Svanhildur Hólm fór holu í höggi Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2025 15:37 Svanhildur Hólm, sem er til þess að gera nýbyrjuð í golfi, fór holu í höggi. Loga Bergmann, eiginmanni hennar til utanáliggjandi mæðu. Facebook Versta martröð Loga Bergmann raungerðist. Svanhildur Hólm Valsdóttir sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og eiginkona Loga, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi. Logi Bergmann Eiðsson, eiginmaður Svanhildar, hefur fjallað mikið og ítarlega um þrá sína eftir því að fara holu í höggi. Og hefur þetta verið stöðugt til umfjöllunar í hlaðvarpi þeirra Jóns Júlíusar Karlssonar; allir gestir eru spurðir í þaula um þetta atriði. Boltinn beint ofan í af 135 metra færi Svanhildur segir hins vegar frá því að þau hjónin hafi farið í golf með vinum þeirra, þeim Gunnari Úlfarssyni og Jóni Júlíusi. „Jón Júlíus og Logi höfðu ákveðið að taka upp á nokkrum holum, enda eru þeir saman með hið stórgóða hlaðvarp Seinni níu. Þeir voru reyndar ekki með upptöku í gangi þegar ég sló teighöggið á 2. holu vallarins, en tóku fljótt við sér og skjalfestu það sem á eftir kom! Ég setti sem sagt boltann ofan í, á 135 metra færi, með sjö-járni.“ Svanhildur birtir myndbönd með frásögninni sem sjá má hér neðar og segist ekkert hafa skilið í þessu en þetta hafi verið gaman og frábært að þetta skyldi gerast með góðum vinum sem fögnuðu stórkostlega með mér. „Það má líka fylgja sögunni að við Logi erum enn gift og ætlum að vera það áfram, þrátt fyrir allar yfirlýsingar hans um að ef ég færi holu í höggi á undan honum væri það fullkominn forsendubrestur í þessu hjónabandi!“ Besti hringur Loga sem reyndist huggun harmi gegn Svanhildur fékk svo afhentan sérstakan fána Bretton Woods-klúbbsins nálægt Washington, hvar þau voru að spila og fæ nafnið sitt upp á vegg í klúbbhúsinu. Hún heldur að hún sé annar Íslendingurinn til þess. Hinn er Bragi Valgeirsson. „En af því að alheimurinn leitar alltaf jafnvægis og gætir þess að maður ofmetnist ekki, er rétt að geta þess að ég labbaði á kyrrstæðan golfbíl á sautjándu braut. Gunnar var eftir hringinn ekki viss um hvort væri merkilegra, að fara holu í höggi eða labba á golfbíl,“ segir Svanhildur á Facebook-síðu sinni. „Já, enn sem komið er þá heldur hjónabandið. Hann var búinn að nefna þetta í þættinum að það myndi koma til skilnaðar,“ segir Jón Júlíus. En það hafi nú mjög líklega verið í nösunum á honum. Þetta hafi verið frábært högg hjá Svanhildi og stefndi allan tímann á pinnann. „En þetta er líklega besti hringurinn sem Logi hefur spilað í Bandaríkjunum þannig að það var huggun harmi gegn. Hann var að spila mjög gott golf. Hann hefur verið í púttveseni en það var ekki núna, hann púttaði eins og engill. Ég hef áður verið viðstaddur þegar einhver hefur farið holu í höggi. Það trúði þessu enginn. Þetta var stórkostlegt," segir Jón Júlíus kátur. Golf Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Logi Bergmann Eiðsson, eiginmaður Svanhildar, hefur fjallað mikið og ítarlega um þrá sína eftir því að fara holu í höggi. Og hefur þetta verið stöðugt til umfjöllunar í hlaðvarpi þeirra Jóns Júlíusar Karlssonar; allir gestir eru spurðir í þaula um þetta atriði. Boltinn beint ofan í af 135 metra færi Svanhildur segir hins vegar frá því að þau hjónin hafi farið í golf með vinum þeirra, þeim Gunnari Úlfarssyni og Jóni Júlíusi. „Jón Júlíus og Logi höfðu ákveðið að taka upp á nokkrum holum, enda eru þeir saman með hið stórgóða hlaðvarp Seinni níu. Þeir voru reyndar ekki með upptöku í gangi þegar ég sló teighöggið á 2. holu vallarins, en tóku fljótt við sér og skjalfestu það sem á eftir kom! Ég setti sem sagt boltann ofan í, á 135 metra færi, með sjö-járni.“ Svanhildur birtir myndbönd með frásögninni sem sjá má hér neðar og segist ekkert hafa skilið í þessu en þetta hafi verið gaman og frábært að þetta skyldi gerast með góðum vinum sem fögnuðu stórkostlega með mér. „Það má líka fylgja sögunni að við Logi erum enn gift og ætlum að vera það áfram, þrátt fyrir allar yfirlýsingar hans um að ef ég færi holu í höggi á undan honum væri það fullkominn forsendubrestur í þessu hjónabandi!“ Besti hringur Loga sem reyndist huggun harmi gegn Svanhildur fékk svo afhentan sérstakan fána Bretton Woods-klúbbsins nálægt Washington, hvar þau voru að spila og fæ nafnið sitt upp á vegg í klúbbhúsinu. Hún heldur að hún sé annar Íslendingurinn til þess. Hinn er Bragi Valgeirsson. „En af því að alheimurinn leitar alltaf jafnvægis og gætir þess að maður ofmetnist ekki, er rétt að geta þess að ég labbaði á kyrrstæðan golfbíl á sautjándu braut. Gunnar var eftir hringinn ekki viss um hvort væri merkilegra, að fara holu í höggi eða labba á golfbíl,“ segir Svanhildur á Facebook-síðu sinni. „Já, enn sem komið er þá heldur hjónabandið. Hann var búinn að nefna þetta í þættinum að það myndi koma til skilnaðar,“ segir Jón Júlíus. En það hafi nú mjög líklega verið í nösunum á honum. Þetta hafi verið frábært högg hjá Svanhildi og stefndi allan tímann á pinnann. „En þetta er líklega besti hringurinn sem Logi hefur spilað í Bandaríkjunum þannig að það var huggun harmi gegn. Hann var að spila mjög gott golf. Hann hefur verið í púttveseni en það var ekki núna, hann púttaði eins og engill. Ég hef áður verið viðstaddur þegar einhver hefur farið holu í höggi. Það trúði þessu enginn. Þetta var stórkostlegt," segir Jón Júlíus kátur.
Golf Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira