Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2025 07:31 Tvisvar hefur verið reynt að halda aðalfund hjá MÍR síðasta árið eftir að dómstóll felldi úr gildi ákvarðanir á aðalfundi 2022. Í tvígang hefur hópur fólks sem telur sig eiga rétt á að sitja fundinn hleypt honum upp. Vísir/Vilhelm Reyna á að koma á fót sáttanefnd eftir að hópur fólks kom í veg fyrir að aðalfundur menningarfélagsins MÍR yrði haldinn í síðustu viku. Hætta varð við síðasta fund í miðjum klíðum eftir að til handalögmála kom við húsnæði félagsins. Deilur hafa staðið um framtíð Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) allt frá því að stjórn félagsins samþykkti að leggja það niður í núverandi mynd og breyta því í styrktarsjóð árið 2022. Dómstóll ógilti þá ákvörðun í fyrra en stöðva þurfti aðalfund þar sem átti að leiða málið til lykta í fyrra eftir að hópur fólks sem taldi sig eiga rétt á að sitja fundinn reyndi að brjóta sér leið inn. Ekki fór betur þegar enn var reynt að halda aðalfund á miðvikudag. Sigurður H. Einarsson, ritari starfandi stjórnar MÍR, segir að hópur fólks sem sé ekki félagsmenn hafi ruðst inn og neitað að fara. Því hafi þurft að fresta fundinum um óákveðinn tíma. „Það tókst að eyðileggja þennan aðalfund eins og hinn. Þetta er bara stál í stál eins og er,“ segir Sigurður við Vísi. Deilt um sölu á húsnæðinu og breytt form á félaginu Forsaga deilunnar er sú að þáverandi stjórn félagsins lagði fram tillögu um að selja húsnæði þess að Hverfisgötu 105 á aðalfundinum árið 2022. Féð sem fengist fyrir það yrði notað til þess að stofna styrktarsjóð til að styrkja þýðingar á rússneskum bókmenntum. MÍR var áður stöndugt félag með hundruð félaga en áhugi á starfseminni hefur dvínað verulega á undanförnum árum og áratugum. Sigurði telst til að aðeins átján félagsmenn séu eftir, margir þeirra komnir vel á aldur. Félagið standi ekki undir rekstri húsnæðisins og róðurinn þyngist ár frá ári. Eftir að þáverandi stjórn samþykkti að breyta starfseminni og selja húsnæðið stefndi fyrrverandi formaður MÍR félaginu og krafðist ógildingar ákvörðunarinnar. Sökuðu stefnendur þáverandi stjórn um að reyna að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fundinn ólöglega boðaðan og ógilti ákvarðanir hans í fyrra. Í aðdraganda aðalfundarins í fyrra var fólk hvatt til þess að steypa stjórn MÍR sem væri mótfallin Rússlandi á vefsíðu sem tengist rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Hvatningunni fylgdu leiðbeiningar um hvernig fólk ætti að leggja fé beint inn á bankareikning MÍR og skrá það sem félagsgjöld. Þessi mynd fylgdi grein sem birtist á vefsíðunni Rus.is um opinn fund sem stefnendur í MÍR-málinu boðuðu til í apríl í fyrra. Rus.is tengist rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni.Rus.is Starfandi stjórn MÍR telur fólk sem lagði fé þannig inn ekki félagsmenn enda geri lög félagsins ráð fyrir að sérstök félagsstjórn samþykki umsóknir nýrra félagsmanna. Sem starfsstjórn hafi hún ekki umboð til þess að taka inn nýja félaga áður en nýr aðalfundur verður haldinn. Sló til starfandi formanns Tillögur um sölu á húsnæðinu og umræður um framtíð MÍR voru enn á dagskrá aðalfundarins sem átti að halda í síðustu viku. Sigurður segir að hluti af fólkinu sem krafðist þess að sitja fundinn hafi verið fólk sem var félagar fyrir löngu en hefur ekki greitt félagsgjöld um árabil og hluti fólk sem lagði inn á reikning félagsins án þess að umsókn þess um aðild hafi verið samþykkt. Upphæðirnar sem fólkið lagði inn hafi heldur ekki verið réttar. „Ég veit ekki hvernig þetta endar, nema við fáum frið til þess að halda aðalfund til að breyta lögum félagsins,“ segir Sigurður en lögunum verði aðeins breytt á aðalfundi. Síðast þegar reynt var að halda aðalfund MÍR í maí í fyrra réðst Haukur Hauksson, álitsgjafi á Útvarpi Sögu og sjálftitlaður fréttaritari í Moskvu, á Sigurð og reif skyrtuna hans í hamaganginum. Haukur gekkst við því sjálfur í samtali við Vísi í fyrra að hafa gerst sekur um að skyrta rifnaði í rifrildi við fundinn. Enn kom til handalögmála á fundinum í síðustu viku. Sigurður segir að þá hafi nafni sinn Þórðarson, fullgildur félagsmaður sem hefur haft sig mjög í frammi gegn starfandi stjórninni, slegið Kristján Andrésson, starfandi formann. „Svona menn með svona dólgshátt eiga bara að vera reknir úr félaginu,“ segir Sigurður sem hyggst sjálfur leggja það til. Fundinum hafi svo lokið með tali um að reynt yrði að koma á sáttanefnd til þess að freista þess að þoka málunum áfram. Sigurður fullyrðir að deilurnar snúist um fasteignina að Hverfisgötu og peningana. Andstæðingar sölunnar hafi ekki sýnt sérstakan áhuga á rússneskri menningu eða MÍR nokkurn tímann þar til ákveðið var að selja húsnæðið. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði í fréttinni að slegið hefði verið til Einars Bragasonar, fyrrverandi formanns, en það rétta er að slegið hafi verið til Kristjáns Andréssonar, núverandi formanns. Félagasamtök Rússland Menning Tengdar fréttir Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Deilur hafa staðið um framtíð Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) allt frá því að stjórn félagsins samþykkti að leggja það niður í núverandi mynd og breyta því í styrktarsjóð árið 2022. Dómstóll ógilti þá ákvörðun í fyrra en stöðva þurfti aðalfund þar sem átti að leiða málið til lykta í fyrra eftir að hópur fólks sem taldi sig eiga rétt á að sitja fundinn reyndi að brjóta sér leið inn. Ekki fór betur þegar enn var reynt að halda aðalfund á miðvikudag. Sigurður H. Einarsson, ritari starfandi stjórnar MÍR, segir að hópur fólks sem sé ekki félagsmenn hafi ruðst inn og neitað að fara. Því hafi þurft að fresta fundinum um óákveðinn tíma. „Það tókst að eyðileggja þennan aðalfund eins og hinn. Þetta er bara stál í stál eins og er,“ segir Sigurður við Vísi. Deilt um sölu á húsnæðinu og breytt form á félaginu Forsaga deilunnar er sú að þáverandi stjórn félagsins lagði fram tillögu um að selja húsnæði þess að Hverfisgötu 105 á aðalfundinum árið 2022. Féð sem fengist fyrir það yrði notað til þess að stofna styrktarsjóð til að styrkja þýðingar á rússneskum bókmenntum. MÍR var áður stöndugt félag með hundruð félaga en áhugi á starfseminni hefur dvínað verulega á undanförnum árum og áratugum. Sigurði telst til að aðeins átján félagsmenn séu eftir, margir þeirra komnir vel á aldur. Félagið standi ekki undir rekstri húsnæðisins og róðurinn þyngist ár frá ári. Eftir að þáverandi stjórn samþykkti að breyta starfseminni og selja húsnæðið stefndi fyrrverandi formaður MÍR félaginu og krafðist ógildingar ákvörðunarinnar. Sökuðu stefnendur þáverandi stjórn um að reyna að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fundinn ólöglega boðaðan og ógilti ákvarðanir hans í fyrra. Í aðdraganda aðalfundarins í fyrra var fólk hvatt til þess að steypa stjórn MÍR sem væri mótfallin Rússlandi á vefsíðu sem tengist rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni. Hvatningunni fylgdu leiðbeiningar um hvernig fólk ætti að leggja fé beint inn á bankareikning MÍR og skrá það sem félagsgjöld. Þessi mynd fylgdi grein sem birtist á vefsíðunni Rus.is um opinn fund sem stefnendur í MÍR-málinu boðuðu til í apríl í fyrra. Rus.is tengist rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni.Rus.is Starfandi stjórn MÍR telur fólk sem lagði fé þannig inn ekki félagsmenn enda geri lög félagsins ráð fyrir að sérstök félagsstjórn samþykki umsóknir nýrra félagsmanna. Sem starfsstjórn hafi hún ekki umboð til þess að taka inn nýja félaga áður en nýr aðalfundur verður haldinn. Sló til starfandi formanns Tillögur um sölu á húsnæðinu og umræður um framtíð MÍR voru enn á dagskrá aðalfundarins sem átti að halda í síðustu viku. Sigurður segir að hluti af fólkinu sem krafðist þess að sitja fundinn hafi verið fólk sem var félagar fyrir löngu en hefur ekki greitt félagsgjöld um árabil og hluti fólk sem lagði inn á reikning félagsins án þess að umsókn þess um aðild hafi verið samþykkt. Upphæðirnar sem fólkið lagði inn hafi heldur ekki verið réttar. „Ég veit ekki hvernig þetta endar, nema við fáum frið til þess að halda aðalfund til að breyta lögum félagsins,“ segir Sigurður en lögunum verði aðeins breytt á aðalfundi. Síðast þegar reynt var að halda aðalfund MÍR í maí í fyrra réðst Haukur Hauksson, álitsgjafi á Útvarpi Sögu og sjálftitlaður fréttaritari í Moskvu, á Sigurð og reif skyrtuna hans í hamaganginum. Haukur gekkst við því sjálfur í samtali við Vísi í fyrra að hafa gerst sekur um að skyrta rifnaði í rifrildi við fundinn. Enn kom til handalögmála á fundinum í síðustu viku. Sigurður segir að þá hafi nafni sinn Þórðarson, fullgildur félagsmaður sem hefur haft sig mjög í frammi gegn starfandi stjórninni, slegið Kristján Andrésson, starfandi formann. „Svona menn með svona dólgshátt eiga bara að vera reknir úr félaginu,“ segir Sigurður sem hyggst sjálfur leggja það til. Fundinum hafi svo lokið með tali um að reynt yrði að koma á sáttanefnd til þess að freista þess að þoka málunum áfram. Sigurður fullyrðir að deilurnar snúist um fasteignina að Hverfisgötu og peningana. Andstæðingar sölunnar hafi ekki sýnt sérstakan áhuga á rússneskri menningu eða MÍR nokkurn tímann þar til ákveðið var að selja húsnæðið. Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sagði í fréttinni að slegið hefði verið til Einars Bragasonar, fyrrverandi formanns, en það rétta er að slegið hafi verið til Kristjáns Andréssonar, núverandi formanns.
Félagasamtök Rússland Menning Tengdar fréttir Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00