Körfubolti

„Frá­bær leik­maður en Jokic átti að vinna þessi verð­laun“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Verðmætasti leikmaðurinn Shai Gilgeous-Alexander átti verðlaunin ekki skilið að mati Leifs Inga Árnasonar.
Verðmætasti leikmaðurinn Shai Gilgeous-Alexander átti verðlaunin ekki skilið að mati Leifs Inga Árnasonar. getty / skjáskot

Shai Gilgeous-Alexander var valinn verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar á leiktíðinni. Sérfræðingarnir í Lögmáli leiksins ræddu valið og voru ekki á eitt sammála.

Shai kom til Oklahoma City Thunder, sem var sigursælasta lið tímabilsins með 68 sigra, í skiptum fyrir Paul George árið 2019. Hann hefur síðan vaxið og dafnað í Oklahoma og tekið fram úr Paul George í gæðum.

„Það borgaði sig og er enn að borga sig því þeir sitja á valréttum úr þeim skiptum… Ef þeir taka titilinn núna held ég að þetta séu bara bestu skipti sögunnar“ sagði körfuboltasérfræðingurinn Tómas Steindórsson.

Leifur Steinn Árnason tók undir með Tómasi að skiptin hafi verið OKC afar hagstæð, en benti á að tölfræði Shai hafi ekki endilega átt að skila honum verðlaunum sem verðmætasti leikmaðurinn.

„Shai er frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun að mínu mati“ sagði Leifur.

Þáttastjórnandinn Kjartan Atli benti þá á að árangur liðsins skipti líka máli í valinu, Shai hafi verið „besti leikmaðurinn í yfirburða besta liðinu í deildinni.“

„MVP-inn á að vera úr besta liðinu“ tók Tómas Steindórsson undir.

Umræðan hélt áfram, Kjartan og Tómas sammála gegn Leifi sem féllst ekki á valið, og hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn Lögmál leiksins er svo á dagskrá á Stöð 2 Sport 2 klukkan átta í kvöld.

Klippa: Lögmál leiksins ræðir valið á verðmætasta leikmanninum
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×