Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 12:11 Alma Möller, heilbrigðisráðherra og fyrrverandi landlæknir, hefur ákveðið að setja fé í að bólusetja fleiri börn og ungmenni gegn HPV-veirunni sem getur valdið krabbameini. Vísir/Vilhelm Bólusetningar á drengjum gegn HPV-veirunni upp í átján ára aldur hefjast næsta vetur eftir að heilbrigðisráðherra ákvað að veita auknu fjármagni til þess að útvíkka bólusetningarnar. Bóluefni gegn veirunni eykur vörn gegn krabbameinum. Byrjað var að bólusetja stúlkur gegn HPV-veirunni árið 211. Fyrir tveimur árum var byrjað að bjóða bólusetninguna í grunnskólum óháð kyni við tólf ára aldur. Nú stendur bólusetningin drengjum upp í átján ára til boða samkvæmt tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytinsins. Þátttaka drengja í bólusetningunni er sögð hafa verið góð til þessa. Stefnt er að því að ná til flestra drengja í árgöngunum 2007 til 2010 með skipulögðu átaki í vetur. Þeim verður boðið bóluefnið Gardasil 9. Flestir sem eru kynferðislega virkir smitast af HPV-veirunni einhvern tímann á lífsleiðinni og sumir oftar en einu sinni. Fjórtán tegundir veirunnar eru þekktar sem geta þróast yfir í krabbamein, til dæmis í leghálsi, leggöngum, endaþarmi, ytri kynfærum, hálsi og berkjum. Sumar HPV-veirur orsaka kynfæravörtur en margar valda engum einkennum, að því er kemur fram á vefsíðunni Heilsuveru. Nær öll tilfelli leghálskrabbameins eru rakin til veirunnar. Krabbamein sem tengjast HPV-sýkingum önnur en leghálskrabbamein eru sum algengari hjá körlum en konum, til dæmis HPV-tengd krabbamein í koki. Þess vegna segir ráðuneytið að bólusetningar gegn HPV sýkingum óháð kyni hafi verið hafnar árið 2023. „HPV bólusetningar eru mikilvæg leið til að fækka þeim sem fá krabbamein. Bóluefni gegn HPV beindust fyrst og fremst gegn leghálskrabbameini til að byrja með, enda er það langalgengast krabbameina sem tengjast HPV, en bóluefnin hafa sannað gildi sitt gegn HPV sýkingum óháð kyni,“ segir í tilkynningunni. Krabbamein Bólusetningar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Byrjað var að bólusetja stúlkur gegn HPV-veirunni árið 211. Fyrir tveimur árum var byrjað að bjóða bólusetninguna í grunnskólum óháð kyni við tólf ára aldur. Nú stendur bólusetningin drengjum upp í átján ára til boða samkvæmt tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytinsins. Þátttaka drengja í bólusetningunni er sögð hafa verið góð til þessa. Stefnt er að því að ná til flestra drengja í árgöngunum 2007 til 2010 með skipulögðu átaki í vetur. Þeim verður boðið bóluefnið Gardasil 9. Flestir sem eru kynferðislega virkir smitast af HPV-veirunni einhvern tímann á lífsleiðinni og sumir oftar en einu sinni. Fjórtán tegundir veirunnar eru þekktar sem geta þróast yfir í krabbamein, til dæmis í leghálsi, leggöngum, endaþarmi, ytri kynfærum, hálsi og berkjum. Sumar HPV-veirur orsaka kynfæravörtur en margar valda engum einkennum, að því er kemur fram á vefsíðunni Heilsuveru. Nær öll tilfelli leghálskrabbameins eru rakin til veirunnar. Krabbamein sem tengjast HPV-sýkingum önnur en leghálskrabbamein eru sum algengari hjá körlum en konum, til dæmis HPV-tengd krabbamein í koki. Þess vegna segir ráðuneytið að bólusetningar gegn HPV sýkingum óháð kyni hafi verið hafnar árið 2023. „HPV bólusetningar eru mikilvæg leið til að fækka þeim sem fá krabbamein. Bóluefni gegn HPV beindust fyrst og fremst gegn leghálskrabbameini til að byrja með, enda er það langalgengast krabbameina sem tengjast HPV, en bóluefnin hafa sannað gildi sitt gegn HPV sýkingum óháð kyni,“ segir í tilkynningunni.
Krabbamein Bólusetningar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent