginni sem velli upp úr „rasistum landsins“. „Við Bjarna Benediktsson vil ég segja: settu tapp í tengasoninn. Hann er að sverta ímynd fjölskyldu þinnar og verða ykkur til stórfelldrar skammar,“ skrifar Snærós en Brynjar er kærasti Helgu Þóru Bjarnadóttur, dóttur fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Færsla Brynjars Barkarsonar um Helgu Völu Helgadóttur.Facebook Meira en áratugur síðan hún tók að sér talsmannsverkefni Snærós rekur hvernig Helga Vala tók að sér lögmannsstörf fyrir hælisleitendur frá Sýrlandi fyrir meira en áratug líkt og tugir annarra lögmanna gerðu samkvæmt því kerfi sem þá var við lýði. Þegar þáverandi ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar færðu alla þjónustu við hælisleitendur til Rauða krossins hafi þessum verkefnum Helgu Völu lokið. Engu að síður haldi fólk sem „hati útlendinga“ og trúi að bólusetningar séu „massastjórnunartæki stjórnvalda“ áfram að berja á Helgu Völu með ósannindum um að hún hafi beinan fjárhagslegan hag af því að hælisleitendur komi til Íslands. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona.Vísir/Bjarni Gagnrýnir Snærós jafnframt vini Helgu Völu og fyrrverandi bandamenn í pólítik sem viti betur fyrir að hafa aldrei tekið upp hanskann fyrir hana þegar farið sé með þessi ósannindi um hana. Helga Vala sjálf lýsir þessum störfum sínum á sama hátt í eigin færslu á Facebook. Bætir hún við að eftir að Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra, rifti samningi við Rauða krossinn og fól lögmönnum aftur að taka við þjónustu við hælisleitendur hafi hún ekki tekið að sér eitt einasta slíkt verkefni. „Svona er hluti starfa lögmanns í þágu borgaranna, og ánægjulegt að fá að leiðrétta enn einu sinni síendurtekin ósannindi sem verða ekki sönn þótt tifað sé á þeim í á annan áratug,“ skrifar Helga Vala. Ekki hægt að skálda þessa vitleysu Brynjar, sem einhver þekkja sem tónlistarmann úr hljómsveitinni Club Dub, hefur vakið athygli fyrir kynþáttahyggju á samfélagsmiðlum undanfarin misseri. Hann hefur lýst innflytjendum sem eru íslamstrúar sem „blóðsugum“ sem séu komnar til Íslands til þess að „sjúga kerfið þurrt, nauðga og rífa kjaft“ að því er kom fram í frétt DV fyrr í þessum mánuði. Snærós Sindradóttir segist ekki hafa tjáð sig um rangfærslur um móður sína vegna fyrri starfa sinna. Hún starfaði á Ríkisútvarpinu og áður á Fréttablaðinu.RÚV/Ragnar Visage Eiríkur Rögnvaldsson, heiðursprófessor í íslensku, henti gaman að Brynjari í sinni eigin Facebook-færslu í gær án þess þó að nefna hann á nafn. Brynjar flytur ræðu sína í Manchester United bol merktur Bjarnadóttur, kærustu sinni, á Austurvelli á laugardag.Vísir/Viktor Freyr „Ungur tónlistarmaður í hljómsveitinni ClubDub sem m.a. hefur gefið út lögin „Clubbed up“, „Litli homie“, „Fresh Alla Daga“, „Booty“ og „Bad Bitch í Reykjavík“ lýsir sérstökum áhyggjum af áhrifum útlendinga á íslenska tungu og menningu. Eins og hann myndi örugglega orða þetta: You can‘t make this shit up,“ skrifar Eiríkur en lokaorðin mætti þýða „það er ekki hægt að skálda þessa vitleysu“. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega stóð í henni að Facebook-færsla Brynjars um Helgu Völu væri gömul en það rétt er að hún var sett inn nú um helgina.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent