Leita „Skrattans í Ozarkfjöllum“ í hellum og skógum Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2025 15:41 Grant Hardin hefur gengið undir nafninu „Skrattinn í Ozarkfjöllum". AP Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Ozark-fjöllunum í Bandaríkjunum að strokufanga sem gengur undir nafninu „Skrattinn í Ozarkfjöllum“. Hann heitir Grant Hardin og er fyrrverandi lögreglustjóri sem dæmdur var árið 2017 fyrir morð og nauðgun. Hardin strauk úr fangelsi á dögunum en fjöllin eru erfið til leitar þar sem finna má fjölmarga hella, yfirgefna skúra og marga aðra felustaði. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur heitið tíu þúsund dölum fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Hardins. Hardin, sem er 56 ára gamall, var lögreglustjóri í bænum Gateway í Arkansas. Hann var handtekinn árið 2017 vegna gruns um að hann hefði skotið mág borgarstjóra Gateway í höfuðið og játaði hann morðið. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi en var seinna meir dæmdur í fimmtíu ára fangelsi til viðbótar fyrir nauðgun frá 1997, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það kom í ljós árið 2019 þegar lífsýni frá nauðgunni voru borin saman við önnur sýni í kerfum yfirvalda í Bandaríkjanna. Þá hafði sýni lögreglustjórans verið bætt í kerfið 2017. Heimildarmynd var gerð um mál Hardins, sem kallast „Skrattinn í Ozarkfjöllum“ Hann strauk úr fangelsi á sunnudaginn með því að klæðast fötum sem líktust lögreglubúning og opnaði vörður dyr fyrir honum án þess að skoða skírteini hans eða skoða hann nánar. Búninginn mun hann hafa búið til sjálfur og er til rannsóknar hvort hann hafi getað gert það vegna starfa hans í eldhúsi fangelsisins. Hardin í þykjustu lögreglubúningnum sínum á leið úr fangelsinu á sunnudaginn.AP/Fangelsismálayfirvöld í Arkansas Sporhundur komst fljótt á spor „djöfulsins“ en tapaði lyktinni tiltölulega fljótt vegna mikillar rigningar. Lögreglan segir marga slíka hunda notaða til leitarinnar í fjöllunum en slæmt veður hefur komið niður á leitinni. Engar fregnir hafa borist af því að einhverjar vísbendingar um Hardin hafi fundist frá því hann flúði. Talsmenn lögreglunnar segja þó að þar til annað komi í ljós verði gert ráð fyrir að hann sé enn á svæðinu og verður leitað þar. Leitin er þó erfið, bæði vegna slæms veðurs, og vegna fjölmargra felustaða á svæðinu. Um er að ræða fjalllendi sem er að miklu leyti skógi vaxið. Þarna eru fjölmargir og djúpir hellar auk alls konar skúra og skála og er Hardin kunnugur staðháttum, ef svo má segja. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir að á svæðinu kringum fangelsið þar sem Hardin strauk megi finna fjölmarga hella. Þeir séu mögulega hvergi fleiri í öllu Arkansas. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hefur heitið tíu þúsund dölum fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Hardins. Hardin, sem er 56 ára gamall, var lögreglustjóri í bænum Gateway í Arkansas. Hann var handtekinn árið 2017 vegna gruns um að hann hefði skotið mág borgarstjóra Gateway í höfuðið og játaði hann morðið. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi en var seinna meir dæmdur í fimmtíu ára fangelsi til viðbótar fyrir nauðgun frá 1997, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það kom í ljós árið 2019 þegar lífsýni frá nauðgunni voru borin saman við önnur sýni í kerfum yfirvalda í Bandaríkjanna. Þá hafði sýni lögreglustjórans verið bætt í kerfið 2017. Heimildarmynd var gerð um mál Hardins, sem kallast „Skrattinn í Ozarkfjöllum“ Hann strauk úr fangelsi á sunnudaginn með því að klæðast fötum sem líktust lögreglubúning og opnaði vörður dyr fyrir honum án þess að skoða skírteini hans eða skoða hann nánar. Búninginn mun hann hafa búið til sjálfur og er til rannsóknar hvort hann hafi getað gert það vegna starfa hans í eldhúsi fangelsisins. Hardin í þykjustu lögreglubúningnum sínum á leið úr fangelsinu á sunnudaginn.AP/Fangelsismálayfirvöld í Arkansas Sporhundur komst fljótt á spor „djöfulsins“ en tapaði lyktinni tiltölulega fljótt vegna mikillar rigningar. Lögreglan segir marga slíka hunda notaða til leitarinnar í fjöllunum en slæmt veður hefur komið niður á leitinni. Engar fregnir hafa borist af því að einhverjar vísbendingar um Hardin hafi fundist frá því hann flúði. Talsmenn lögreglunnar segja þó að þar til annað komi í ljós verði gert ráð fyrir að hann sé enn á svæðinu og verður leitað þar. Leitin er þó erfið, bæði vegna slæms veðurs, og vegna fjölmargra felustaða á svæðinu. Um er að ræða fjalllendi sem er að miklu leyti skógi vaxið. Þarna eru fjölmargir og djúpir hellar auk alls konar skúra og skála og er Hardin kunnugur staðháttum, ef svo má segja. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir að á svæðinu kringum fangelsið þar sem Hardin strauk megi finna fjölmarga hella. Þeir séu mögulega hvergi fleiri í öllu Arkansas.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira