Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2025 11:56 Gestur segir Íslendinga hafa gersamlega misst tökin á útlendingamálunum. Sem sé synd og skömm því þessi þróun var algerlega fyrirsjáanleg. vísir/vilhelm Gestur Pálmason, markþjálfi og fyrrverandi lögreglumaður, segist eiga skýrslur, trúnaðargögn, sem hann skrifaði sjálfur fyrir tíu árum. Hann bætist nú í hóp þeirra sem gagnrýna yfirstjórn lögreglumála hart en Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum vandaði þeim sem fara fyrir löggæslumönnum ekki kveðjurnar. Gestur segir sorglegt að stjórnvöld hafi misst stjórn á útlendingamálum en þróunin hafi verið algjörlega fyrirsjáanleg. Gestur er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar og hann dró sjálfur ekki af sér í þessum efnum. Ekki frekar en Úlfar í viðtali við Stefán Einar Stefánsson í Spursmálum. „Það sem er svo vont er að þetta var algjörlega fyrirsjáanlegt. Við hefðum auðveldlega getað séð það sem var að gerast í löndunum í kringum okkur, hvort sem það er skipulögð brotastarfsemi eða annað sem hefur farið úr böndunum. Ég á skýrslur sem ég skrifaði sjálfur fyrir 10 árum, þar sem ég var að spá fyrir um allt þetta sem nú er að gerast.“ Gestur er eiginmaður Öldu Hrannar Jóhannesdóttur, yfirlögfræðings lögreglunnar á Suðurnesjum, en Úlfar nefndi hana einmitt sem þann einstakling sem gengið hafi verið fram hjá þegar nýr lögreglustjóri var skipaður í hans stað, eftir að hann sagði sig frá embættinu. Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embættið, eða í eitt ár. Sprenging í kjölfar flótta fólks frá Miðjarðarhafinu Gestur starfaði um árabil innan lögreglunnar og fékk meðal annars það verkefni að öðlast yfirsýn yfir þennan tiltekna málaflokk. „Haustið 2016 jókst verulega fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd á Íslandi, mikið til drifið af Albaníu á þeim tíma. Fram að því höfðu verið að dúkka hérna upp 2-3 menn á ári, en svo varð sprenging sem kom í kjölfar mikils flótta fólks frá Miðjarðarhafinu yfir til Evrópu. Mér var falið það verkefni að fara í samvinnu við Útlendingastofnun og búa til móttökumiðstöð fyrir fólk sem var að sækja um alþjóðlega vernd.“ Gestur segist hafa fengið mikið rými til að sinna þessu verkefni. „Eftir þann tíma tel ég mig þekkja þennan málaflokk talsvert vel og það sem hefur alltaf farið illa í mig er skortur á sameiginlegum sannleika. Ég bjó til mælaborð á þessum tíma þar sem allar tölur lágu fyrir og við gátum séð þessa tölfræði vel. Það er og hefur verið misnotkun í gangi á þessu kerfi og hlutverk lögreglunnar og yfirvalda er að finna hverjir eru hérna í annarlegum tilgangi. Það er ábyrgðarhlutur hjá stjórnvöldum að hafa dregið lappirnar, ekki síst af því að núna er ákveðin hætta á alvöru útlendingaandúð einmitt af því að margt er komið alveg úr böndunum.” Verður að vera hægt að ræða vandann Gestur segir málaflokkinn flókinn en forsenda þess að fá eitthvert vit í hann sé að hægt sé að ræða hlutina frá öllum hliðum. „Til að komast að góðri niðurstöðu. Ekki síst þegar kemur að því að blanda saman fólki frá ólíkum menningarheimum með ólíkan bakgrunn og trúarskoðanir. Umræðan um frelsi er mjög áhugaverð. Hvar endar mitt frelsi og þitt byrjar? Hvað má og má ekki? Vandi okkar á Íslandi hefur verið að við tökum umræðuna í upphrópum og gerum það pólaríserað, í staðinn fyrir að notast við tölfræði sem grunn til að byrja umræðuna og ákveða hvaða tölur við skoðun.“ Gestur segist ekki geta komist að annarri niðurstöðu en að stór ástæða þess vanda sem við stöndum frammi fyrir núna sé skortur á leiðtogahæfni og réttri ákvarðanatöku. „Það er frábær spurning hvernig það sem hefur farið úrskeiðis gat gerst og hægt er að leita margra skýringum. Kerfislægur vandi, álag, skortur á fjármagni og fleira. En í mínum huga er þetta fyrst og fremst skortur á leiðtogahæfni.“ Viðtal í Bítinu breytti lífi hans Gestur starfaði, sem fyrr, í áraraðir innan lögreglunnar, en skipti svo algjörlega um takt í lífinu eftir að hafa verið á leið til vinnuna einn daginn að hlustaði þá á viðtal við markþjálfa í útvarpsþættinum Ísland í Bítið. Hann heillaðist svo gjörsamlega að hann ákvað að hella sér út í fagið, sem á ensku er kallað að vera „lifecoach“: „Ég var að keyra rétt hjá Perlunni, þegar ég heyri viðtal við konu í Bítinu á Bylgjunni. Þetta viðtal breytti lífi mínu. Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta var og mig langaði að skoða þetta betur. Svo ég fór og gúglaði þetta um leið og ég kom í vinnuna. Þá vildi svo skemmtilega til að það var akkúrat að byrja nám í markþjálfun í HR. Gestur segist hafa verið á leið til vinnu dag einn og heyrði þá viðtal á Bítinu sem breytti lífi hans.vísir/vilhelm Ég ákvað bara að skrá mig. Þetta varð til þess að ég fann alveg nýja ástríðu fyrir starfi mínu. Öll samskipti tóku breytingum til batnaðar, ég sem hélt að ég væri með allt á hreinu. Nú hef ég mun meiri áhuga á öðru fólki en sjálfum mér.“ Gestur segir ósjálfbæran stjórnunarstíll þann þegar yfirmenn verji meiri tíma í eigin skuggahliðum fremur en þeim góðu. Að hans sögn eru einkenni þessara einstaklinga oft þau að þetta eru yfirmenn sem eiga erfitt með að stýra eigin tilfinningum, finnst framgangur starfsfólks almennt of hægur og líta á sjálfan sig sem ómissandi. „Það fólk sem starfar í stjórnunarstöðum er fólk sem er ráðið í starf til að leiða hóp fólks að einhverju markmiði. Það hvernig við gerum það veltur að miklu leiti á gildakerfinu okkar því þegar við erum undir álagi tökum við ákvarðanir út frá því sem hefur virði fyrir okkur.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Gest og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Hlaðvörp Podcast með Sölva Tryggva Innflytjendamál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Gestur segir sorglegt að stjórnvöld hafi misst stjórn á útlendingamálum en þróunin hafi verið algjörlega fyrirsjáanleg. Gestur er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar og hann dró sjálfur ekki af sér í þessum efnum. Ekki frekar en Úlfar í viðtali við Stefán Einar Stefánsson í Spursmálum. „Það sem er svo vont er að þetta var algjörlega fyrirsjáanlegt. Við hefðum auðveldlega getað séð það sem var að gerast í löndunum í kringum okkur, hvort sem það er skipulögð brotastarfsemi eða annað sem hefur farið úr böndunum. Ég á skýrslur sem ég skrifaði sjálfur fyrir 10 árum, þar sem ég var að spá fyrir um allt þetta sem nú er að gerast.“ Gestur er eiginmaður Öldu Hrannar Jóhannesdóttur, yfirlögfræðings lögreglunnar á Suðurnesjum, en Úlfar nefndi hana einmitt sem þann einstakling sem gengið hafi verið fram hjá þegar nýr lögreglustjóri var skipaður í hans stað, eftir að hann sagði sig frá embættinu. Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embættið, eða í eitt ár. Sprenging í kjölfar flótta fólks frá Miðjarðarhafinu Gestur starfaði um árabil innan lögreglunnar og fékk meðal annars það verkefni að öðlast yfirsýn yfir þennan tiltekna málaflokk. „Haustið 2016 jókst verulega fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd á Íslandi, mikið til drifið af Albaníu á þeim tíma. Fram að því höfðu verið að dúkka hérna upp 2-3 menn á ári, en svo varð sprenging sem kom í kjölfar mikils flótta fólks frá Miðjarðarhafinu yfir til Evrópu. Mér var falið það verkefni að fara í samvinnu við Útlendingastofnun og búa til móttökumiðstöð fyrir fólk sem var að sækja um alþjóðlega vernd.“ Gestur segist hafa fengið mikið rými til að sinna þessu verkefni. „Eftir þann tíma tel ég mig þekkja þennan málaflokk talsvert vel og það sem hefur alltaf farið illa í mig er skortur á sameiginlegum sannleika. Ég bjó til mælaborð á þessum tíma þar sem allar tölur lágu fyrir og við gátum séð þessa tölfræði vel. Það er og hefur verið misnotkun í gangi á þessu kerfi og hlutverk lögreglunnar og yfirvalda er að finna hverjir eru hérna í annarlegum tilgangi. Það er ábyrgðarhlutur hjá stjórnvöldum að hafa dregið lappirnar, ekki síst af því að núna er ákveðin hætta á alvöru útlendingaandúð einmitt af því að margt er komið alveg úr böndunum.” Verður að vera hægt að ræða vandann Gestur segir málaflokkinn flókinn en forsenda þess að fá eitthvert vit í hann sé að hægt sé að ræða hlutina frá öllum hliðum. „Til að komast að góðri niðurstöðu. Ekki síst þegar kemur að því að blanda saman fólki frá ólíkum menningarheimum með ólíkan bakgrunn og trúarskoðanir. Umræðan um frelsi er mjög áhugaverð. Hvar endar mitt frelsi og þitt byrjar? Hvað má og má ekki? Vandi okkar á Íslandi hefur verið að við tökum umræðuna í upphrópum og gerum það pólaríserað, í staðinn fyrir að notast við tölfræði sem grunn til að byrja umræðuna og ákveða hvaða tölur við skoðun.“ Gestur segist ekki geta komist að annarri niðurstöðu en að stór ástæða þess vanda sem við stöndum frammi fyrir núna sé skortur á leiðtogahæfni og réttri ákvarðanatöku. „Það er frábær spurning hvernig það sem hefur farið úrskeiðis gat gerst og hægt er að leita margra skýringum. Kerfislægur vandi, álag, skortur á fjármagni og fleira. En í mínum huga er þetta fyrst og fremst skortur á leiðtogahæfni.“ Viðtal í Bítinu breytti lífi hans Gestur starfaði, sem fyrr, í áraraðir innan lögreglunnar, en skipti svo algjörlega um takt í lífinu eftir að hafa verið á leið til vinnuna einn daginn að hlustaði þá á viðtal við markþjálfa í útvarpsþættinum Ísland í Bítið. Hann heillaðist svo gjörsamlega að hann ákvað að hella sér út í fagið, sem á ensku er kallað að vera „lifecoach“: „Ég var að keyra rétt hjá Perlunni, þegar ég heyri viðtal við konu í Bítinu á Bylgjunni. Þetta viðtal breytti lífi mínu. Ég hafði ekki hugmynd um hvað þetta var og mig langaði að skoða þetta betur. Svo ég fór og gúglaði þetta um leið og ég kom í vinnuna. Þá vildi svo skemmtilega til að það var akkúrat að byrja nám í markþjálfun í HR. Gestur segist hafa verið á leið til vinnu dag einn og heyrði þá viðtal á Bítinu sem breytti lífi hans.vísir/vilhelm Ég ákvað bara að skrá mig. Þetta varð til þess að ég fann alveg nýja ástríðu fyrir starfi mínu. Öll samskipti tóku breytingum til batnaðar, ég sem hélt að ég væri með allt á hreinu. Nú hef ég mun meiri áhuga á öðru fólki en sjálfum mér.“ Gestur segir ósjálfbæran stjórnunarstíll þann þegar yfirmenn verji meiri tíma í eigin skuggahliðum fremur en þeim góðu. Að hans sögn eru einkenni þessara einstaklinga oft þau að þetta eru yfirmenn sem eiga erfitt með að stýra eigin tilfinningum, finnst framgangur starfsfólks almennt of hægur og líta á sjálfan sig sem ómissandi. „Það fólk sem starfar í stjórnunarstöðum er fólk sem er ráðið í starf til að leiða hóp fólks að einhverju markmiði. Það hvernig við gerum það veltur að miklu leiti á gildakerfinu okkar því þegar við erum undir álagi tökum við ákvarðanir út frá því sem hefur virði fyrir okkur.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Gest og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Hlaðvörp Podcast með Sölva Tryggva Innflytjendamál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira