Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 20. maí 2025 20:02 Ein rótgrónasta vintage fatabúð miðborgarinnar Gyllti kötturinn hefur nýverið tilkynnt flótta sinn úr Austurstræti yfir á Fiskislóð. Þetta er ekki einstakt tilvik heldur hluti af langvarandi þróun sem æ fleiri taka eftir. Þróun þar sem verslanir, sem eitt sinn einkenndu miðborgina, voru hluti af sögu hennar og gerðu hana lifandi og manneskjulega, hverfa hver af annarri. Einu sinni var að finna pósthús, apótek og allskyns verslanir og þjónustu í miðbænum en það hefur ört breyst. Ég elska Gyllta köttinn. Þar hef ég klappað Bakkusi miðbæjarkettinum víðfræga og keypt marga tímalausa kjóla. Það er því sárt að sjá hana hverfa úr hjarta borgarinnar vegna tillitsleysis og yfirgangs borgaryfirvalda gagnvart rekstraraðilum. Í Austurstræti hafa árum saman staðið risastór steypuklumpaskilti í bílastæðum fyrir framan búðina. Þau eru ekki sett upp til að fegra götumyndina, heldur einungis til að loka bílastæðum sem eru skuggamegin í þokkabót. Ég hef fengið fjölmargar kvartanir frá veitinga- og verslunarfólki í hverfinu vegna þessa og í kjölfarið bæði vakið máls á þessu í Borgarráði og lagt fram tillögu um að steypuskilti verði fjarlægð og stæðin gerð aðgengileg. Tillagan hefur ekki verið afgreidd. Að meirihlutinn skuli kjósa það að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, er lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Stefnan um steypuklumpa í bílastæðum Fyrir ári síðan var ég með stóra könnun á upplifun íbúa á þeim breytingum sem hafa orðið á bílastæðamálum undanfarin ár. Í könnuninni, sem meirihlutinn hefur í heilt ár frestað umræðu um í Borgarstjórn, kom skýrt fram að margir veigra sér við að sækja verslanir þar sem aðgengi er lélegt eða kostnaðarsamt að leggja bílnum. Og það þarf ekki einu sinni könnun til að sjá það: aðgengi skiptir máli. Það er ekki bara þessi eina verslun sem hefur flúið miðborgina. Guðsteinn Eyjólfsson, ein elsta herrafataverslun landsins, flutti frá Laugavegi í Ármúla eftir rúmlega 100 ára starf í miðborginni. Herrahúsið fór sömu leið – eftir hálfa öld á Laugavegi. Verslunin Kúnígúnd sameinaði starfsemi sína í Kringlunni eftir 37 ár í miðbænum og Frank Michelsen, úrsmiður, lokaði eftir 76 ára viðveru á Laugavegi og færði sig á Hafnartorg þar sem verslunin er beint fyrir ofan bílakjallarann. Þessar verslanir voru vörður í sögu götumyndarinnar sem hafa horfið – ekki vegna þess að viðskiptin eru ekki til staðar, heldur vegna þess að rekstrarskilyrðin versna með hverju árinu. Veri það vegna götuframkvæmda sem dragast óheyrilega á langinn þar sem rekstraraðilar fá litlar sem engar upplýsingar eða hálfdrættings götulokanir og steypuklumpaskilti í bílastæðum. Og ekki bara skilti því víða er búið að koma fyrir steypuklumpa-blómapottum í bílastæðum í miðbænum. Tilgangurinn er ekki að útbúa setusvæði heldur einungis að torvelda aðgengi. En steypuklumpa-blómapottanna má finna í fleiri hverfum. Erlendis tíðkast að planta trjám á gangstéttarhornum en í Reykjavík eru víða geymdir risastórir steypuklumpa-blómapottar með engu nema mold meirihluta ársins. Reglulegar fréttir af fyrirtækjum á flótta er ekki tilviljun Sumir vilja gera lítið úr þessum flótta og segja upplifun og frásagnir verslunarrekanda ekki gjaldgengar enda samræmast þær ekki trú þeirra sem sem síst vilja horfast í augu við þessa þróun. En þegar sjálfstæðar verslanir með langa sögu á svæðinu hverfa hver af fætur annarri þangað sem aðgengi er betra þá er ljóst að eitthvað er bogið. Í stað þess að hlusta á rekstraraðila og taka tillit til þeirra eru þeir snuðaðir. Ábendingar þeirra og ákall eftir samvinnu við borgina er afgreitt sem marklaust raus, ef ekki bara pólitísk pilla gegn réttlátum valdboðurum. Þegar meirihlutinn kýs að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, þá er það lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Það er sárt að sjá. Því þetta snýst ekki bara um bílastæði. Þetta snýst um framtíð miðborgarinnar. Hvort við viljum að hún sé lifandi, fjölbreytt og aðlaðandi – eða hvort hún verði áfram vettvangur steypuklumpa, einsleitinna lundabúða og tómra verslunarrýma. Það er hægt að snúa þessari þróun við. En það krefst þess að við förum að hlusta á rekstraraðila, taka mark á þeim og taka tillit til fjölbreytilegra þarfa þeirra og í guðanna bænum fjarlægjum þessa steypuklumpa. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Verslun Skipulag Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Ein rótgrónasta vintage fatabúð miðborgarinnar Gyllti kötturinn hefur nýverið tilkynnt flótta sinn úr Austurstræti yfir á Fiskislóð. Þetta er ekki einstakt tilvik heldur hluti af langvarandi þróun sem æ fleiri taka eftir. Þróun þar sem verslanir, sem eitt sinn einkenndu miðborgina, voru hluti af sögu hennar og gerðu hana lifandi og manneskjulega, hverfa hver af annarri. Einu sinni var að finna pósthús, apótek og allskyns verslanir og þjónustu í miðbænum en það hefur ört breyst. Ég elska Gyllta köttinn. Þar hef ég klappað Bakkusi miðbæjarkettinum víðfræga og keypt marga tímalausa kjóla. Það er því sárt að sjá hana hverfa úr hjarta borgarinnar vegna tillitsleysis og yfirgangs borgaryfirvalda gagnvart rekstraraðilum. Í Austurstræti hafa árum saman staðið risastór steypuklumpaskilti í bílastæðum fyrir framan búðina. Þau eru ekki sett upp til að fegra götumyndina, heldur einungis til að loka bílastæðum sem eru skuggamegin í þokkabót. Ég hef fengið fjölmargar kvartanir frá veitinga- og verslunarfólki í hverfinu vegna þessa og í kjölfarið bæði vakið máls á þessu í Borgarráði og lagt fram tillögu um að steypuskilti verði fjarlægð og stæðin gerð aðgengileg. Tillagan hefur ekki verið afgreidd. Að meirihlutinn skuli kjósa það að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, er lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Stefnan um steypuklumpa í bílastæðum Fyrir ári síðan var ég með stóra könnun á upplifun íbúa á þeim breytingum sem hafa orðið á bílastæðamálum undanfarin ár. Í könnuninni, sem meirihlutinn hefur í heilt ár frestað umræðu um í Borgarstjórn, kom skýrt fram að margir veigra sér við að sækja verslanir þar sem aðgengi er lélegt eða kostnaðarsamt að leggja bílnum. Og það þarf ekki einu sinni könnun til að sjá það: aðgengi skiptir máli. Það er ekki bara þessi eina verslun sem hefur flúið miðborgina. Guðsteinn Eyjólfsson, ein elsta herrafataverslun landsins, flutti frá Laugavegi í Ármúla eftir rúmlega 100 ára starf í miðborginni. Herrahúsið fór sömu leið – eftir hálfa öld á Laugavegi. Verslunin Kúnígúnd sameinaði starfsemi sína í Kringlunni eftir 37 ár í miðbænum og Frank Michelsen, úrsmiður, lokaði eftir 76 ára viðveru á Laugavegi og færði sig á Hafnartorg þar sem verslunin er beint fyrir ofan bílakjallarann. Þessar verslanir voru vörður í sögu götumyndarinnar sem hafa horfið – ekki vegna þess að viðskiptin eru ekki til staðar, heldur vegna þess að rekstrarskilyrðin versna með hverju árinu. Veri það vegna götuframkvæmda sem dragast óheyrilega á langinn þar sem rekstraraðilar fá litlar sem engar upplýsingar eða hálfdrættings götulokanir og steypuklumpaskilti í bílastæðum. Og ekki bara skilti því víða er búið að koma fyrir steypuklumpa-blómapottum í bílastæðum í miðbænum. Tilgangurinn er ekki að útbúa setusvæði heldur einungis að torvelda aðgengi. En steypuklumpa-blómapottanna má finna í fleiri hverfum. Erlendis tíðkast að planta trjám á gangstéttarhornum en í Reykjavík eru víða geymdir risastórir steypuklumpa-blómapottar með engu nema mold meirihluta ársins. Reglulegar fréttir af fyrirtækjum á flótta er ekki tilviljun Sumir vilja gera lítið úr þessum flótta og segja upplifun og frásagnir verslunarrekanda ekki gjaldgengar enda samræmast þær ekki trú þeirra sem sem síst vilja horfast í augu við þessa þróun. En þegar sjálfstæðar verslanir með langa sögu á svæðinu hverfa hver af fætur annarri þangað sem aðgengi er betra þá er ljóst að eitthvað er bogið. Í stað þess að hlusta á rekstraraðila og taka tillit til þeirra eru þeir snuðaðir. Ábendingar þeirra og ákall eftir samvinnu við borgina er afgreitt sem marklaust raus, ef ekki bara pólitísk pilla gegn réttlátum valdboðurum. Þegar meirihlutinn kýs að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, þá er það lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Það er sárt að sjá. Því þetta snýst ekki bara um bílastæði. Þetta snýst um framtíð miðborgarinnar. Hvort við viljum að hún sé lifandi, fjölbreytt og aðlaðandi – eða hvort hún verði áfram vettvangur steypuklumpa, einsleitinna lundabúða og tómra verslunarrýma. Það er hægt að snúa þessari þróun við. En það krefst þess að við förum að hlusta á rekstraraðila, taka mark á þeim og taka tillit til fjölbreytilegra þarfa þeirra og í guðanna bænum fjarlægjum þessa steypuklumpa. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun