Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir, Sigrún Eiríksdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir skrifa 26. maí 2025 14:33 Eitt mikilvægasta samfélagsmál á Vesturlöndum er móttaka innflytjenda. Gríðarleg vandamál blasa við þegar stórir hópar þurfa að fóta sig í nýrri menningu, tungumáli og samfélagsgerð. Óháð stefnu í innflytjendamálum þarf að stuðla að því að þeir sem flytjast til nýs lands geti orðið virkir borgarar sem eiga möguleika á að taka þátt í samfélaginu. Við höfum í mörg ár unnið við íslenskukennslu innflytjenda í framhaldsskóla og erum sannfærðar um að góð tök á málinu sé frumforsenda þess að fólk samlagist og því líði vel í samfélaginu; tungumálið opnar dyr og veitir fólki fleiri tækifæri. Ísland er því miður enn skammt á veg komið í þessum málum og því rétt að skoða það sem hefur gengið bæði vel og illa hjá öðrum þjóðum sem hafa tekist lengur á við verkefni af þessum toga. Á vormánuðum fórum við til Antwerpen í Belgíu til að kynna okkur móttöku innflytjenda og kennslu í sérstökum móttökuskólum. Belgar hafa áratugalanga reynslu á þessu sviði og töldum við því heppilegt að læra af þeim. Áður en við lögðum af stað höfðum við óljósarskoðanir á móttökuskólum þar sem við þekkjum þá ekki í þeirri mynd sem tíðkast erlendis. Eftir heimsóknina erum við sannfærðar um að einhvers konar móttaka og þarfagreining þurfi alltaf að fara fram áður en nemendur eru sendir í íslenska skóla. Í Antwerpen er móttökumiðstöð sem tekur á móti öllum innflytjendum sem koma til borgarinnar frá svæðum utan Evrópu. Þar fer fram mikilvæg þarfagreining þar sem m.a. er skráð hvort fólk hafi gengið í skóla, sé læst á eigið letur og/eða latneskt letur. Í tilfelli barna er skólaganga foreldra einnig skoðuð. Síðan er reynt að finna lausnir við hæfi fyrir hvern og einn. Móttökumiðstöðin sér einnig um mikilvæga menningarfræðslu. Innflytjendur læra að auki um hefðir belgísks samfélags, skólakerfið og atvinnumarkaðinn. Móttökuskólar eru víðs vegar um borgina. Í skólanum sem við heimsóttum eru 135 nemendur á aldrinum 12 til 18 ára. Þar læra nemendur fyrst og fremst hollensku í eitt til þrjú ár eftir þörfum hvers og eins. Hugmyndin að baki móttökuskólunum er að nemendur læri tungumálið í landinu sem allra best til þess að aðlagast samfélaginu og eiga fleiri atvinnu- og námsmöguleika í Belgíu. Það sem okkur fannst eftirtektarvert var aginn sem ríkti og virðing nemenda fyrir skólastarfinu. Belgar leyfa engin höfuðföt innan veggja skólans og gildir það jafnt um hettur, húfur og slæður. Ekki virtist það valda árekstrum og þegar við inntum kennara eftir þessu þá töldu þeir að nemendur sem bæru slæður utan skóla upplifðu ákveðið frelsi í því að vera ekki með slæður í skólanum. Símar eru sömuleiðis ekki leyfðir og hanga efnisstrangar með vösum á vegg við kennaraborðið sem nemendur setja síma sína í í upphafi kennslustunda. Allir hlustuðu því af athygli þegar kennari eða bekkjarfélagar töluðu og bekkjarbragurinn var mjög jákvæður. Heimsókn okkar til Belgíu og reynsla okkar í íslenskukennslu erlendra nemenda í framhaldsskóla hefur opnað augu okkar fyrir því hversu stutt á veg við erum komin hér á landi í þessum málum. Aðstæður í framhaldsskólum hérlendis, hvað þetta varðar, hafa ekki verið til fyrirmyndar og kennarar hafa jafnvel þurft að taka á móti illa læsum eða ólæsum nemendum sem margir hafa litla sem enga skólagöngu að baki. Það gefur auga leið að framhaldsskóli hentar ekki sem fyrsti viðkomustaður þessara nemenda. Við vitum að það er verið að vinna að breytingum, en það er alveg ljóst að við þurfum að gera miklu betur. Fjöldi kennara er að gera frábæra hluti víða um land en við þurfum fastmótaða stefnu og skilning yfirvalda. Er það nokkuð svo galin hugmynd að vera með móttökuskóla? Horfum til þess sem vel er gert í öðrum Evrópulöndum og lærum af mistökum þeirra. Opnum öfluga móttökumiðstöð og greinum þarfir og stöðu nemenda áður en þeir eru sendir inn í skólastofuna. Kennum innflytjendum íslensku! Höfundar eru framhaldsskólakennarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta samfélagsmál á Vesturlöndum er móttaka innflytjenda. Gríðarleg vandamál blasa við þegar stórir hópar þurfa að fóta sig í nýrri menningu, tungumáli og samfélagsgerð. Óháð stefnu í innflytjendamálum þarf að stuðla að því að þeir sem flytjast til nýs lands geti orðið virkir borgarar sem eiga möguleika á að taka þátt í samfélaginu. Við höfum í mörg ár unnið við íslenskukennslu innflytjenda í framhaldsskóla og erum sannfærðar um að góð tök á málinu sé frumforsenda þess að fólk samlagist og því líði vel í samfélaginu; tungumálið opnar dyr og veitir fólki fleiri tækifæri. Ísland er því miður enn skammt á veg komið í þessum málum og því rétt að skoða það sem hefur gengið bæði vel og illa hjá öðrum þjóðum sem hafa tekist lengur á við verkefni af þessum toga. Á vormánuðum fórum við til Antwerpen í Belgíu til að kynna okkur móttöku innflytjenda og kennslu í sérstökum móttökuskólum. Belgar hafa áratugalanga reynslu á þessu sviði og töldum við því heppilegt að læra af þeim. Áður en við lögðum af stað höfðum við óljósarskoðanir á móttökuskólum þar sem við þekkjum þá ekki í þeirri mynd sem tíðkast erlendis. Eftir heimsóknina erum við sannfærðar um að einhvers konar móttaka og þarfagreining þurfi alltaf að fara fram áður en nemendur eru sendir í íslenska skóla. Í Antwerpen er móttökumiðstöð sem tekur á móti öllum innflytjendum sem koma til borgarinnar frá svæðum utan Evrópu. Þar fer fram mikilvæg þarfagreining þar sem m.a. er skráð hvort fólk hafi gengið í skóla, sé læst á eigið letur og/eða latneskt letur. Í tilfelli barna er skólaganga foreldra einnig skoðuð. Síðan er reynt að finna lausnir við hæfi fyrir hvern og einn. Móttökumiðstöðin sér einnig um mikilvæga menningarfræðslu. Innflytjendur læra að auki um hefðir belgísks samfélags, skólakerfið og atvinnumarkaðinn. Móttökuskólar eru víðs vegar um borgina. Í skólanum sem við heimsóttum eru 135 nemendur á aldrinum 12 til 18 ára. Þar læra nemendur fyrst og fremst hollensku í eitt til þrjú ár eftir þörfum hvers og eins. Hugmyndin að baki móttökuskólunum er að nemendur læri tungumálið í landinu sem allra best til þess að aðlagast samfélaginu og eiga fleiri atvinnu- og námsmöguleika í Belgíu. Það sem okkur fannst eftirtektarvert var aginn sem ríkti og virðing nemenda fyrir skólastarfinu. Belgar leyfa engin höfuðföt innan veggja skólans og gildir það jafnt um hettur, húfur og slæður. Ekki virtist það valda árekstrum og þegar við inntum kennara eftir þessu þá töldu þeir að nemendur sem bæru slæður utan skóla upplifðu ákveðið frelsi í því að vera ekki með slæður í skólanum. Símar eru sömuleiðis ekki leyfðir og hanga efnisstrangar með vösum á vegg við kennaraborðið sem nemendur setja síma sína í í upphafi kennslustunda. Allir hlustuðu því af athygli þegar kennari eða bekkjarfélagar töluðu og bekkjarbragurinn var mjög jákvæður. Heimsókn okkar til Belgíu og reynsla okkar í íslenskukennslu erlendra nemenda í framhaldsskóla hefur opnað augu okkar fyrir því hversu stutt á veg við erum komin hér á landi í þessum málum. Aðstæður í framhaldsskólum hérlendis, hvað þetta varðar, hafa ekki verið til fyrirmyndar og kennarar hafa jafnvel þurft að taka á móti illa læsum eða ólæsum nemendum sem margir hafa litla sem enga skólagöngu að baki. Það gefur auga leið að framhaldsskóli hentar ekki sem fyrsti viðkomustaður þessara nemenda. Við vitum að það er verið að vinna að breytingum, en það er alveg ljóst að við þurfum að gera miklu betur. Fjöldi kennara er að gera frábæra hluti víða um land en við þurfum fastmótaða stefnu og skilning yfirvalda. Er það nokkuð svo galin hugmynd að vera með móttökuskóla? Horfum til þess sem vel er gert í öðrum Evrópulöndum og lærum af mistökum þeirra. Opnum öfluga móttökumiðstöð og greinum þarfir og stöðu nemenda áður en þeir eru sendir inn í skólastofuna. Kennum innflytjendum íslensku! Höfundar eru framhaldsskólakennarar.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar