Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2025 09:46 Meirihluti svarenda í nýrri könnun Maskínu segist styðja ríkisstjórnarflokkana þrjá, örlítið hærra hlutfall en kaus þá í nóvember. Vísir Samfylkingin bætir lítillega við sig fylgi og mælist með yfir 27 prósent í nýjustu könnun Maskínu á fylgi stjórnmálaflokka sem eru eða voru á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur stigum frá síðustu könnun en takmarkaðar hreyfingar eru annars á fylgi flokkanna. Samanlagt njóta ríkisstjórnarflokkarnir þrír; Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins, stuðnings 51,3 prósent svarenda í könnun Maskínu. Það er í fyrsta skipti sem meira en helmingur segist styðja stjórnina í könnunum fyrirtækisins frá því í desember þegar hún var mynduð. Lægst fór stuðningurinn við flokkana í 45,9 prósent í febrúar. Samfylkingin hefur bætt tæpum sjö prósentum við sig frá því í þingkosningunum í lok nóvember þegar hún fékk fimmtung atkvæða. Fylgi flokksins er nú sambærilegt við það þegar hann reis sem hæst í könnunum síðasta sumar. Veiðigjöld hafa verið efst á baugi á Alþingi frá því að síðasta könnun var gerð í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur talað einna mest gegn hækkun veiðigjalda, mældist með tæpt 21 prósent í þeirri könnun en er nú með 18,9 prósent, litlu minna fylgi en hann fékk í kosningunum. Viðreisn siglir tiltölulega lygnan sjó með 16,8 prósent í nýjustu könnuninni, prósentustigi meira en í apríl og í kosningunum í nóvember. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra flokksins, lagði fram frumvarpið um hækkun veiðigjaldanna. Flokkur fólksins hefur aftur á móti dalað töluvert frá kosningum. Hann fékk tæp fjórtán prósent atkvæða en mælist nú með 7,2 prósent fylgi, aðeins minna en í síðustu könnun í apríl. Flokkurinn hefur ítrekað verið í fréttum frá kosningum, meðal annars vegna afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem ráðherra og styrkja sem flokkurinn fékk án þess að vera rétt skráður. Flokkarnir sem duttu út enn undir frostmarki Fylgi hinna stjórnarandstöðuflokkanna breytist lítið. Miðflokkurinn mælist með 9,7 prósent, rúmu hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tveimur og hálfu minna en í kosningunum. Framsóknarflokkurinn stendur í stað á milli kannana með 6,8 prósent. Flokkarnir tveir sem misstu sæti á Alþingi í kosningunum, Píratar og Vinstri græn, hafa þokast örlítið upp síðan. Píratar fengu þrjú prósent atkvæða í kosningunum en mælast nú með 4,6 prósent. Vinstri græn eru nú með 3,6 prósent fylgi en fengu 2,3 prósent atkvæða í nóvember. Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Samanlagt njóta ríkisstjórnarflokkarnir þrír; Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins, stuðnings 51,3 prósent svarenda í könnun Maskínu. Það er í fyrsta skipti sem meira en helmingur segist styðja stjórnina í könnunum fyrirtækisins frá því í desember þegar hún var mynduð. Lægst fór stuðningurinn við flokkana í 45,9 prósent í febrúar. Samfylkingin hefur bætt tæpum sjö prósentum við sig frá því í þingkosningunum í lok nóvember þegar hún fékk fimmtung atkvæða. Fylgi flokksins er nú sambærilegt við það þegar hann reis sem hæst í könnunum síðasta sumar. Veiðigjöld hafa verið efst á baugi á Alþingi frá því að síðasta könnun var gerð í apríl. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur talað einna mest gegn hækkun veiðigjalda, mældist með tæpt 21 prósent í þeirri könnun en er nú með 18,9 prósent, litlu minna fylgi en hann fékk í kosningunum. Viðreisn siglir tiltölulega lygnan sjó með 16,8 prósent í nýjustu könnuninni, prósentustigi meira en í apríl og í kosningunum í nóvember. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra flokksins, lagði fram frumvarpið um hækkun veiðigjaldanna. Flokkur fólksins hefur aftur á móti dalað töluvert frá kosningum. Hann fékk tæp fjórtán prósent atkvæða en mælist nú með 7,2 prósent fylgi, aðeins minna en í síðustu könnun í apríl. Flokkurinn hefur ítrekað verið í fréttum frá kosningum, meðal annars vegna afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem ráðherra og styrkja sem flokkurinn fékk án þess að vera rétt skráður. Flokkarnir sem duttu út enn undir frostmarki Fylgi hinna stjórnarandstöðuflokkanna breytist lítið. Miðflokkurinn mælist með 9,7 prósent, rúmu hálfu prósentustigi minna en í síðustu könnun og tveimur og hálfu minna en í kosningunum. Framsóknarflokkurinn stendur í stað á milli kannana með 6,8 prósent. Flokkarnir tveir sem misstu sæti á Alþingi í kosningunum, Píratar og Vinstri græn, hafa þokast örlítið upp síðan. Píratar fengu þrjú prósent atkvæða í kosningunum en mælast nú með 4,6 prósent. Vinstri græn eru nú með 3,6 prósent fylgi en fengu 2,3 prósent atkvæða í nóvember.
Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira