Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. maí 2025 13:11 Þórdís Dröfn Andrésdóttir er forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis. aðsend mynd Stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur fyrirskipað öllum sendirráðum landsins að hætta tímabundið að taka við umsóknum námsmanna um vegabréfsáritanir. Forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis hefur áhyggjur af stöðunni og segir alvarlegt að vegið sé að tjáningarfrelsi þeirra sem hyggja á nám í Bandaríkjunum, og hvetur námsmenn sem fundið hafa fyrir áhrifum þessa til að leita til samtakanna og deila reynslu sinni. Í morgun bárust fréttir af því að Bandaríkjastjórn hafi gefið út þau fyrirmæli til sendiráða landsins um að hætta tímabundið að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta sé gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig fyrir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að rannsaka ítarlega samfélagsmiðlanotkun umsækjanda. Þórdís Dröfn Andrésdóttir, forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis, hefur áhyggjur af áhrifum þessa á íslenska námsmenn sem hyggja á nám í Bandaríkjunum. „Nú hafa ekki verið gefnar út mjög nákvæmar upplýsingar. En við höfum áhyggjur af því að þetta muni hafa áhrif og við höfum að sjálfsögðu líka áhyggjur af því að þetta muni fæla suma frá því að yfir höfuð sækja nám í Bandaríkjunum,“ segir Þórdís. Þórdís Dröfn hvetur námsmenn til að leita til samtakanna og deila reynslu sinni.aðsend mynd Þykir óeðlilegt að ummæli á samfélagsmiðlum hafi áhrif á tækifæri Í umfjöllun CBS um málið er vísað í minnisblað sem utanríkisráðherrann Marco Rubio sendi öllum sendiherrum Bandaríkjanna. Þar er tekið fram að ekki verði tekið við fleiri umsóknum þar til nánari fyrirmæli liggi fyrir. „Við höfum ekki ennþá fengið dæmisögur en námsmönnum er auðvitað velkomið að hafa samband við okkur og við viljum heyra hvaða áhrif þetta hefur af því við erum líka í nánu samstarfi við háskólamálaráðuneytið, þannig að það er gott að vita hvaða áhrif þetta hefur á einstaklinga um leið og áhrifin koma fram,“ segir Þórdís. Þórdís telur varhugavert til standi að rannsaka hegðun námsmanna á samfélagsmiðlum sem geti haft áhrif á umsókn þeirra. „Okkur þykir þetta alls ekki eðlilegt og þetta kemur okkur þannig fyrir sjónir að fólk sem að muni hugsanlega og hafi tjáð sínar skoðanir á hinum ýmsu samfélagsmálum muni ekki fá sömu tækifæri og þeir sem hafi kannski ekki gert það. Þannig að þetta lítur ekki vel út og við viljum auðvitað að fólk geti tjáð sínar skoðanir opinberlega án þess að geta síðan ekki sótt nám erlendis,“ segir Þórdís. Uppfært klukkan 13:40 Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu á Íslandi geta umsækjendur um vegabréfsáritun haldið áfram að senda inn umsóknir. Ræðisskrifstofur aðlagi stöðugt tímaáætlanir til að nægur tími gefist til að fara vandlega yfir þau mál sem fyrir liggja. Skóla- og menntamál Donald Trump Bandaríkin Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Í morgun bárust fréttir af því að Bandaríkjastjórn hafi gefið út þau fyrirmæli til sendiráða landsins um að hætta tímabundið að taka við beiðnum frá námsmönnum um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þetta sé gert til þess að yfirvöld geti undirbúið sig fyrir nánari skoðun á hverri umsókn, meðal annars með því að rannsaka ítarlega samfélagsmiðlanotkun umsækjanda. Þórdís Dröfn Andrésdóttir, forseti Sambands íslenskra námsmanna erlendis, hefur áhyggjur af áhrifum þessa á íslenska námsmenn sem hyggja á nám í Bandaríkjunum. „Nú hafa ekki verið gefnar út mjög nákvæmar upplýsingar. En við höfum áhyggjur af því að þetta muni hafa áhrif og við höfum að sjálfsögðu líka áhyggjur af því að þetta muni fæla suma frá því að yfir höfuð sækja nám í Bandaríkjunum,“ segir Þórdís. Þórdís Dröfn hvetur námsmenn til að leita til samtakanna og deila reynslu sinni.aðsend mynd Þykir óeðlilegt að ummæli á samfélagsmiðlum hafi áhrif á tækifæri Í umfjöllun CBS um málið er vísað í minnisblað sem utanríkisráðherrann Marco Rubio sendi öllum sendiherrum Bandaríkjanna. Þar er tekið fram að ekki verði tekið við fleiri umsóknum þar til nánari fyrirmæli liggi fyrir. „Við höfum ekki ennþá fengið dæmisögur en námsmönnum er auðvitað velkomið að hafa samband við okkur og við viljum heyra hvaða áhrif þetta hefur af því við erum líka í nánu samstarfi við háskólamálaráðuneytið, þannig að það er gott að vita hvaða áhrif þetta hefur á einstaklinga um leið og áhrifin koma fram,“ segir Þórdís. Þórdís telur varhugavert til standi að rannsaka hegðun námsmanna á samfélagsmiðlum sem geti haft áhrif á umsókn þeirra. „Okkur þykir þetta alls ekki eðlilegt og þetta kemur okkur þannig fyrir sjónir að fólk sem að muni hugsanlega og hafi tjáð sínar skoðanir á hinum ýmsu samfélagsmálum muni ekki fá sömu tækifæri og þeir sem hafi kannski ekki gert það. Þannig að þetta lítur ekki vel út og við viljum auðvitað að fólk geti tjáð sínar skoðanir opinberlega án þess að geta síðan ekki sótt nám erlendis,“ segir Þórdís. Uppfært klukkan 13:40 Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska sendiráðinu á Íslandi geta umsækjendur um vegabréfsáritun haldið áfram að senda inn umsóknir. Ræðisskrifstofur aðlagi stöðugt tímaáætlanir til að nægur tími gefist til að fara vandlega yfir þau mál sem fyrir liggja.
Skóla- og menntamál Donald Trump Bandaríkin Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira