Í lokaþættinum af Stóru Stundinni fékk Sigrún Ósk að fylgjast með Móeiði í aðdraganda keppninnar og fékk að vera baksviðs þegar tuttugu ungar konur kepptu um titilinn Ungfrú Ísland.
Í þættinum var farið yfir allan undirbúninginn og rætt ítarlega við Móeiði sem opnaði sig meðal annars um að hafa glímt við átröskun og farið niður í 39 kíló í þyngd þegar ástandið var sem verst.
Móeiður keppti áður í módelfitness og þá varð hún að passa sig sérstaklega.
„Ég var alveg að dansa á línunni þegar ég var í því og ég verð bara að passa mig,“ segir Móeiður sem rifjar upp fermingarmyndir af sér. Á þeim tíma upplifði hún sig feita og þá fór sjúkdómurinn að gera vart við sig.
Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti.