Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. maí 2025 13:04 Samræmd próf hafa undanfarin ár verið þreytt á spjaldtölvur. Vísir/Sigurjón Ný samræmd próf í lesskilningi og stærðfræði verða lögð fyrir grunnskólabörn næsta vor. Sviðsstjóri hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu segir að með þeim verði hægt að fylgjast betur með námsframvindu og grípa fyrr inn í hjá nemendum sem eiga í erfiðleikum. Frumvarp um Matsferil, ný samræmd próf sem verða lögð fyrir grunnskólanemendur á hverju ári frá 4. bekk, er nú til meðferðar á Alþingi í þriðju umræðu. Prófin voru í vor lögð fyrir í 27 skólum og hafa viðbrögðin almennt verið mjög góð, bæði frá kennurum og nemendum. Þau samræmdu próf sem hafa verið notuð í gegnum tíðina hafa verið gagnrýnd af kennurum fyrir það að erfitt hafi verið að nýta niðurstöðurnar í skólastarfið og hafi kennarar ekki haft aðgang að samanburði eða framvindu einstakra barna. Bregðast á við því með nýju prófunum. „Það sem er kannski mikilvægast í prófinu er að þau gefa mjög góða sýn á framvindu þannig að það verður reiknaður framfarastuðull hjá öllum nemendum og bekkjum. Þá getur kennari, skóli og foreldrar fylgst með hvort nemandinn sé að taka eðlileg skref milli ára miðað við jafnaldra,“ segir Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Eins verði niðurstöðurnar túlkaðar fyrir foreldra. „Ef barnið lendir á ákveðnu bili þá koma ráðleggingar um hvað þarf að gera. Hvort það þarf að meta nánar hvers konar inngrip barnið mögulega þyrfti.“ Hún segir þessi nýju próf gefa mun betri mynd af framförum nemenda en gömlu samræmdu prófin. Eins séu þessi hönnuð til þess að hægt sé að taka þau í einni kennslustund. Þetta verður ekki eins og gömlu samræmdu prófin þar sem krakkar sátu við næstum heilan dag að leysa próf? „Nei, það var markmiðið að þetta væru próf sem væri auðveldara að laga að skóla starfinu og væru ekki taka það yfir.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sjá meira
Frumvarp um Matsferil, ný samræmd próf sem verða lögð fyrir grunnskólanemendur á hverju ári frá 4. bekk, er nú til meðferðar á Alþingi í þriðju umræðu. Prófin voru í vor lögð fyrir í 27 skólum og hafa viðbrögðin almennt verið mjög góð, bæði frá kennurum og nemendum. Þau samræmdu próf sem hafa verið notuð í gegnum tíðina hafa verið gagnrýnd af kennurum fyrir það að erfitt hafi verið að nýta niðurstöðurnar í skólastarfið og hafi kennarar ekki haft aðgang að samanburði eða framvindu einstakra barna. Bregðast á við því með nýju prófunum. „Það sem er kannski mikilvægast í prófinu er að þau gefa mjög góða sýn á framvindu þannig að það verður reiknaður framfarastuðull hjá öllum nemendum og bekkjum. Þá getur kennari, skóli og foreldrar fylgst með hvort nemandinn sé að taka eðlileg skref milli ára miðað við jafnaldra,“ segir Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Eins verði niðurstöðurnar túlkaðar fyrir foreldra. „Ef barnið lendir á ákveðnu bili þá koma ráðleggingar um hvað þarf að gera. Hvort það þarf að meta nánar hvers konar inngrip barnið mögulega þyrfti.“ Hún segir þessi nýju próf gefa mun betri mynd af framförum nemenda en gömlu samræmdu prófin. Eins séu þessi hönnuð til þess að hægt sé að taka þau í einni kennslustund. Þetta verður ekki eins og gömlu samræmdu prófin þar sem krakkar sátu við næstum heilan dag að leysa próf? „Nei, það var markmiðið að þetta væru próf sem væri auðveldara að laga að skóla starfinu og væru ekki taka það yfir.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sjá meira