„Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. maí 2025 11:34 Frá mótmælum fyrir utan utanríkisráðuneytið fyrr í þessum mánuði. Vísir/Anton Brink Tvenn mótmæli, önnur sögð gegn stefnu sjórnvalda í málum hælisleitenda og hin gegn rasisma, fara fram á sama tíma í miðbæ Reykjavíkur í dag. Á samfélagsmiðlum hefur verið rætt að mótmælin verði ekki friðsamleg. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að ofbeldi verði beitt á mótmælunum. Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hópurinn krefst meðal annars þess að fimm ára hlé verði á nýjum hælisumsóknum á meðan kerfið er endurskoðað frá grunni og að hætt verði með fjölskyldusameiningar hælisleitenda. Fundurinn hefst klukkan tvö og meðal ræðumanna eru Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Fréttin.is, og tónlistarmaðurinn Brynjar Barkarson úr ClubDub. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað. Skipuleggjendur segja að fólk þurfi að standa sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Færðu mótmælin vegna hótana um ofbeldi Í kjölfar þess að boðað var til seinni mótmælanna hófust samtöl á spjallrásum tengdum fyrri mótmælunum þar sem hvatt var til ofbeldis gegn meðlimum No Borders og öðrum. Meðal skilaboða eru: „Það þarf að gera eitthvað róttækt. Friðsamleg mómæli virka ekki á yfirvöld. Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið er það eina sem það skilur“ og „Ég vil slagsmál. Reka þetta drasl héðan með ofbeldi.“ Vegna þessara samskipta ákváðu meðlimir No Borders að færa sín mótmæli á Ingólfstorg. Þá hefjast þau klukkutíma á undan hinum mótmælunum. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu verða með eitthvað aukið viðbragð vegna mótmælanna. Hann segist hafa fengið ábendingu um að fólk hvetji til ofbeldis. „Ég rak augun í þetta í gær, eftir ábendingu, og við höfum ekki skoðað þetta frekar. Fólk er að tala á móti ofbeldi og ég vona að fyrst fólk vill ekki ofbeldi og mótmælir stríðsástandi að þetta verði bara rólegt og gott hjá okkur.“ Hann segir ekki æskilegt að mótmælin séu svo nálægt hvort öðru. „Ef ég mætti velja í mínum draumaheimi myndi ég vilja hafa þetta á sitthvorum stað á sitthvorum tíma. Það væri þægilegt og einfaldara en ég hef ekki stórar áhyggjur af þessu.“ Lögreglumál Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Hópurinn Ísland, þvert á flokka boðaði fyrir nokkrum vikum til mótmælafundar á Austurvelli vegna stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Hópurinn krefst meðal annars þess að fimm ára hlé verði á nýjum hælisumsóknum á meðan kerfið er endurskoðað frá grunni og að hætt verði með fjölskyldusameiningar hælisleitenda. Fundurinn hefst klukkan tvö og meðal ræðumanna eru Margrét Friðriksdóttir, eigandi vefsíðunnar Fréttin.is, og tónlistarmaðurinn Brynjar Barkarson úr ClubDub. Vegna þessara mótmæla boðuðu samtökin No Borders til annarra mótmæla á sama tíma og sama stað. Skipuleggjendur segja að fólk þurfi að standa sameinað gegn rasisma og aðskilnaði. Færðu mótmælin vegna hótana um ofbeldi Í kjölfar þess að boðað var til seinni mótmælanna hófust samtöl á spjallrásum tengdum fyrri mótmælunum þar sem hvatt var til ofbeldis gegn meðlimum No Borders og öðrum. Meðal skilaboða eru: „Það þarf að gera eitthvað róttækt. Friðsamleg mómæli virka ekki á yfirvöld. Mæta á næstu Palestínumótmæli og berja þetta lið er það eina sem það skilur“ og „Ég vil slagsmál. Reka þetta drasl héðan með ofbeldi.“ Vegna þessara samskipta ákváðu meðlimir No Borders að færa sín mótmæli á Ingólfstorg. Þá hefjast þau klukkutíma á undan hinum mótmælunum. Kristján Helgi Þráinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögreglu verða með eitthvað aukið viðbragð vegna mótmælanna. Hann segist hafa fengið ábendingu um að fólk hvetji til ofbeldis. „Ég rak augun í þetta í gær, eftir ábendingu, og við höfum ekki skoðað þetta frekar. Fólk er að tala á móti ofbeldi og ég vona að fyrst fólk vill ekki ofbeldi og mótmælir stríðsástandi að þetta verði bara rólegt og gott hjá okkur.“ Hann segir ekki æskilegt að mótmælin séu svo nálægt hvort öðru. „Ef ég mætti velja í mínum draumaheimi myndi ég vilja hafa þetta á sitthvorum stað á sitthvorum tíma. Það væri þægilegt og einfaldara en ég hef ekki stórar áhyggjur af þessu.“
Lögreglumál Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira