Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Eiður Þór Árnason skrifar 16. maí 2025 00:13 Palestínumenn skoða rústirnar af heimili Al-Lahham fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag. AP Photo/Abdel Kareem Hana Minnst 114 féllu í loftárásum Ísraelshers á Gasa á fimmtudag. Ísraelsher hefur fjölgað loftárásum sínum og segir þær beinast að innviðum og Hamas-liðum. Aðgerðirnar eru sagðar undanfari aukins landhernaðar á Gasa en yfirvöld í Ísrael hafa boðað að svæðið verði hernumið. Þetta hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir heilbrigðisyfirvöldum og viðbragðsaðilum á Gasa. Árásirnar eiga sér stað á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækir Mið-Austurlönd en hann hyggst ekki koma við í Ísrael. Höfðu margir bundið vonir við að heimsókn hans gæti leitt til viðræðna um vopnahlé eða liðkað fyrir endurreisn mannúðaraðstoðar á svæðinu. Ísrael hefur nú stöðvað matar- og lyfjasendingar til Gasa í á þriðja mánuð. AP-fréttaveitan greinir frá því að kvikmyndatökumaður þeirra í Khan Younis hafi talið 10 loftárásir á borgina Khan Younis síðustu nótt og fram á fimmtudag og séð fjölmörg lík flutt á líkhúsið á Nasser-sjúkrahúsinu. Sum þeirra voru illa leikin og tók því tíma að bera kennsl á þau. Palestínskt barn gengur um rústirnar af heimili Al-Zainati fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Meðal hinna látnu var blaðamaður sem starfaði fyrir katarska sjónvarpsstöðina Al Araby TV. Stöðin greindi frá því á samfélagsmiðlum að Hasan Samour hafi verið drepinn ásamt 11 fjölskyldumeðlimum sínum í einni af árásunum á Khan Younis. Þetta var önnur nóttin í röð sem íbúar þurftu að þola miklar sprengjuárásar á borgina. Minnst 70 manns, þar af um tuttugu börn, féllu í loftárásum á norður- og suðurhluta Gasa á miðvikudag, að sögn AP-fréttaveitunnar. Þá féllu 13 manns í annarri árás á mosku og litla heilbrigðisstofnun í Jabaliya í norðurhluta Gasa, að sögn yfirvalda þar. Palestínumenn skoða rústirnar af heimili Al-Lahham fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Vilja hernema Gasa og flytja fólk á brott Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að bæta enn frekar í hernaðaraðgerðir Ísraela á Gasa með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum sem fara með yfirráð á svæðinu. Alþjóðasamtök Mannréttindavaktarinnar hafa harðlega gagnrýnt fyrirætlanir Ísraels um að hernema Gasaströndina og flytja hundruð þúsund íbúa af svæðinu. Hafa samtökin hvatt alþjóðasamfélagið til að mótmæla þeim. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem starfa undir stjórn Hamas, sögðu á fimmtudagsmorgun að alls 53.010 Palestínumenn hafi látist og 119.998 særst í árásum Ísraela frá því að stríðið hófst í október 2023. Sömu yfirvöld segja að nærri 3.000 hafi verið drepnir frá því að Ísraelsher batt enda á vopnahlé þann 18. mars síðastliðinn. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Þetta hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir heilbrigðisyfirvöldum og viðbragðsaðilum á Gasa. Árásirnar eiga sér stað á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækir Mið-Austurlönd en hann hyggst ekki koma við í Ísrael. Höfðu margir bundið vonir við að heimsókn hans gæti leitt til viðræðna um vopnahlé eða liðkað fyrir endurreisn mannúðaraðstoðar á svæðinu. Ísrael hefur nú stöðvað matar- og lyfjasendingar til Gasa í á þriðja mánuð. AP-fréttaveitan greinir frá því að kvikmyndatökumaður þeirra í Khan Younis hafi talið 10 loftárásir á borgina Khan Younis síðustu nótt og fram á fimmtudag og séð fjölmörg lík flutt á líkhúsið á Nasser-sjúkrahúsinu. Sum þeirra voru illa leikin og tók því tíma að bera kennsl á þau. Palestínskt barn gengur um rústirnar af heimili Al-Zainati fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Meðal hinna látnu var blaðamaður sem starfaði fyrir katarska sjónvarpsstöðina Al Araby TV. Stöðin greindi frá því á samfélagsmiðlum að Hasan Samour hafi verið drepinn ásamt 11 fjölskyldumeðlimum sínum í einni af árásunum á Khan Younis. Þetta var önnur nóttin í röð sem íbúar þurftu að þola miklar sprengjuárásar á borgina. Minnst 70 manns, þar af um tuttugu börn, féllu í loftárásum á norður- og suðurhluta Gasa á miðvikudag, að sögn AP-fréttaveitunnar. Þá féllu 13 manns í annarri árás á mosku og litla heilbrigðisstofnun í Jabaliya í norðurhluta Gasa, að sögn yfirvalda þar. Palestínumenn skoða rústirnar af heimili Al-Lahham fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Vilja hernema Gasa og flytja fólk á brott Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að bæta enn frekar í hernaðaraðgerðir Ísraela á Gasa með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum sem fara með yfirráð á svæðinu. Alþjóðasamtök Mannréttindavaktarinnar hafa harðlega gagnrýnt fyrirætlanir Ísraels um að hernema Gasaströndina og flytja hundruð þúsund íbúa af svæðinu. Hafa samtökin hvatt alþjóðasamfélagið til að mótmæla þeim. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem starfa undir stjórn Hamas, sögðu á fimmtudagsmorgun að alls 53.010 Palestínumenn hafi látist og 119.998 særst í árásum Ísraela frá því að stríðið hófst í október 2023. Sömu yfirvöld segja að nærri 3.000 hafi verið drepnir frá því að Ísraelsher batt enda á vopnahlé þann 18. mars síðastliðinn.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira