Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2025 09:46 Meirihluti svarenda í nýrri könnun Maskínu segist styðja ríkisstjórnarflokkana þrjá, örlítið hærra hlutfall en kaus þá í nóvember. Vísir Samfylkingin bætir lítillega við sig fylgi og mælist með yfir 27 prósent í nýjustu könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokka sem eru eða voru á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur stigum frá síðustu könnun en takmarkaðar hreyfingar eru annars á fylgi flokkanna. Samanlagt njóta ríkisstjórnarflokkarnir þrír; Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins, stuðnings 51,3 prósent svarenda í könnun Maskínu. Það er í fyrsta skipti sem meira en helmingur segist styðja stjórnina í könnunum fyrirtækisins frá því í desember þegar hún var mynduð. Lægst fór stuðningurinn við flokkana í 45,9 prósent í febrúar. Samfylkingin hefur bætt tæpum sjö prósentum við sig frá því í þingkosningunum í lok nóvember þegar hún fékk fimmtung atkvæða. Fylgi flokksins er nú sambærilegt við það þegar hann reis sem hæst í könnunum síðasta sumar. Veiðigjöld hafa verið efst á baugi á Alþingi frá því að síðasta könnun var gerð í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur talað einna mest gegn hækkun veiðigjalda, mældist með tæpt 21 prósent í þeirri könnun en er nú með 18,9 prósent, litlu minna fylgi en hann fékk í kosningunum. Viðreisn siglir tiltölulega lygnan sjó með 16,8 prósent í nýjustu könnuninni, prósentustigi meira en í apríl og í kosningunum í nóvember. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra flokksins, lagði fram frumvarpið um hækkun veiðigjaldanna. Flokkur fólksins hefur aftur á móti dalað töluvert frá kosningum. Hann fékk tæp fjórtán prósent atkvæða en mælist nú með 7,2 prósent fylgi, aðeins minna en í síðustu könnun í apríl. Flokkurinn hefur ítrekað verið í fréttum frá kosningum, meðal annars vegna afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem ráðherra og styrkja sem flokkurinn fékk án þess að vera rétt skráður. Flokkarnir sem duttu út enn undir frostmarki Fylgi hinna stjórnarandstöðuflokkanna breytist lítið. Miðflokkurinn mælist með 9,7 prósent, rúmu hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tveimur og hálfu minna en í kosningunum. Framsóknarflokkurinn stendur í stað á milli kannana með 6,8 prósent. Flokkarnir tveir sem misstu sæti á Alþingi í kosningunum, Píratar og Vinstri græn, hafa þokast örlítið upp síðan. Píratar fengu þrjú prósent atkvæða í kosningunum en mælast nú með 4,6 prósent. Vinstri græn eru nú með 3,6 prósent fylgi en fengu 2,3 prósent atkvæða í nóvember. Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Samanlagt njóta ríkisstjórnarflokkarnir þrír; Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins, stuðnings 51,3 prósent svarenda í könnun Maskínu. Það er í fyrsta skipti sem meira en helmingur segist styðja stjórnina í könnunum fyrirtækisins frá því í desember þegar hún var mynduð. Lægst fór stuðningurinn við flokkana í 45,9 prósent í febrúar. Samfylkingin hefur bætt tæpum sjö prósentum við sig frá því í þingkosningunum í lok nóvember þegar hún fékk fimmtung atkvæða. Fylgi flokksins er nú sambærilegt við það þegar hann reis sem hæst í könnunum síðasta sumar. Veiðigjöld hafa verið efst á baugi á Alþingi frá því að síðasta könnun var gerð í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur talað einna mest gegn hækkun veiðigjalda, mældist með tæpt 21 prósent í þeirri könnun en er nú með 18,9 prósent, litlu minna fylgi en hann fékk í kosningunum. Viðreisn siglir tiltölulega lygnan sjó með 16,8 prósent í nýjustu könnuninni, prósentustigi meira en í apríl og í kosningunum í nóvember. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra flokksins, lagði fram frumvarpið um hækkun veiðigjaldanna. Flokkur fólksins hefur aftur á móti dalað töluvert frá kosningum. Hann fékk tæp fjórtán prósent atkvæða en mælist nú með 7,2 prósent fylgi, aðeins minna en í síðustu könnun í apríl. Flokkurinn hefur ítrekað verið í fréttum frá kosningum, meðal annars vegna afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem ráðherra og styrkja sem flokkurinn fékk án þess að vera rétt skráður. Flokkarnir sem duttu út enn undir frostmarki Fylgi hinna stjórnarandstöðuflokkanna breytist lítið. Miðflokkurinn mælist með 9,7 prósent, rúmu hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tveimur og hálfu minna en í kosningunum. Framsóknarflokkurinn stendur í stað á milli kannana með 6,8 prósent. Flokkarnir tveir sem misstu sæti á Alþingi í kosningunum, Píratar og Vinstri græn, hafa þokast örlítið upp síðan. Píratar fengu þrjú prósent atkvæða í kosningunum en mælast nú með 4,6 prósent. Vinstri græn eru nú með 3,6 prósent fylgi en fengu 2,3 prósent atkvæða í nóvember.
Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira