Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2025 07:31 Tvisvar hefur verið reynt að halda aðalfund hjá MÍR síðasta árið eftir að dómstóll felldi úr gildi ákvarðanir á aðalfundi 2022. Í tvígang hefur hópur fólks sem telur sig eiga rétt á að sitja fundinn hleypt honum upp. Vísir/Vilhelm Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. Deilur hafa staðið um framtíð Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) allt frá því að stjórn félagsins samþykkti að leggja það niður í núverandi mynd og breyta því í styrktarsjóð árið 2022. Dómstóll ógilti þá ákvörðun í fyrra en stöðva þurfti aðalfund þar sem átti að leiða málið til lykta í fyrra eftir að hópur fólks sem taldi sig eiga rétt á að sitja fundinn reyndi að brjóta sér leið inn. Ekki fór betur þegar enn var reynt að halda aðalfund á miðvikudag. Sigurður H. Einarsson, ritari starfandi stjórnar MÍR, segir að hópur fólks sem sé ekki félagsmenn hafi ruðst inn og neitað að fara. Því hafi þurft að fresta fundinum um óákveðinn tíma. „Það tókst að eyðileggja þennan aðalfund eins og hinn. Þetta er bara stál í stál eins og er,“ segir Sigurður við Vísi. Deilt um sölu á húsnæðinu og breytt form á félaginu Forsaga deilunnar er sú að þáverandi stjórn félagsins lagði fram tillögu um að selja húsnæði þess að Hverfisgötu 105 á aðalfundinum árið 2022. Féð sem fengist fyrir það yrði notað til þess að stofna styrktarsjóð til að styrkja þýðingar á rússneskum bókmenntum. MÍR var áður stöndugt félag með hundruð félaga en áhugi á starfseminni hefur dvínað verulega á undanförnum árum og áratugum. Sigurði telst til að aðeins átján félagsmenn séu eftir, margir þeirra komnir vel á aldur. Félagið standi ekki undir rekstri húsnæðisins og róðurinn þyngist ár frá ári. Eftir að þáverandi stjórn samþykkti að breyta starfseminni og selja húsnæðið stefndi fyrrverandi formaður MÍR félaginu og krafðist ógildingar ákvörðunarinnar. Sökuðu stefnendur þáverandi stjórn um að reyna að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fundinn ólöglega boðaðan og ógilti ákvarðanir hans í fyrra. Í aðdraganda aðalfundarins í fyrra var fólk hvatt til þess að steypa stjórn MÍR sem væri mótfallin Rússlandi á vefsíðu sem tengist rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Hvatningunni fylgdu leiðbeiningar um hvernig fólk ætti að leggja fé beint inn á bankareikning MÍR og skrá það sem félagsgjöld. Þessi mynd fylgdi grein sem birtist á vefsíðunni Rus.is um opinn fund sem stefnendur í MÍR-málinu boðuðu til í apríl í fyrra. Rus.is tengist rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni.Rus.is Starfandi stjórn MÍR telur fólk sem lagði fé þannig inn ekki félagsmenn enda geri lög félagsins ráð fyrir að sérstök félagsstjórn samþykki umsóknir nýrra félagsmanna. Sem starfsstjórn hafi hún ekki umboð til þess að taka inn nýja félaga áður en nýr aðalfundur verður haldinn. Sló til starfandi formanns Tillögur um sölu á húsnæðinu og umræður um framtíð MÍR voru enn á dagskrá aðalfundarins sem átti að halda í síðustu viku. Sigurður segir að hluti af fólkinu sem krafðist þess að sitja fundinn hafi verið fólk sem var félagar fyrir löngu en hefur ekki greitt félagsgjöld um árabil og hluti fólk sem lagði inn á reikning félagsins án þess að umsókn þess um aðild hafi verið samþykkt. Upphæðirnar sem fólkið lagði inn hafi heldur ekki verið réttar. „Ég veit ekki hvernig þetta endar, nema við fáum frið til þess að halda aðalfund til að breyta lögum félagsins,“ segir Sigurður en lögunum verði aðeins breytt á aðalfundi. Síðast þegar reynt var að halda aðalfund MÍR í maí í fyrra réðst Haukur Hauksson, álitsgjafi á Útvarpi Sögu og sjálftitlaður fréttaritari í Moskvu, á Sigurð og reif skyrtuna hans í hamaganginum. Haukur gekkst við því sjálfur í samtali við Vísi í fyrra að hafa gerst sekur um að skyrta rifnaði í rifrildi við fundinn. Enn kom til handalögmála á fundinum í síðustu viku. Sigurður segir að þá hafi nafni sinn Þórðarson, fullgildur félagsmaður sem hefur haft sig mjög í frammi gegn starfandi stjórninni, slegið Kristján Andrésson, starfandi formann. „Svona menn með svona dólgshátt eiga bara að vera reknir úr félaginu,“ segir Sigurður sem hyggst sjálfur leggja það til. Fundinum hafi svo lokið með tali um að reynt yrði að koma á sáttanefnd til þess að freista þess að þoka málunum áfram. Sigurður fullyrðir að deilurnar snúist um fasteignina að Hverfisgötu og peningana. Andstæðingar sölunnar hafi ekki sýnt sérstakan áhuga á rússneskri menningu eða MÍR nokkurn tímann þar til ákveðið var að selja húsnæðið. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði í fréttinni að slegið hefði verið til Einars Bragasonar, fyrrverandi formanns, en það rétta er að slegið hafi verið til Kristjáns Andréssonar, núverandi formanns. Félagasamtök Rússland Menning Tengdar fréttir Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Deilur hafa staðið um framtíð Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) allt frá því að stjórn félagsins samþykkti að leggja það niður í núverandi mynd og breyta því í styrktarsjóð árið 2022. Dómstóll ógilti þá ákvörðun í fyrra en stöðva þurfti aðalfund þar sem átti að leiða málið til lykta í fyrra eftir að hópur fólks sem taldi sig eiga rétt á að sitja fundinn reyndi að brjóta sér leið inn. Ekki fór betur þegar enn var reynt að halda aðalfund á miðvikudag. Sigurður H. Einarsson, ritari starfandi stjórnar MÍR, segir að hópur fólks sem sé ekki félagsmenn hafi ruðst inn og neitað að fara. Því hafi þurft að fresta fundinum um óákveðinn tíma. „Það tókst að eyðileggja þennan aðalfund eins og hinn. Þetta er bara stál í stál eins og er,“ segir Sigurður við Vísi. Deilt um sölu á húsnæðinu og breytt form á félaginu Forsaga deilunnar er sú að þáverandi stjórn félagsins lagði fram tillögu um að selja húsnæði þess að Hverfisgötu 105 á aðalfundinum árið 2022. Féð sem fengist fyrir það yrði notað til þess að stofna styrktarsjóð til að styrkja þýðingar á rússneskum bókmenntum. MÍR var áður stöndugt félag með hundruð félaga en áhugi á starfseminni hefur dvínað verulega á undanförnum árum og áratugum. Sigurði telst til að aðeins átján félagsmenn séu eftir, margir þeirra komnir vel á aldur. Félagið standi ekki undir rekstri húsnæðisins og róðurinn þyngist ár frá ári. Eftir að þáverandi stjórn samþykkti að breyta starfseminni og selja húsnæðið stefndi fyrrverandi formaður MÍR félaginu og krafðist ógildingar ákvörðunarinnar. Sökuðu stefnendur þáverandi stjórn um að reyna að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fundinn ólöglega boðaðan og ógilti ákvarðanir hans í fyrra. Í aðdraganda aðalfundarins í fyrra var fólk hvatt til þess að steypa stjórn MÍR sem væri mótfallin Rússlandi á vefsíðu sem tengist rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Hvatningunni fylgdu leiðbeiningar um hvernig fólk ætti að leggja fé beint inn á bankareikning MÍR og skrá það sem félagsgjöld. Þessi mynd fylgdi grein sem birtist á vefsíðunni Rus.is um opinn fund sem stefnendur í MÍR-málinu boðuðu til í apríl í fyrra. Rus.is tengist rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni.Rus.is Starfandi stjórn MÍR telur fólk sem lagði fé þannig inn ekki félagsmenn enda geri lög félagsins ráð fyrir að sérstök félagsstjórn samþykki umsóknir nýrra félagsmanna. Sem starfsstjórn hafi hún ekki umboð til þess að taka inn nýja félaga áður en nýr aðalfundur verður haldinn. Sló til starfandi formanns Tillögur um sölu á húsnæðinu og umræður um framtíð MÍR voru enn á dagskrá aðalfundarins sem átti að halda í síðustu viku. Sigurður segir að hluti af fólkinu sem krafðist þess að sitja fundinn hafi verið fólk sem var félagar fyrir löngu en hefur ekki greitt félagsgjöld um árabil og hluti fólk sem lagði inn á reikning félagsins án þess að umsókn þess um aðild hafi verið samþykkt. Upphæðirnar sem fólkið lagði inn hafi heldur ekki verið réttar. „Ég veit ekki hvernig þetta endar, nema við fáum frið til þess að halda aðalfund til að breyta lögum félagsins,“ segir Sigurður en lögunum verði aðeins breytt á aðalfundi. Síðast þegar reynt var að halda aðalfund MÍR í maí í fyrra réðst Haukur Hauksson, álitsgjafi á Útvarpi Sögu og sjálftitlaður fréttaritari í Moskvu, á Sigurð og reif skyrtuna hans í hamaganginum. Haukur gekkst við því sjálfur í samtali við Vísi í fyrra að hafa gerst sekur um að skyrta rifnaði í rifrildi við fundinn. Enn kom til handalögmála á fundinum í síðustu viku. Sigurður segir að þá hafi nafni sinn Þórðarson, fullgildur félagsmaður sem hefur haft sig mjög í frammi gegn starfandi stjórninni, slegið Kristján Andrésson, starfandi formann. „Svona menn með svona dólgshátt eiga bara að vera reknir úr félaginu,“ segir Sigurður sem hyggst sjálfur leggja það til. Fundinum hafi svo lokið með tali um að reynt yrði að koma á sáttanefnd til þess að freista þess að þoka málunum áfram. Sigurður fullyrðir að deilurnar snúist um fasteignina að Hverfisgötu og peningana. Andstæðingar sölunnar hafi ekki sýnt sérstakan áhuga á rússneskri menningu eða MÍR nokkurn tímann þar til ákveðið var að selja húsnæðið. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði í fréttinni að slegið hefði verið til Einars Bragasonar, fyrrverandi formanns, en það rétta er að slegið hafi verið til Kristjáns Andréssonar, núverandi formanns.
Félagasamtök Rússland Menning Tengdar fréttir Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00