Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 26. maí 2025 09:32 Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps slær nú hvert metið á fætur öðru í yfirlýsingum um virkjanir í þágu laxa. Eftir að hann komst til áhrifa í Veiðifélagi Þjórsár er baráttumálið orðið að virkja Þjórsá alla leið og er þar ekkert undanskilið. Við erum að tala um þrjár stórvirkjanir í byggð, en oddvitinn hefur líka verið hlynntur Kjalölduveitu, virkjanahugmynd sem sveitungar hans hafa barist gegn allt frá árinu 1972 til að verja Þjórsárver, hjarta landsins. Sú hugmynd var í verndarflokki rammaáætlunar, Alþingi færði hana þaðan í biðflokk og nú hefur aftur verið lagt til að hún fari í vernd. Þrýstingur á Kjalölduveitu hefur alla tíð verið mikill frá harðasta kjarna orkugeirans, en annars hefur ríkt sátt um vernd þar fyrir friðhelgi miðhálendisins. Veiðifélagið Landsvirkjun Oddvitinn hélt því fram í þættinum Sprengisandi um daginn að saman myndu hann og Landsvirkjun skapa stærsta sjálfbæra laxastofn í heimi. Sjálfur eigi hann að greiða götu allra virkjanaframkvæmda í Þjórsá sem oddviti, talsmaður stjórnvalda, sérstakur talsmaður Landsvirkjunar og formaður veiðifélags – allt fyrir laxinn – eins og Landsvirkjun sé veiðifélag. Oddvitinn gerði hallarbyltingu í veiðifélaginu, af því fyrri stjórn veiðifélagsins trúði ekki á þau vísindi oddvitans að stórtækar virkjanaframkvæmdir væru það besta sem komið gæti fyrir laxastofninn í Þjórsá. Nú vinnur oddvitinn hörðum höndum að framkvæmdum við Hvammsvirkjun, þótt ekkert sé virkjanaleyfið. Allt fyrir laxinn og lífríkið. Maður margra hatta Í sveitarfélögum sem setja sér viðmið og umgengisreglur er gjarnan farið eftir gildum um hæfi og góða siði þannig að menn sitji ekki allt í kringum borðið og semji við sjálfa sig. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur oddvitinn ákveðið að slíkt eigi ekki við. Sjálfur er hann maður margra hatta og segir að þannig eigi það að vera í litlum sveitum. Honum finnst sjálfsagt að vera í senn oddviti, veiðifélagsformaður, stjórnandi framkvæmda, friðlýstra svæða, skipulagsmála, menntunar og viðburða. Oddvitinn vann til dæmis að verndaráætlun Þjórsárdals, þar sem finna má hina friðlýstu náttúruperlu Hjálparfoss. Nú vill hann laxastiga í fossinn, en á það var aldrei minnst við gerð verndaráætlunarinnar, sem oddvitinn tók sjálfur þátt í að semja. Líffræði í laxaparadís Enn eitt höfuðfat Haraldar Þórs er græni hatturinn, En oddvitinn er einmitt heimalærður vatnalíffræðingur. Samkvæmt fræðum hans um ljóstillífun, sjálfbærni og stuðning virkjana við laxastofninn í Þjórsá, verður Suðurland iðandi af laxi upp um alla Þjórsá og þverár, fyrir tilstuðlan nýrra virkjana. Með aðgerðum sem aldrei hafa verið reyndar, en oddvitinn telur borðleggjandi. Þannig á Þjórsá að verða stærsta laxveiðiparadís í heimi og gefa af sér mikla fjármuni. Oddvitinn vísar til sérfræðinga sem telji að Kjalölduveita yrði kórónan á sköpunarverkinu, með henni verði jökuláin silfurtær, sem ýti undir vöxt og viðkomu laxfiska allt frá ósum Þjórsár og langt upp fyrir Þjófafoss. Ósamræmi Það er áhugavert oddviti, vel tengdur Landsvirkjun, sem telur sig þekkja orkumál, lífríki og stjórnsýslu út og inn, hafi vakið máls á því að umdeildasta virkjanatillaga á hálendinu yrði framkvæmd til að styðja enn betur við laxinn í Þjórsá. Segið svo að Landsvirkjun sé ekki veiðifélag. Fróðlegt verður að sjá hvort Landsvirkjun rökstyður þessi laxafræði á sama hátt og Haraldur Þór, fulltrúi virkjana í veiðifélagi Þjórsár. En vísindi hans er í töluverðu ósamræmi við rannsóknir margra líffræðinga, innlendra og erlendra, sem hafa aðeins öðruvísi bakgrunn en oddvitinn. Samvæmt þeim ógna Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun laxastofninum en styðja hann ekki. Hvað Kjalölduveitu varðar er þó gott að vita til þess að ríkisstjórnin mun leggja fyrir Alþingi að hún fari í vernd, hvað sem veiðifélagsoddvitar og lagsmenn þeirra láta það heita. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Stangveiði Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps slær nú hvert metið á fætur öðru í yfirlýsingum um virkjanir í þágu laxa. Eftir að hann komst til áhrifa í Veiðifélagi Þjórsár er baráttumálið orðið að virkja Þjórsá alla leið og er þar ekkert undanskilið. Við erum að tala um þrjár stórvirkjanir í byggð, en oddvitinn hefur líka verið hlynntur Kjalölduveitu, virkjanahugmynd sem sveitungar hans hafa barist gegn allt frá árinu 1972 til að verja Þjórsárver, hjarta landsins. Sú hugmynd var í verndarflokki rammaáætlunar, Alþingi færði hana þaðan í biðflokk og nú hefur aftur verið lagt til að hún fari í vernd. Þrýstingur á Kjalölduveitu hefur alla tíð verið mikill frá harðasta kjarna orkugeirans, en annars hefur ríkt sátt um vernd þar fyrir friðhelgi miðhálendisins. Veiðifélagið Landsvirkjun Oddvitinn hélt því fram í þættinum Sprengisandi um daginn að saman myndu hann og Landsvirkjun skapa stærsta sjálfbæra laxastofn í heimi. Sjálfur eigi hann að greiða götu allra virkjanaframkvæmda í Þjórsá sem oddviti, talsmaður stjórnvalda, sérstakur talsmaður Landsvirkjunar og formaður veiðifélags – allt fyrir laxinn – eins og Landsvirkjun sé veiðifélag. Oddvitinn gerði hallarbyltingu í veiðifélaginu, af því fyrri stjórn veiðifélagsins trúði ekki á þau vísindi oddvitans að stórtækar virkjanaframkvæmdir væru það besta sem komið gæti fyrir laxastofninn í Þjórsá. Nú vinnur oddvitinn hörðum höndum að framkvæmdum við Hvammsvirkjun, þótt ekkert sé virkjanaleyfið. Allt fyrir laxinn og lífríkið. Maður margra hatta Í sveitarfélögum sem setja sér viðmið og umgengisreglur er gjarnan farið eftir gildum um hæfi og góða siði þannig að menn sitji ekki allt í kringum borðið og semji við sjálfa sig. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur oddvitinn ákveðið að slíkt eigi ekki við. Sjálfur er hann maður margra hatta og segir að þannig eigi það að vera í litlum sveitum. Honum finnst sjálfsagt að vera í senn oddviti, veiðifélagsformaður, stjórnandi framkvæmda, friðlýstra svæða, skipulagsmála, menntunar og viðburða. Oddvitinn vann til dæmis að verndaráætlun Þjórsárdals, þar sem finna má hina friðlýstu náttúruperlu Hjálparfoss. Nú vill hann laxastiga í fossinn, en á það var aldrei minnst við gerð verndaráætlunarinnar, sem oddvitinn tók sjálfur þátt í að semja. Líffræði í laxaparadís Enn eitt höfuðfat Haraldar Þórs er græni hatturinn, En oddvitinn er einmitt heimalærður vatnalíffræðingur. Samkvæmt fræðum hans um ljóstillífun, sjálfbærni og stuðning virkjana við laxastofninn í Þjórsá, verður Suðurland iðandi af laxi upp um alla Þjórsá og þverár, fyrir tilstuðlan nýrra virkjana. Með aðgerðum sem aldrei hafa verið reyndar, en oddvitinn telur borðleggjandi. Þannig á Þjórsá að verða stærsta laxveiðiparadís í heimi og gefa af sér mikla fjármuni. Oddvitinn vísar til sérfræðinga sem telji að Kjalölduveita yrði kórónan á sköpunarverkinu, með henni verði jökuláin silfurtær, sem ýti undir vöxt og viðkomu laxfiska allt frá ósum Þjórsár og langt upp fyrir Þjófafoss. Ósamræmi Það er áhugavert oddviti, vel tengdur Landsvirkjun, sem telur sig þekkja orkumál, lífríki og stjórnsýslu út og inn, hafi vakið máls á því að umdeildasta virkjanatillaga á hálendinu yrði framkvæmd til að styðja enn betur við laxinn í Þjórsá. Segið svo að Landsvirkjun sé ekki veiðifélag. Fróðlegt verður að sjá hvort Landsvirkjun rökstyður þessi laxafræði á sama hátt og Haraldur Þór, fulltrúi virkjana í veiðifélagi Þjórsár. En vísindi hans er í töluverðu ósamræmi við rannsóknir margra líffræðinga, innlendra og erlendra, sem hafa aðeins öðruvísi bakgrunn en oddvitinn. Samvæmt þeim ógna Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun laxastofninum en styðja hann ekki. Hvað Kjalölduveitu varðar er þó gott að vita til þess að ríkisstjórnin mun leggja fyrir Alþingi að hún fari í vernd, hvað sem veiðifélagsoddvitar og lagsmenn þeirra láta það heita. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar