Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. maí 2025 11:15 Margrét Þóra Sæmunsdóttir skipulagsfræðingur rannsakaði ástæður fólks fyrir því að flytja af höfuðborgarsvæðinu á Selfoss. Vísir/Bylgjan/Vilhelm Búsetuóskir um sérbýli, einkagarð og fjölskylduvænt umhverfi er meginástæður flutnings fólks af höfuðborgarsvæðinu út á land. Fólk sættir sig við lengri ferðatíma til vinnu á höfuðborgarsvæðinu til að uppfylla þessar óskir og einfalda daglegt líf. Þetta er meðal þess sem kemur fram í meistararitgerðinni „Búsetuóskir og val á ferðamáta – Ákvörðun um flutning til þéttbýlisstaða í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins í tilviki Selfoss“ sem Margrét Þóra Sæmundsdóttir skrifaði í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Margrét rannskaði þar ákvörðun fólks um að flytja af höfuðborgarsvæðinu á Selfoss. Rannsóknin byggði á spurningakönnun sem var lögð fyrir fimmtíu nýaðflutta íbúa Selfoss og síðan tók Margrét viðtöl við þrjá þeirra. Margrét ræddi ritgerðina og niðurstöður hennar í Bítinu í morgun. Sérbýli og fjölskylduvænt umhverfi Ein helsta ástæðan fyrir flutningum fólks var möguleikinn á ódýrara húsnæði og sérbýli að sögn Margrétar. „Fólk hafði mikinn áhuga á að fara í einbýli, par- eða raðhús með garði sem var á betra verði en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Margrét. Fjöldi fólks hefur flutt á Selfoss á síðustu árum.Vísir/Einar Það hlýtur að vera eitthvað fleira sem togar í? „Það var líka rólegra umhverfi, að vera nær náttúrunni og í fjölskylduvænu umhverfi, að það væri stutt að fara í skólann fyrir krakkana og vera nær grunnþjónustu,“ segir Margrét. Fólk sækist meira í frið og ró. „Fólk talaði mikið um að umferðin á höfuðborgarsvæðinu væri orðin of mikil og það vildi losna við umferð og umferðarteppur,“ segir Margrét. Fjarvinna hafi breytt umhverfinu Rannsóknin sýndi að fólk hafði ekki tengsl við Selfoss þegar það flutti en var tilbúið að sætta sig við flutninginn því það fékk búsetuóskir sínar uppfylltar. Meðal þess sem skipti miklu máli var öryggi barna. „Að börnin geti farið sjálf í skólann, labbað sjálf og að börnin þurfi ekki að þvera stórar umferðargötur heldur geti labbað milli hverfa og húsa,“ segir Margrét. Flestir hafi flutt frá Reykjavík en þó hafi verið góð dreifing af öllu höfuðborgarsvæðinu. Íbúar hafi aðallega verið barnafjölskyldur og eldri hjón. Maður tapar tíma að keyra á milli, hefur það engin áhrif? „Fjarvinna hefur breytt umhverfinu aðeins, fólk sem vinnur á höfuðborgarsvæðinu vinnur einu sinni til þrisvar í viku í fjarvinnu heima. Það náttúrulega sparar tíma og fólk talaði um að það skipti mjög miklu máli að geta gert það,“ segir Margrét. „Svo voru líka margir sem fluttu á Selfoss og vinna á Selfossi. Þannig það eru vísbendingar um að fólk hafi mögulega skipt um vinnu og unnið á Selfossi til að vera nær heimilinu,“ segir Margrét. Telur þéttingastefnu og breyttar neysluvenjur hafa áhrif Breyttar neysluvenjur og áhrif þéttingastefnu hafi áhrif á flutninga barnafjölskyldna frá höfuðborgarsvæðinu. Fjölgi brottfluttum sem vinna áfram í borginni muni umferð þyngjast við Ölfusárbrú og Rauðavatn. „Fólk þarf ekki að búa alveg við vinnustaðinn og þjónustuna. Það kom líka fram að það er auðvelt að fá heimsent, það þarf ekki að fara á höfuðborgarsvæðið, það þarf ekki að fara í Kringluna til að kaupa sér föt,“ segir Margrét. „Þessi þéttingastefna sem er í gangi er kannski ekki að taka tillit til allra samfélagshópa. Það sýnir sig bara að barnafjölskyldur eru að flytja burt, það kom fram í rannsókninni. Þá má maður alveg hugsa hvort skipulagið á höfuðborgarsvæðinu sé að fara í rétta átt eða hvort hægt sé að gera eitthvað öðruvísi,“ segir hún. Er hægt að nýta þetta verkefni eitthvað áfram? „Þetta sýnir að ef fólk ætlar að halda áfram að flytja og allir keyra einir á bílnum sínum í vinnuna mun ferðatíminn aukast og umferðaraðirnar, eins og við Ölfusárbrúnna og Rauðavatn, munu lengjast. Það er ekki gott og það þarf einhvern veginn að bregðast