Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal, Yousef Ingi Tamimi og Magnús Magnússon skrifa 15. maí 2025 11:00 Í dag, 15. maí, er alþjóðlegur minningardagur um Nakba (ísl. Hörmungarnar). Nakba markar upphaf þjóðernishreinsana, landtöku, stríðsglæpa og mannréttindabrota Ísraels gagnvart palestínsku þjóðinni. Á árunum 1947-1949 myrtu Ísraelar 15.000 Palestínumenn og þvinguðu 750.000 manns frá þorpum sínum. Á þessum degi minnumst við fórnarlamba Nakba og allra þeirra sem hafa verið drepin síðustu 77 ár. Við hugsum til allra þeirra palestínsku barna sem hafa verið rænd framtíð sinni og þeirra barna sem nú eru í bráðri lífshættu vegna manngerðrar hungursneyðar og loftárása Ísraels. En það er ekki nóg að hugsa til þeirra - við verðum að standa með þeim. Hlýhugur mun ekki bjarga lífi þeirra, það gera bréfaskriftir og fordæmingar ekki heldur eins og við höfum séð síðustu 77 ár. Við verðum að grípa til aðgerða. Hörmungarnar halda áfram og hafa aldrei verið grimmari. Í fyrradag kynnti Benjamin Netanyahu lokalausn Ísraelsríkis og sagði að Gazaströndin yrði hernumin sama hvað, jafnvel þó öllum gíslum yrði sleppt. Palestínumenn yrðu drepnir eða reknir á flótta til að ná markmiðinu um að hernema Gaza. Þjóðarmorðið á Gaza snérist aldrei um frelsun gísla heldur landtöku og þjóðernishreinsanir, núna líkt og síðustu 77 ár. Lokalausn Ísraelsríkis inniheldur gróf brot á alþjóðalögum, hún er opinská yfirlýsing um ásetning um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við yfirlýsingu Netanyahu hafa verið engin. Þess í stað sendi Ísland palestínsku þjóðinni kaldar kveðjur í gær, rétt fyrir minningardag um Nakba með því að endurnýja samning við Rapyd, greiðslumiðlunarfyrirtæki sem styður þjóðarmorð og landtöku Ísraels með ráð og dáð. Í stað þess að bregðast við opinskárri yfirlýsingu um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir tók Ríkisútvarpið þátt í Eurovision við hlið Ísraels eins og ekkert væri. Íslendingar verða nú áfram neyddir til að eiga viðskipti við Rapyd til að greiða fyrir grunnþjónustu og Ríkisútvarp allra landsmanna tekur áfram virkan þátt í áróðursherferð Ísraela í Eurovision - ljær áróðri þeirra trúverðugleika og skjól. Stuðningur almennings á Íslandi við Palestínu er og hefur verið mikill. Það er brýnt að við, fólkið, höldum stuðningi okkar áfram, horfum ekki undan og krefjum íslensk stjórnvöld um alvöru aðgerðir, strax. Á laugardag munum við ganga fylktu liði í samstöðu með Palestínsku þjóðinni kl. 14:30 frá Bandaríska sendiráðinu, sendiráði þess lands sem gæti stöðvað Hörmungarnar með einu símtali. Þá liggur leið okkar niður á Austurvöll þar sem Páll Óskar mun ávarpa fjöldann og fyrrum Eurovision-farar Íslands munu leiða samsöng. Við krefjumst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið frá ríkisstjórninni og alþjóðasamfélaginu. Mætum. Sýnum ríkisstjórninni að við viljum ekki vera samsek í þjóðarmorði Ísraela með aðgerðaleysi og beinum fjárstuðningi í gegnum Rapyd. Við viljum ekki ljá áróðri Ísraela sannleiksgildi með því að taka þátt í Eurovision við hlið þeirra eins og ekkert sé eðlilegra. Stjórnvöld: við viljum að þið slítið stjórnmálasambandi við Ísrael. Setjið viðskiptaþvinganir á Ísrael og styðjið kæru Suður-Afríku hjá Alþjóðadómstólnum. Krefjist þess að Ísrael verði einangrað og útskúfað á alþjóðavettvangi þar til að Palestína verður frjáls undan hernámi Ísraels. Palestínska þjóðin á skilið frelsi og réttlæti - hún á skilið hugrekki okkar allra. Látum í okkur heyra í orðum og gjörðum: skrifum greinar, höfum samband við okkar kjörnu fulltrúa, sniðgöngum Ísrael. Mætum öll í kröfugöngu á laugardag. Krefjumst aðgerða áður en það verður of seint. Lifi frjáls Palestína! Höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Yousef Ingi Tamimi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Í dag, 15. maí, er alþjóðlegur minningardagur um Nakba (ísl. Hörmungarnar). Nakba markar upphaf þjóðernishreinsana, landtöku, stríðsglæpa og mannréttindabrota Ísraels gagnvart palestínsku þjóðinni. Á árunum 1947-1949 myrtu Ísraelar 15.000 Palestínumenn og þvinguðu 750.000 manns frá þorpum sínum. Á þessum degi minnumst við fórnarlamba Nakba og allra þeirra sem hafa verið drepin síðustu 77 ár. Við hugsum til allra þeirra palestínsku barna sem hafa verið rænd framtíð sinni og þeirra barna sem nú eru í bráðri lífshættu vegna manngerðrar hungursneyðar og loftárása Ísraels. En það er ekki nóg að hugsa til þeirra - við verðum að standa með þeim. Hlýhugur mun ekki bjarga lífi þeirra, það gera bréfaskriftir og fordæmingar ekki heldur eins og við höfum séð síðustu 77 ár. Við verðum að grípa til aðgerða. Hörmungarnar halda áfram og hafa aldrei verið grimmari. Í fyrradag kynnti Benjamin Netanyahu lokalausn Ísraelsríkis og sagði að Gazaströndin yrði hernumin sama hvað, jafnvel þó öllum gíslum yrði sleppt. Palestínumenn yrðu drepnir eða reknir á flótta til að ná markmiðinu um að hernema Gaza. Þjóðarmorðið á Gaza snérist aldrei um frelsun gísla heldur landtöku og þjóðernishreinsanir, núna líkt og síðustu 77 ár. Lokalausn Ísraelsríkis inniheldur gróf brot á alþjóðalögum, hún er opinská yfirlýsing um ásetning um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við yfirlýsingu Netanyahu hafa verið engin. Þess í stað sendi Ísland palestínsku þjóðinni kaldar kveðjur í gær, rétt fyrir minningardag um Nakba með því að endurnýja samning við Rapyd, greiðslumiðlunarfyrirtæki sem styður þjóðarmorð og landtöku Ísraels með ráð og dáð. Í stað þess að bregðast við opinskárri yfirlýsingu um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir tók Ríkisútvarpið þátt í Eurovision við hlið Ísraels eins og ekkert væri. Íslendingar verða nú áfram neyddir til að eiga viðskipti við Rapyd til að greiða fyrir grunnþjónustu og Ríkisútvarp allra landsmanna tekur áfram virkan þátt í áróðursherferð Ísraela í Eurovision - ljær áróðri þeirra trúverðugleika og skjól. Stuðningur almennings á Íslandi við Palestínu er og hefur verið mikill. Það er brýnt að við, fólkið, höldum stuðningi okkar áfram, horfum ekki undan og krefjum íslensk stjórnvöld um alvöru aðgerðir, strax. Á laugardag munum við ganga fylktu liði í samstöðu með Palestínsku þjóðinni kl. 14:30 frá Bandaríska sendiráðinu, sendiráði þess lands sem gæti stöðvað Hörmungarnar með einu símtali. Þá liggur leið okkar niður á Austurvöll þar sem Páll Óskar mun ávarpa fjöldann og fyrrum Eurovision-farar Íslands munu leiða samsöng. Við krefjumst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið frá ríkisstjórninni og alþjóðasamfélaginu. Mætum. Sýnum ríkisstjórninni að við viljum ekki vera samsek í þjóðarmorði Ísraela með aðgerðaleysi og beinum fjárstuðningi í gegnum Rapyd. Við viljum ekki ljá áróðri Ísraela sannleiksgildi með því að taka þátt í Eurovision við hlið þeirra eins og ekkert sé eðlilegra. Stjórnvöld: við viljum að þið slítið stjórnmálasambandi við Ísrael. Setjið viðskiptaþvinganir á Ísrael og styðjið kæru Suður-Afríku hjá Alþjóðadómstólnum. Krefjist þess að Ísrael verði einangrað og útskúfað á alþjóðavettvangi þar til að Palestína verður frjáls undan hernámi Ísraels. Palestínska þjóðin á skilið frelsi og réttlæti - hún á skilið hugrekki okkar allra. Látum í okkur heyra í orðum og gjörðum: skrifum greinar, höfum samband við okkar kjörnu fulltrúa, sniðgöngum Ísrael. Mætum öll í kröfugöngu á laugardag. Krefjumst aðgerða áður en það verður of seint. Lifi frjáls Palestína! Höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun