„Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2025 07:02 Edwards flýgur að körfunni. William Purnell/Getty Images Anthony Edwards, stórstjarna Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta, var vissulega stigahæstur í síðasta leik liðsins en það verður þó ekki sagt að hann hafi skotið boltanum vel. Hann þarf að lyfta leik sínum á næsta getustig og þá mögulega eiga Úlfarnir möguleika gegn ógnarsterku liði Oklahoma City Thunder. Hinn 23 ára gamli Edwards er oftast nær einfaldlega kallaður Ant en hann gekk svo langt að kalla sjálfan sig „sannleikann“ (e. truth) þegar hann ræddi við forsetann fyrrverandi Barack Obama fyrir Ólympíuleikana á síðasta ári. @thesportingnews It doesn’t matter if you’re President Obama, Ant is gonna keep it real with you 😂🔥 #anthonyedwards #president #obama #basketball #lebron #nba ♬ original sound - The Sporting News Eftir að fara nokkuð létt með Los Angeles Lakers og Golden State Warriors virðast úlfarnir frá Minnasota hafa lent á vegg gegn eldingunni frá Oklahoma City. Þegar tveir leikir eru búnir er staðan 2-0 OKC í vil og það verður ekki annað sagt en báðir sigrar hafi verið virkilega sannfærandi. Sannleikurinn sjálfur skoraði 32 stig síðast þegar liðin mættust og varð þar með stigahæsti leikmaður Minnesota í úrslitakeppni NBA-deildarinnar frá upphafi. Verandi aðeins 23 ára gamall þá er það mikið afrek. Það breytir hins vegar ekki því að hann hitti aðeins úr 13 af 35 skotum sínum í opnum leik. Sérstaklega var Ant kaldur fyrir utan þriggja stiga línuna, þar hitti hann aðeins úr einu af níu skotum. BELIEVE THAT 🐺 Anthony Edwards is the Timberwolves' new all-time leading scorer in the playoffs 👏 pic.twitter.com/Ph5xNxGzJZ— ESPN (@espn) May 23, 2025 Stórstjarnan var langt í frá eini leikmaður Minnesota sem skaut boltanum illa í leiknum en þar sem allt fer í gegnum Edwards þarf hann að eiga betri leik sóknarlega ætli Minnesota sér að eiga einhvern möguleika í einvíginu. Svo þarf liðið að sjálfsögðu að spila betri vörn en OKC hefur nú skorað samtals 232 stig í leikjunum tveimur. Þriðji leikur liðanna fer fram í nótt. Útsending Stöðvar 2 Sport 2 hefst klukkan 00.30. Körfubolti NBA Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Edwards er oftast nær einfaldlega kallaður Ant en hann gekk svo langt að kalla sjálfan sig „sannleikann“ (e. truth) þegar hann ræddi við forsetann fyrrverandi Barack Obama fyrir Ólympíuleikana á síðasta ári. @thesportingnews It doesn’t matter if you’re President Obama, Ant is gonna keep it real with you 😂🔥 #anthonyedwards #president #obama #basketball #lebron #nba ♬ original sound - The Sporting News Eftir að fara nokkuð létt með Los Angeles Lakers og Golden State Warriors virðast úlfarnir frá Minnasota hafa lent á vegg gegn eldingunni frá Oklahoma City. Þegar tveir leikir eru búnir er staðan 2-0 OKC í vil og það verður ekki annað sagt en báðir sigrar hafi verið virkilega sannfærandi. Sannleikurinn sjálfur skoraði 32 stig síðast þegar liðin mættust og varð þar með stigahæsti leikmaður Minnesota í úrslitakeppni NBA-deildarinnar frá upphafi. Verandi aðeins 23 ára gamall þá er það mikið afrek. Það breytir hins vegar ekki því að hann hitti aðeins úr 13 af 35 skotum sínum í opnum leik. Sérstaklega var Ant kaldur fyrir utan þriggja stiga línuna, þar hitti hann aðeins úr einu af níu skotum. BELIEVE THAT 🐺 Anthony Edwards is the Timberwolves' new all-time leading scorer in the playoffs 👏 pic.twitter.com/Ph5xNxGzJZ— ESPN (@espn) May 23, 2025 Stórstjarnan var langt í frá eini leikmaður Minnesota sem skaut boltanum illa í leiknum en þar sem allt fer í gegnum Edwards þarf hann að eiga betri leik sóknarlega ætli Minnesota sér að eiga einhvern möguleika í einvíginu. Svo þarf liðið að sjálfsögðu að spila betri vörn en OKC hefur nú skorað samtals 232 stig í leikjunum tveimur. Þriðji leikur liðanna fer fram í nótt. Útsending Stöðvar 2 Sport 2 hefst klukkan 00.30.
Körfubolti NBA Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Sjá meira