„Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. maí 2025 11:34 Frá mótmælum fyrir utan utanríkisráðuneytið fyrr í þessum mánuði. Vísir/Anton Brink Tvenn mótmæli, önnur sögð gegn stefnu sjórnvalda í málum hælisleitenda og hin gegn rasisma, fara fram á sama tíma í miðbæ Reykjavíkur í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið rætt að mótmælin verði ekki friðsamleg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að ofbeldi verði beitt á mótmælunum. Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hópurinn krefst meðal annars þess að fimm ára hlé verði á nýjum hælisumsóknum á meðan kerfið er endurskoðað frá grunni og að hætt verði með fjölskyldusameiningar hælisleitenda. Fundurinn hefst klukkan tvö og meðal ræðumanna eru Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Fréttin.is, og tónlistarmaðurinn Brynjar Barkarson úr ClubDub. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað. Skipuleggjendur segja að fólk þurfi að standa sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Færðu mótmælin vegna hótana um ofbeldi Í kjölfar þess að boðað var til seinni mótmælanna hófust samtöl á spjallrásum tengdum fyrri mótmælunum þar sem hvatt var til ofbeldis gegn meðlimum No Borders og öðrum. Meðal skilaboða eru: „Það þarf að gera eitthvað róttækt. Friðsamleg mómæli virka ekki á yfirvöld. Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið er það eina sem það skilur“ og „Ég vil slagsmál. Reka þetta drasl héðan með ofbeldi.“ Vegna þessara samskipta ákváðu meðlimir No Borders að færa sín mótmæli á Ingólfstorg. Þá hefjast þau klukkutíma á undan hinum mótmælunum. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu verða með eitthvað aukið viðbragð vegna mótmælanna. Hann segist hafa fengið ábendingu um að fólk hvetji til ofbeldis. „Ég rak augun í þetta í gær, eftir ábendingu, og við höfum ekki skoðað þetta frekar. Fólk er að tala á móti ofbeldi og ég vona að fyrst fólk vill ekki ofbeldi og mótmælir stríðsástandi að þetta verði bara rólegt og gott hjá okkur.“ Hann segir ekki æskilegt að mótmælin séu svo nálægt hvort öðru. „Ef ég mætti velja í mínum draumaheimi myndi ég vilja hafa þetta á sitthvorum stað á sitthvorum tíma. Það væri þægilegt og einfaldara en ég hef ekki stórar áhyggjur af þessu.“ Lögreglumál Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hópurinn krefst meðal annars þess að fimm ára hlé verði á nýjum hælisumsóknum á meðan kerfið er endurskoðað frá grunni og að hætt verði með fjölskyldusameiningar hælisleitenda. Fundurinn hefst klukkan tvö og meðal ræðumanna eru Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Fréttin.is, og tónlistarmaðurinn Brynjar Barkarson úr ClubDub. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað. Skipuleggjendur segja að fólk þurfi að standa sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Færðu mótmælin vegna hótana um ofbeldi Í kjölfar þess að boðað var til seinni mótmælanna hófust samtöl á spjallrásum tengdum fyrri mótmælunum þar sem hvatt var til ofbeldis gegn meðlimum No Borders og öðrum. Meðal skilaboða eru: „Það þarf að gera eitthvað róttækt. Friðsamleg mómæli virka ekki á yfirvöld. Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið er það eina sem það skilur“ og „Ég vil slagsmál. Reka þetta drasl héðan með ofbeldi.“ Vegna þessara samskipta ákváðu meðlimir No Borders að færa sín mótmæli á Ingólfstorg. Þá hefjast þau klukkutíma á undan hinum mótmælunum. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu verða með eitthvað aukið viðbragð vegna mótmælanna. Hann segist hafa fengið ábendingu um að fólk hvetji til ofbeldis. „Ég rak augun í þetta í gær, eftir ábendingu, og við höfum ekki skoðað þetta frekar. Fólk er að tala á móti ofbeldi og ég vona að fyrst fólk vill ekki ofbeldi og mótmælir stríðsástandi að þetta verði bara rólegt og gott hjá okkur.“ Hann segir ekki æskilegt að mótmælin séu svo nálægt hvort öðru. „Ef ég mætti velja í mínum draumaheimi myndi ég vilja hafa þetta á sitthvorum stað á sitthvorum tíma. Það væri þægilegt og einfaldara en ég hef ekki stórar áhyggjur af þessu.“
Lögreglumál Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira