Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2025 12:11 Alma Möller, heilbrigðisráðherra og fyrrverandi landlæknir, hefur ákveðið að setja fé í að bólusetja fleiri börn og ungmenni gegn HPV-veirunni sem getur valdið krabbameini. Vísir/Vilhelm Bólusetningar á drengjum gegn HPV-veirunni upp í átján ára aldur hefjast næsta vetur eftir að heilbrigðisráðherra ákvað að veita auknu fjármagni til þess að útvíkka bólusetningarnar. Bóluefni gegn veirunni eykur vörn gegn krabbameinum. Byrjað var að bólusetja stúlkur gegn HPV-veirunni árið 211. Fyrir tveimur árum var byrjað að bjóða bólusetninguna í grunnskólum óháð kyni við tólf ára aldur. Nú stendur bólusetningin drengjum upp í átján ára til boða samkvæmt tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytinsins. Þátttaka drengja í bólusetningunni er sögð hafa verið góð til þessa. Stefnt er að því að ná til flestra drengja í árgöngunum 2007 til 2010 með skipulögðu átaki í vetur. Þeim verður boðið bóluefnið Gardasil 9. Flestir sem eru kynferðislega virkir smitast af HPV-veirunni einhvern tímann á lífsleiðinni og sumir oftar en einu sinni. Fjórtán tegundir veirunnar eru þekktar sem geta þróast yfir í krabbamein, til dæmis í leghálsi, leggöngum, endaþarmi, ytri kynfærum, hálsi og berkjum. Sumar HPV-veirur orsaka kynfæravörtur en margar valda engum einkennum, að því er kemur fram á vefsíðunni Heilsuveru. Nær öll tilfelli leghálskrabbameins eru rakin til veirunnar. Krabbamein sem tengjast HPV-sýkingum önnur en leghálskrabbamein eru sum algengari hjá körlum en konum, til dæmis HPV-tengd krabbamein í koki. Þess vegna segir ráðuneytið að bólusetningar gegn HPV sýkingum óháð kyni hafi verið hafnar árið 2023. „HPV bólusetningar eru mikilvæg leið til að fækka þeim sem fá krabbamein. Bóluefni gegn HPV beindust fyrst og fremst gegn leghálskrabbameini til að byrja með, enda er það langalgengast krabbameina sem tengjast HPV, en bóluefnin hafa sannað gildi sitt gegn HPV sýkingum óháð kyni,“ segir í tilkynningunni. Krabbamein Bólusetningar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Sjá meira
Byrjað var að bólusetja stúlkur gegn HPV-veirunni árið 211. Fyrir tveimur árum var byrjað að bjóða bólusetninguna í grunnskólum óháð kyni við tólf ára aldur. Nú stendur bólusetningin drengjum upp í átján ára til boða samkvæmt tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytinsins. Þátttaka drengja í bólusetningunni er sögð hafa verið góð til þessa. Stefnt er að því að ná til flestra drengja í árgöngunum 2007 til 2010 með skipulögðu átaki í vetur. Þeim verður boðið bóluefnið Gardasil 9. Flestir sem eru kynferðislega virkir smitast af HPV-veirunni einhvern tímann á lífsleiðinni og sumir oftar en einu sinni. Fjórtán tegundir veirunnar eru þekktar sem geta þróast yfir í krabbamein, til dæmis í leghálsi, leggöngum, endaþarmi, ytri kynfærum, hálsi og berkjum. Sumar HPV-veirur orsaka kynfæravörtur en margar valda engum einkennum, að því er kemur fram á vefsíðunni Heilsuveru. Nær öll tilfelli leghálskrabbameins eru rakin til veirunnar. Krabbamein sem tengjast HPV-sýkingum önnur en leghálskrabbamein eru sum algengari hjá körlum en konum, til dæmis HPV-tengd krabbamein í koki. Þess vegna segir ráðuneytið að bólusetningar gegn HPV sýkingum óháð kyni hafi verið hafnar árið 2023. „HPV bólusetningar eru mikilvæg leið til að fækka þeim sem fá krabbamein. Bóluefni gegn HPV beindust fyrst og fremst gegn leghálskrabbameini til að byrja með, enda er það langalgengast krabbameina sem tengjast HPV, en bóluefnin hafa sannað gildi sitt gegn HPV sýkingum óháð kyni,“ segir í tilkynningunni.
Krabbamein Bólusetningar Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Sjá meira