við og góð leið væri að efla almenningssamgöngur og fá fleiri í það. En svo er mjög sterk bílamenning á Íslandi og fólk vill vera á bílnum þannig þetta er flókið,“ Skipulag Árborg Umferð Bítið Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í meistararitgerðinni „Búsetuóskir og val á ferðamáta – Ákvörðun um flutning til þéttbýlisstaða í jaðri vinnusóknarsvæðis höfuðborgarsvæðisins í tilviki Selfoss“ sem Margrét Þóra Sæmundsdóttir skrifaði í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands. Margrét rannskaði þar ákvörðun fólks um að flytja af höfuðborgarsvæðinu á Selfoss. Rannsóknin byggði á spurningakönnun sem var lögð fyrir fimmtíu nýaðflutta íbúa Selfoss og síðan tók Margrét viðtöl við þrjá þeirra. Margrét ræddi ritgerðina og niðurstöður hennar í Bítinu í morgun. Sérbýli og fjölskylduvænt umhverfi Ein helsta ástæðan fyrir flutningum fólks var möguleikinn á ódýrara húsnæði og sérbýli að sögn Margrétar. „Fólk hafði mikinn áhuga á að fara í einbýli, par- eða raðhús með garði sem var á betra verði en á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Margrét. Fjöldi fólks hefur flutt á Selfoss á síðustu árum.Vísir/Einar Það hlýtur að vera eitthvað fleira sem togar í? „Það var líka rólegra umhverfi, að vera nær náttúrunni og í fjölskylduvænu umhverfi, að það væri stutt að fara í skólann fyrir krakkana og vera nær grunnþjónustu,“ segir Margrét. Fólk sækist meira í frið og ró. „Fólk talaði mikið um að umferðin á höfuðborgarsvæðinu væri orðin of mikil og það vildi losna við umferð og umferðarteppur,“ segir Margrét. Fjarvinna hafi breytt umhverfinu Rannsóknin sýndi að fólk hafði ekki tengsl við Selfoss þegar það flutti en var tilbúið að sætta sig við flutninginn því það fékk búsetuóskir sínar uppfylltar. Meðal þess sem skipti miklu máli var öryggi barna. „Að börnin geti farið sjálf í skólann, labbað sjálf og að börnin þurfi ekki að þvera stórar umferðargötur heldur geti labbað milli hverfa og húsa,“ segir Margrét. Flestir hafi flutt frá Reykjavík en þó hafi verið góð dreifing af öllu höfuðborgarsvæðinu. Íbúar hafi aðallega verið barnafjölskyldur og eldri hjón. Maður tapar tíma að keyra á milli, hefur það engin áhrif? „Fjarvinna hefur breytt umhverfinu aðeins, fólk sem vinnur á höfuðborgarsvæðinu vinnur einu sinni til þrisvar í viku í fjarvinnu heima. Það náttúrulega sparar tíma og fólk talaði um að það skipti mjög miklu máli að geta gert það,“ segir Margrét. „Svo voru líka margir sem fluttu á Selfoss og vinna á Selfossi. Þannig það eru vísbendingar um að fólk hafi mögulega skipt um vinnu og unnið á Selfossi til að vera nær heimilinu,“ segir Margrét. Telur þéttingastefnu og breyttar neysluvenjur hafa áhrif Breyttar neysluvenjur og áhrif þéttingastefnu hafi áhrif á flutninga barnafjölskyldna frá höfuðborgarsvæðinu. Fjölgi brottfluttum sem vinna áfram í borginni muni umferð þyngjast við Ölfusárbrú og Rauðavatn. „Fólk þarf ekki að búa alveg við vinnustaðinn og þjónustuna. Það kom líka fram að það er auðvelt að fá heimsent, það þarf ekki að fara á höfuðborgarsvæðið, það þarf ekki að fara í Kringluna til að kaupa sér föt,“ segir Margrét. „Þessi þéttingastefna sem er í gangi er kannski ekki að taka tillit til allra samfélagshópa. Það sýnir sig bara að barnafjölskyldur eru að flytja burt, það kom fram í rannsókninni. Þá má maður alveg hugsa hvort skipulagið á höfuðborgarsvæðinu sé að fara í rétta átt eða hvort hægt sé að gera eitthvað öðruvísi,“ segir hún. Er hægt að nýta þetta verkefni eitthvað áfram? „Þetta sýnir að ef fólk ætlar að halda áfram að flytja og allir keyra einir á bílnum sínum í vinnuna mun ferðatíminn aukast og umferðaraðirnar, eins og við Ölfusárbrúnna og Rauðavatn, munu lengjast. Það er ekki gott og það þarf einhvern veginn að bregðast við og góð leið væri að efla almenningssamgöngur og fá fleiri í það. En svo er mjög sterk bílamenning á Íslandi og fólk vill vera á bílnum þannig þetta er flókið,“
Skipulag Árborg Umferð Bítið Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira