„Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. maí 2025 07:04 Saga Guðmundar Kristjánssonar stofnanda Lucinity er ótrúlega skemmtileg, þótt reyndar hafi tekið á þegar allir voru brjálaðir út í Íslendinga vegna Icesave. Litlu mátti muna að fyrirtækið væri stofnað í New York, en Lucinity lauk 2,3 milljarða króna fjármögnun árið 2022 og ætlar sér stóra hluti í framtíðinni. Vísir/Anton Brink „Það hafði lengi blundað í mér að stofna mitt eigið fyrirtæki. En alltaf þegar ég nefndi einhverja hugmynd við Þóru konuna mína, svaraði hún: Nei, ég held að þetta sé ekki málið,“ segir Guðmundur Kristjánsson stofnandi Lucinity og hlær. „Eða allt þar til ég nefndi þessa hugmynd. Því þá sagði Þóra: Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað.“ Umræðuefnið er sagan á bakvið fyrirtækið Lucinity sem sífellt ratar oftar og oftar í fréttir. Til dæmis árið 2022 þegar félagið tryggði sér 2,3 milljarða króna í fjármögnun og var verðlaunað fyrir framlag sitt til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Eða árið 2023 þegar Lucinity hlaut viðurkenningu fyrir Gartner Cool Vendors fyrir framúrskarandi notkun á spunagreind í þágu banka og fjármálafyrirtækja og síðast en ekki síst þekkingarverðlaun FVH árið 2024. Guðmundur er einn fyrirlesara í dagskrá Iceland Innovation Week sem Atvinnulífið fjallar um í gær, sjá dagskrá HÉR. En það er ekki bara vaxandi velgengni Lucinity sem er skemmtileg saga. Heldur er sagan á bakvið stofnandann sjálfan og vegferðina sem leiddi hann að því að stofna Lucinity frábær saga líka. Saga sem í raun byrjar þegar Guðmundur var 12 ára. Guðmundur er lesblindur og þegar hann var í sérkennslu hjá kennara 12 ára gamall, spurði kennarinn: ,,Gummi, hvers vegna forritar þú ekki eitthvað til að hjálpa börnum eins og þér að skrifa orðin rétt…“ Sem Guðmundur gerði og Villi í villuleit varð til; Forrit sem Námsgagnastofnun keypti síðan af honum nokkrum árum síðar. Villi í villuleit Guðmundur er fæddur 1979 í Reykjavík. Giftur Þóru Þorgeirsdóttur lektor í Háskólanum í Reykjavík. Synir Guðmundar og Þóru eru Benedikt, fæddur árið 2004 og Matthías, fæddur árið 2007. Frumkvöðlaævintýri Guðmundar hófst þegar hann var 12 ára. Í sérkennslu hjá kennara í stafsetningu. Ég er lesblindur og eitt sinn þegar ég var í svona aukasérkennslutíma í stafsetningu sagði kennarinn við mig; Gummi, hvers vegna forritar þú ekki eitthvað til að hjálpa börnum eins og þér að skrifa orðin rétt…“ Og viti menn: Guðmundur vatt sér strax í það verkefni sem endaði þannig að stafsetningavilluforritið Villi í villuleit varð til, forrit sem Guðmundur þróaði áfram næstu árin. Þegar Guðmundur var 17 ára seldi hann Námsgagnastofnun réttindin, en stofnunin notaði Villa í villuleit næstu tíu árin á eftir. En hvernig stóð á því að þú gast farið að forrita 12 ára? „Það var eiginlega Sigurjón bróðir sem kenndi mér undirstöðuatriðin í forritun en hann er eldri, lærður verkfræðingur og er forstjóri Nox Medical. Ég hef oft gantast um að vera alltaf að keppast við hann því ekki get ég verið minni en hann. Ég hef líka verið að keppast við Sigurð bróðir sem á reyndar nafnið Villi í villuleit. Í raun hef ég alltaf haft stóra bræður að líta upp til og reyna að keppa við og ég held að þetta fyrsta verkefni skýrist svolítið af því,“ segir Guðmundur og hlær. Guðmundur útskrifaðist sem stúdent úr Versló og þaðan lá leiðin í tölvunarfræði í Háskóla Íslands. Í sex ár vann hann síðan hjá Flögu, fyrirtækinu sem var undanfari Nox Medical. „Ég var gríðarlega ánægður í starfi hjá Flögu. Starfsandinn var góður og hjá þeim lærði ég mikið um hvernig það er að vera startup fyrirtæki með háleit markmið. Ætlunin var síðan að fara út í meistaranám en það frestaðist óvænt þegar í ljós kom að Þóra var orðin ólétt af eldri stráknum okkar,“ segir Guðmundur og skýrir þá út það skref að hafa unnið hjá Vodafone í tæp þrjú ár. Í framhaldinu varð úr að hjónin fluttu með synina tvo til Rotterdam: Akkúrat þegar hrunið skall á! Besti vinur Guðmundar er eiginkonan, Þóra Þorgeirsdóttir lektor í Háskólanum í Reykjavík. Hjónin vinna mikið en stunda heilsurækt saman af kappi, æfa Crossfit, hlaupa utanvega og fleira. Kvöldmaturinn er síðan samverustund fjölskyldunnar enda segir Guðmundur synina vera frábæra vini þeirra. Þóttust vera Svíar Í orðsins fyllstu merkingu, fluttu hjónin út þegar bankahrunið skall á. „Þóra var í flugvélinni á leiðinni út með strákana þegar Landsbankinn féll,“ segir Guðmundur. Sem sjálfur hafði farið viku fyrr út; Vildi gera leiguíbúðina klára, versla það helsta í IKEA og fleira. Fólk sem upplifði hrunið man eflaust vel hversu óstöðug krónan varð dagana sem hrunið var. „Ég gleymi aldrei þegar ég var í IKEA og kíkti á gengi krónunnar í símanum mínum. Sem við skulum segja að hafi verið 100 krónur þegar ég gekk inn í búðina. Þegar ég var inni fyrir miðja verslun, kíkti ég aftur og þá var gengið orðið 130 krónur. Við það stressaðist ég töluvert upp og fór að flýta mér að kaupa fullt í flýti. Þegar ég komst loksins að kassanum var gengið orðið 150 krónur,“ segir Guðmundur og viðurkennir að hann svo sem muni ekki krónutölurnar nákvæmlega, en upplifunina af þessari IKEA ferð mun hann ekki gleyma. Enda man fólk hvernig þetta var: Íslenska krónan hreinlega hríðféll á mínútum! En nú var reiðin mikil vegna Icesave reikninganna og því öllu máli; Margir Hollendingar töpuðu miklum peningum. Urðuð þið vör við þessa reiði? „Já svo sannarlega,“ segir Guðmundur og útskýrir. „Við fundum reyndar lítið fyrir þessu þegar við vorum í náminu því þá vorum við eiginlega bara í okkar búbblu. Nema þá kannski helst ef maður sat í hagfræðitíma þar sem það var farið að taka einhver ákveðin dæmi og Ísland þá tekið fyrir. Eftir nám fluttum við frá Rotterdam til Alkmaar og fórum á vinnumarkað og þá fór maður að finna meira fyrir þessu.“ Og jafnvel mikið. Reiði Hollendinga í garð Íslendinga var gríðarlega mikil. Fólk átti það jafnvel til að koma að manni og segja: You owe me money. Þess vegna endaði þetta þannig að stundum þegar við vorum spurð hvaðan við værum sögðumst við vera frá Svíþjóð bara til að losna við leiðindi. Guðmundur og Þóra fluttu með synina til Hollands þegar bankahrunið skall á: Í orðsins fyllstu merkingu. Guðmundur rifjar til dæmis upp ógleymanlega IKEA ferð þar sem gengi krónunnar féll svo hratt að það snarbreyttist áður en hann komst að búðarkassanum. Það merkilega er að á svipstundu virtist staðan gjörbreytast. „Hollendingar eru mjög beinskeyttir og þess vegna urðum við svo vel vör við reiðina. Á einni nóttu má segja, breyttist þetta. Fyrst vegna eldgossins í Eyjafjallajökli en síðan vegna áhrifa af Inspired by Iceland sem George Bryant var hugmyndasmiðurinn að og þar sem Emiliana Torrini söng lagið Jungle Drum.“ Síðar kynntist Guðmundur George Bryant og gat þá sagt honum frá því hversu miklar breytingar hann upplifði í kjölfar herferðarinnar. „Sumir sögðu reyndar vegna Eyjafjallajökulsgossins: Oh, ertu frá Íslandi? Djöfull þoli ég ekki Íslendinga… Þá höfðu þær truflanir sem gosið olli bæst ofan á Icesave neikvæðnina. En þegar Inspired by Iceland herferðin hófst breyttist þetta yfir í: „Svakalega eru þið kúl.“ Starsframinn fór vægast sagt á fljúgandi ferð í Hollandi eftir meistaranámið en reiði Hollendinga var svo mikil vegna Icesave að oft sögðust hjónin vera frá Svíþjóð. Viðhorfið breyttist þó nánast á einni nóttu og segir Guðmundur herferðina Inspired by Iceland hafa breytt öllu.Vísir/Anton Brink Starfsframinn á fljúgandi ferð Í Alkmaar fór starfsframi Guðmundar eftir nám á fljúgandi flotta ferð. Sem leiddi til þess að hann var fenginn til starfa hjá nýsköpunarfyrirtæki sem síðar var keypt af NICE Systems og vann að því að þróa gervigreindar eftirlitslausnir með verðbréfamiðlurum. „Lausnirnar okkar fólust þá í því að hafa eftirlit með miðlurum í fjármálageiranum þannig að það væri hægt að greina í hegðun og tali hvort einhverjir væru að svindla á viðskiptavinum og svo framvegis. Til dæmis að þeir væru ekki að koma heiðarlega fram í símtölum, tölvupóstum eða öðrum skilaboðum. Var til dæmis verið að lofa viðskiptavinum of miklu og svo framvegis,“ segir Guðmundur og setur þetta líka í samhengi við að þetta er auðvitað árin eftir hrun þar sem meðvitundin gagnvart banka- og fjármálaheiminum hafði snar breyst. „Ég bjóst reyndar við að verða rekinn eftir að NICE keypti fyrirtækið “ segir Guðmundur svo og hlær. „Því NICE var þekkt fyrir að kaupa fyrirtæki og reka síðan alla. En í okkar tilfelli gerðu þeir þveröfugt og tóku strax við að byggja betur undir starfsemina í Hollandi.“ Það skemmtilega var að Guðmundur hitti nýja yfirmanninn sinn í fyrsta sinn í lyftu. „Í lyftunni sagði ég honum hvaða hugmyndir ég hefði fyrir þetta sameinaða fyrirtæki og okkar lausn, hvaða strategíu ég vildi fylgja eftir til að færa út kvíarnar og auka á vöxtinn. Þessari strategíu var síðan fylgt eftir næstu árin á eftir.“ Sumsé: Guðmundur á til alvöru dæmi um lyfturæðu sem virkaði! En áður en lengra er haldið, verðum við eiginlega að spyrja að því hvernig Guðmundur fór að því að eiga svona glæstan starfsferil í Alkmaar. Nýkominn úr námi. „Eftir útskrift bjó ég til mjög flottan profile á LinkedIn. Síðan hafði ég samband við alla „recruitera“ á svæðinu,“ útskýrir Guðmundur en með „recruiter“ er átt við þá sem við köllum stundum „hausaveiðara“ hér heima en eru erlendis betur þekktir sem sérstakir fagmenn. „Ég fékk þetta fyrsta starf úti einmitt í gegnum recruiter sem hafði samband við mig.“ Frábær hugmynd sem mögulega fleiri hæfileikaríkir Íslendingar gætu nýtt sér! „En þótt þetta hafi tekist þá þarf fólk samt að hafa í huga að ég kannski sendi á um 100 manns, fékk svör frá fimm manns, gaf allt í að kynna mig fyrir þeim sem síðan leiddi mig að þessu starfi.“ Eftir að vörur NICE voru seldar til bandaríska risafyrirtæksisins Citi, var Guðmundur ráðinn þangað. „Citi er með höfuðstöðvar í New York og skýrir út hvers vegna ég á svo stórt og mikið tengslanet þar.“ Nokkrar myndir frá Lucinity í Borgartúni en hjá fyrirtækinu starfa fjörtíu manns, þar af rúmlega þrjátíu á Íslandi. Guðmundur sér fyrir sér að þróunin verði svipuð og hjá Össuri og Marel; vöxturinn verði mikill erlendis en starfsstöð áfram hér heima. Svakalegir peningar Guðmundur segir að þótt árin í Alkmaar hafi verið yndisleg, hafi hann aldrei séð fyrir sér að ílengjast þar alla tíð. Þó mátti litlu muna að Lucinity færi af stað í New York. Þar sem Guðmundur hefur að sækja svo gott tengslanet. „Ég var hins vegar búin að vera í um tíu ár erlendis og þekkti því ekki marga á Íslandi, en þekkti marga úti. Hér heima hafði ég samband við Kathryn Gunnarsson hjá Geko, hún hjálpaði mér mikið og kom mér í samband og tengdi við marga í tæknigeiranum. Gunnlaugur Jónsson hjá Fjártækniklasanum kom mér síðan í samband við fjárfesta en Crowberry Capital komu einmitt mjög fljótt inn hjá okkur.“ Þegar 2,3 milljarða króna fjármögnun lauk árið 2022, lýsti Viðskiptablaðið fjármögnunni nánast eins og spennusögu. Því þar segir í grein: „Við stukkum beint um borð í vél á leið til Íslands þegar við heyrðum af fjármögnunarlotu Lucinity,“ er haft eftir Robert Verwaayen, framkvæmdastjóra hjá Keen Venture Partners. „Bankar og fjártæknifyrirtæki eru föst á milli steins og sleggju þegar kemur að því að fylgja regluverki sem er stór hausverkur fyrir þau. Þau eru að reyna að ná utan um hvernig nálgast á verkefnið með raunverulegum áhættumiðuðum hætti.“ Sem er rétt, því til að skilja betur starfsemi Lucinity hjálpar Guðmundur okkur að setja hlutina í samhengi. „Það er talið að peningaþvottur nemi um fimm trilljónum dollara á ári. Á sama tíma eru öll ríki og lögregluyfirvöld í heiminum kannski að ná af þessu um 30-50 milljónum dollara. Bankarnir eru auðvitað með eftirlit en eitt af því sem kemur fljótt í ljós er að eftirlitið verður alltaf dýrara og dýrara enda glæpamennirnir alltaf að verða betri og betri í að leyna hlutunum.“ Sérstaða Lucinity er hins vegar að nýta gervigreindina þannig að hún verður í raun eins og aðstoð við eftirlitið. „Því það gengur ekki bara að vera með eftirlit og finna og finna einhverja hluti. Því þá verður eftirlitið dýrara og dýrara. Með gervigreindinni hjá okkur færðu hins vegar aðstoð sem segir við þig: Ég skal hjálpa þér að finna en líka að skilja hvaða hegðun er í gangi. Í raun er gervigreindin því að nýtast eins og hjálpargreind, eða AI assistant.“ Guðmundur sá fyrir sér að stofna Lucinity í New York því þar á hann stórt og gott tengslanet en hann segir líka frá því hvernig hann kom sér á framfæri erlendis eftir meistaranám. Lucinity hefur hlotið fjöldan allan af viðurkenningum erlendis og hérlendis, þar á meðal Þekkingarverðlaun FVH. Stóri rússibaninn Hjá Lucinity í dag starfa 40 manns, flestir á Íslandi. Sérðu fyrir þér að fyrirtækið starfi áfram hér? „Já, mér líður mjög vel að starfa á Íslandi en það þarf líka að koma fram að það væri ekki svona gott fyrir nýsköpunarfyrirtæki að hefja starfsemi hér ef ekki væri fyrir þetta styrkjaumhverfi Tækniþróunarsjóðs og Rannís,“ segir Guðmundur og bætir við: „Ég sé fyrir mér að í framtíðinni þróist Lucinity svipað og Marel og Össur. Verði áfram hér með starfsemi þótt hún verði víða orðin stór erlendis.“ Guðmundur segir að það sem hafi líka hjálpað til í upphafi, hafi verið að aðilar eins og Gunnlaugur í Fjártækniklasanum, Kathryn hjá Geko og Crowberry Capital hafi mikið talað fyrir því að það væri gott að byrja starfsemina á Íslandi: Hér væri gott að þróa áfram og prófa prótótýpu og fleira. En þótt Guðmundur hafi upphaflega farið af stað einn með Lucinity telst Theresa Bercich meðstofnandi hans. En Kathryn hjá Geko kynnti Guðmundi fyrir Theresu í upphafi. Theresa byrjaði því að vinna með Guðmundi, strax í desember 2018 þegar fyrirtækið var stofnað. „Fyrirtækið hefði alls ekki þróast á þann hátt sem það hefur gert eða væri komið á þann stað sem við erum í dag ef henni hefði ekki notið við,“ segir Guðmundur og auðheyrt að honum finnst mikið til hennar komið. Guðmundur segir nýsköpunarfyrirtæki í raun vera eins og ferð í stórum rússibana. Á næsta ári er gert ráð fyrir að Lucinity verði sjálfbært en til að setja hlutina í samhengi, er áætlað að peningaþvætti í heiminum, sem kerfi Lucinity hjálpar til við að greina, nemi um 50 trilljón dollara á ári.Vísir/Anton Brink En lífið er ekki bara vinnan; Hvernig er staðan heima fyrir? Ertu kannski eiginmaðurinn sem er alltaf í vinnunni….? „Nei ekki lengur,“ svarar Guðmundur og brosir. En viðurkennir að hafa verið það fyrst. „Þóra er besti vinur minn og það sem við höfum gert er að stunda mikið heilsurækt saman. Byrjuðum í CrossFit fyrir fimm árum, höfum mikið verið að hlaupa utanvega og fleira. Með því að vera í heilsuræktinni saman erum við að bæta það upp að vera þess á milli bæði mikið að vinna,“ segir Guðmundur en bætir við: „Ég reyni síðan alltaf að vera kominn heim fyrir kvöldmat til að ná að tala við strákana. Heyra fréttir frá þeim enda eru þeir miklir og góðir vinir okkar. Við Þóra tölum oft um hvað við erum heppin og hvernig við uppskárum af því að vera svona lengi búsett erlendis þar sem við vorum bara ein með þeim. Því þeir eru einfaldlega svo góðir vinir okkar.“ Að vera í nýsköpunarrekstri tekur samt alveg á. „Þóra hefur verið mesta hjálpin mín en mér er það alltaf minnisstætt þegar ég hitti einu sinni frumkvöðul sem sagði við mig þegar ég var að fara af stað: Þú ert hér með að leggja upp í stærstu rússibanaferð sem þú kemst nokkurn tíma í. Því þannig er nýsköpun: Við höfum farið upp á við á mikið flug, en líka tekið dýfurnar eins og rússibani gerir,“ segir Guðmundur og bætir við: „Á næsta ári gerum við ráð fyrir að reksturinn verði sjálfbær. Því þótt þróunarstarfið okkar haldi áfram og verði í takt við þróunina eins og hún er í þessum heimi peningaþvættis, þá er tekjumódelið okkar þannig uppbyggt að það er augljóslega ekki að fara neitt.“ Tækni Nýsköpun Starfsframi Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ „Í fyrsta lagi myndi ég segja fólki að tala um hugmyndina sína við einhvern. Sem oft er erfiðast en mjög gott fyrsta skref. Enda allt annað að byggja eitthvað upp einn og lokaður af,“ segir Edda Konráðsdóttir stofnandi Innovation Week sem nú stendur yfir. 14. maí 2025 07:02 Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Á næstu tíu árum er verið að tala um að um 40% fyrirtækja sem nú eru á lista S&P500 stærstu fyrirtækja heims verði skipt út. Það sem þetta segir okkur er að fyrirtæki þurfa alvarlega að fara að skoða hvernig þau geta innleitt nýsköpun sem eðlilegan hluta af sinni starfsemi,“ segir Davor Culjak stofnandi Resonate Digital. 8. maí 2025 07:00 „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” „Gróskuhugarfarið tel ég mjög mikilvægt í þessari vegferð. Því við vitum ekki svörin nema með því að prófa okkur áfram, með þá nálgun og hugarfar á öllum stigum að klárlega gerum við mistök á leiðinni sem við þurfum þá að læra af,” segir Þórir Ólafsson, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá Icelandair. 7. maí 2025 07:00 Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins. 29. apríl 2025 07:01 Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja „Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum. 10. apríl 2025 07:00 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
„Eða allt þar til ég nefndi þessa hugmynd. Því þá sagði Þóra: Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað.“ Umræðuefnið er sagan á bakvið fyrirtækið Lucinity sem sífellt ratar oftar og oftar í fréttir. Til dæmis árið 2022 þegar félagið tryggði sér 2,3 milljarða króna í fjármögnun og var verðlaunað fyrir framlag sitt til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Eða árið 2023 þegar Lucinity hlaut viðurkenningu fyrir Gartner Cool Vendors fyrir framúrskarandi notkun á spunagreind í þágu banka og fjármálafyrirtækja og síðast en ekki síst þekkingarverðlaun FVH árið 2024. Guðmundur er einn fyrirlesara í dagskrá Iceland Innovation Week sem Atvinnulífið fjallar um í gær, sjá dagskrá HÉR. En það er ekki bara vaxandi velgengni Lucinity sem er skemmtileg saga. Heldur er sagan á bakvið stofnandann sjálfan og vegferðina sem leiddi hann að því að stofna Lucinity frábær saga líka. Saga sem í raun byrjar þegar Guðmundur var 12 ára. Guðmundur er lesblindur og þegar hann var í sérkennslu hjá kennara 12 ára gamall, spurði kennarinn: ,,Gummi, hvers vegna forritar þú ekki eitthvað til að hjálpa börnum eins og þér að skrifa orðin rétt…“ Sem Guðmundur gerði og Villi í villuleit varð til; Forrit sem Námsgagnastofnun keypti síðan af honum nokkrum árum síðar. Villi í villuleit Guðmundur er fæddur 1979 í Reykjavík. Giftur Þóru Þorgeirsdóttur lektor í Háskólanum í Reykjavík. Synir Guðmundar og Þóru eru Benedikt, fæddur árið 2004 og Matthías, fæddur árið 2007. Frumkvöðlaævintýri Guðmundar hófst þegar hann var 12 ára. Í sérkennslu hjá kennara í stafsetningu. Ég er lesblindur og eitt sinn þegar ég var í svona aukasérkennslutíma í stafsetningu sagði kennarinn við mig; Gummi, hvers vegna forritar þú ekki eitthvað til að hjálpa börnum eins og þér að skrifa orðin rétt…“ Og viti menn: Guðmundur vatt sér strax í það verkefni sem endaði þannig að stafsetningavilluforritið Villi í villuleit varð til, forrit sem Guðmundur þróaði áfram næstu árin. Þegar Guðmundur var 17 ára seldi hann Námsgagnastofnun réttindin, en stofnunin notaði Villa í villuleit næstu tíu árin á eftir. En hvernig stóð á því að þú gast farið að forrita 12 ára? „Það var eiginlega Sigurjón bróðir sem kenndi mér undirstöðuatriðin í forritun en hann er eldri, lærður verkfræðingur og er forstjóri Nox Medical. Ég hef oft gantast um að vera alltaf að keppast við hann því ekki get ég verið minni en hann. Ég hef líka verið að keppast við Sigurð bróðir sem á reyndar nafnið Villi í villuleit. Í raun hef ég alltaf haft stóra bræður að líta upp til og reyna að keppa við og ég held að þetta fyrsta verkefni skýrist svolítið af því,“ segir Guðmundur og hlær. Guðmundur útskrifaðist sem stúdent úr Versló og þaðan lá leiðin í tölvunarfræði í Háskóla Íslands. Í sex ár vann hann síðan hjá Flögu, fyrirtækinu sem var undanfari Nox Medical. „Ég var gríðarlega ánægður í starfi hjá Flögu. Starfsandinn var góður og hjá þeim lærði ég mikið um hvernig það er að vera startup fyrirtæki með háleit markmið. Ætlunin var síðan að fara út í meistaranám en það frestaðist óvænt þegar í ljós kom að Þóra var orðin ólétt af eldri stráknum okkar,“ segir Guðmundur og skýrir þá út það skref að hafa unnið hjá Vodafone í tæp þrjú ár. Í framhaldinu varð úr að hjónin fluttu með synina tvo til Rotterdam: Akkúrat þegar hrunið skall á! Besti vinur Guðmundar er eiginkonan, Þóra Þorgeirsdóttir lektor í Háskólanum í Reykjavík. Hjónin vinna mikið en stunda heilsurækt saman af kappi, æfa Crossfit, hlaupa utanvega og fleira. Kvöldmaturinn er síðan samverustund fjölskyldunnar enda segir Guðmundur synina vera frábæra vini þeirra. Þóttust vera Svíar Í orðsins fyllstu merkingu, fluttu hjónin út þegar bankahrunið skall á. „Þóra var í flugvélinni á leiðinni út með strákana þegar Landsbankinn féll,“ segir Guðmundur. Sem sjálfur hafði farið viku fyrr út; Vildi gera leiguíbúðina klára, versla það helsta í IKEA og fleira. Fólk sem upplifði hrunið man eflaust vel hversu óstöðug krónan varð dagana sem hrunið var. „Ég gleymi aldrei þegar ég var í IKEA og kíkti á gengi krónunnar í símanum mínum. Sem við skulum segja að hafi verið 100 krónur þegar ég gekk inn í búðina. Þegar ég var inni fyrir miðja verslun, kíkti ég aftur og þá var gengið orðið 130 krónur. Við það stressaðist ég töluvert upp og fór að flýta mér að kaupa fullt í flýti. Þegar ég komst loksins að kassanum var gengið orðið 150 krónur,“ segir Guðmundur og viðurkennir að hann svo sem muni ekki krónutölurnar nákvæmlega, en upplifunina af þessari IKEA ferð mun hann ekki gleyma. Enda man fólk hvernig þetta var: Íslenska krónan hreinlega hríðféll á mínútum! En nú var reiðin mikil vegna Icesave reikninganna og því öllu máli; Margir Hollendingar töpuðu miklum peningum. Urðuð þið vör við þessa reiði? „Já svo sannarlega,“ segir Guðmundur og útskýrir. „Við fundum reyndar lítið fyrir þessu þegar við vorum í náminu því þá vorum við eiginlega bara í okkar búbblu. Nema þá kannski helst ef maður sat í hagfræðitíma þar sem það var farið að taka einhver ákveðin dæmi og Ísland þá tekið fyrir. Eftir nám fluttum við frá Rotterdam til Alkmaar og fórum á vinnumarkað og þá fór maður að finna meira fyrir þessu.“ Og jafnvel mikið. Reiði Hollendinga í garð Íslendinga var gríðarlega mikil. Fólk átti það jafnvel til að koma að manni og segja: You owe me money. Þess vegna endaði þetta þannig að stundum þegar við vorum spurð hvaðan við værum sögðumst við vera frá Svíþjóð bara til að losna við leiðindi. Guðmundur og Þóra fluttu með synina til Hollands þegar bankahrunið skall á: Í orðsins fyllstu merkingu. Guðmundur rifjar til dæmis upp ógleymanlega IKEA ferð þar sem gengi krónunnar féll svo hratt að það snarbreyttist áður en hann komst að búðarkassanum. Það merkilega er að á svipstundu virtist staðan gjörbreytast. „Hollendingar eru mjög beinskeyttir og þess vegna urðum við svo vel vör við reiðina. Á einni nóttu má segja, breyttist þetta. Fyrst vegna eldgossins í Eyjafjallajökli en síðan vegna áhrifa af Inspired by Iceland sem George Bryant var hugmyndasmiðurinn að og þar sem Emiliana Torrini söng lagið Jungle Drum.“ Síðar kynntist Guðmundur George Bryant og gat þá sagt honum frá því hversu miklar breytingar hann upplifði í kjölfar herferðarinnar. „Sumir sögðu reyndar vegna Eyjafjallajökulsgossins: Oh, ertu frá Íslandi? Djöfull þoli ég ekki Íslendinga… Þá höfðu þær truflanir sem gosið olli bæst ofan á Icesave neikvæðnina. En þegar Inspired by Iceland herferðin hófst breyttist þetta yfir í: „Svakalega eru þið kúl.“ Starsframinn fór vægast sagt á fljúgandi ferð í Hollandi eftir meistaranámið en reiði Hollendinga var svo mikil vegna Icesave að oft sögðust hjónin vera frá Svíþjóð. Viðhorfið breyttist þó nánast á einni nóttu og segir Guðmundur herferðina Inspired by Iceland hafa breytt öllu.Vísir/Anton Brink Starfsframinn á fljúgandi ferð Í Alkmaar fór starfsframi Guðmundar eftir nám á fljúgandi flotta ferð. Sem leiddi til þess að hann var fenginn til starfa hjá nýsköpunarfyrirtæki sem síðar var keypt af NICE Systems og vann að því að þróa gervigreindar eftirlitslausnir með verðbréfamiðlurum. „Lausnirnar okkar fólust þá í því að hafa eftirlit með miðlurum í fjármálageiranum þannig að það væri hægt að greina í hegðun og tali hvort einhverjir væru að svindla á viðskiptavinum og svo framvegis. Til dæmis að þeir væru ekki að koma heiðarlega fram í símtölum, tölvupóstum eða öðrum skilaboðum. Var til dæmis verið að lofa viðskiptavinum of miklu og svo framvegis,“ segir Guðmundur og setur þetta líka í samhengi við að þetta er auðvitað árin eftir hrun þar sem meðvitundin gagnvart banka- og fjármálaheiminum hafði snar breyst. „Ég bjóst reyndar við að verða rekinn eftir að NICE keypti fyrirtækið “ segir Guðmundur svo og hlær. „Því NICE var þekkt fyrir að kaupa fyrirtæki og reka síðan alla. En í okkar tilfelli gerðu þeir þveröfugt og tóku strax við að byggja betur undir starfsemina í Hollandi.“ Það skemmtilega var að Guðmundur hitti nýja yfirmanninn sinn í fyrsta sinn í lyftu. „Í lyftunni sagði ég honum hvaða hugmyndir ég hefði fyrir þetta sameinaða fyrirtæki og okkar lausn, hvaða strategíu ég vildi fylgja eftir til að færa út kvíarnar og auka á vöxtinn. Þessari strategíu var síðan fylgt eftir næstu árin á eftir.“ Sumsé: Guðmundur á til alvöru dæmi um lyfturæðu sem virkaði! En áður en lengra er haldið, verðum við eiginlega að spyrja að því hvernig Guðmundur fór að því að eiga svona glæstan starfsferil í Alkmaar. Nýkominn úr námi. „Eftir útskrift bjó ég til mjög flottan profile á LinkedIn. Síðan hafði ég samband við alla „recruitera“ á svæðinu,“ útskýrir Guðmundur en með „recruiter“ er átt við þá sem við köllum stundum „hausaveiðara“ hér heima en eru erlendis betur þekktir sem sérstakir fagmenn. „Ég fékk þetta fyrsta starf úti einmitt í gegnum recruiter sem hafði samband við mig.“ Frábær hugmynd sem mögulega fleiri hæfileikaríkir Íslendingar gætu nýtt sér! „En þótt þetta hafi tekist þá þarf fólk samt að hafa í huga að ég kannski sendi á um 100 manns, fékk svör frá fimm manns, gaf allt í að kynna mig fyrir þeim sem síðan leiddi mig að þessu starfi.“ Eftir að vörur NICE voru seldar til bandaríska risafyrirtæksisins Citi, var Guðmundur ráðinn þangað. „Citi er með höfuðstöðvar í New York og skýrir út hvers vegna ég á svo stórt og mikið tengslanet þar.“ Nokkrar myndir frá Lucinity í Borgartúni en hjá fyrirtækinu starfa fjörtíu manns, þar af rúmlega þrjátíu á Íslandi. Guðmundur sér fyrir sér að þróunin verði svipuð og hjá Össuri og Marel; vöxturinn verði mikill erlendis en starfsstöð áfram hér heima. Svakalegir peningar Guðmundur segir að þótt árin í Alkmaar hafi verið yndisleg, hafi hann aldrei séð fyrir sér að ílengjast þar alla tíð. Þó mátti litlu muna að Lucinity færi af stað í New York. Þar sem Guðmundur hefur að sækja svo gott tengslanet. „Ég var hins vegar búin að vera í um tíu ár erlendis og þekkti því ekki marga á Íslandi, en þekkti marga úti. Hér heima hafði ég samband við Kathryn Gunnarsson hjá Geko, hún hjálpaði mér mikið og kom mér í samband og tengdi við marga í tæknigeiranum. Gunnlaugur Jónsson hjá Fjártækniklasanum kom mér síðan í samband við fjárfesta en Crowberry Capital komu einmitt mjög fljótt inn hjá okkur.“ Þegar 2,3 milljarða króna fjármögnun lauk árið 2022, lýsti Viðskiptablaðið fjármögnunni nánast eins og spennusögu. Því þar segir í grein: „Við stukkum beint um borð í vél á leið til Íslands þegar við heyrðum af fjármögnunarlotu Lucinity,“ er haft eftir Robert Verwaayen, framkvæmdastjóra hjá Keen Venture Partners. „Bankar og fjártæknifyrirtæki eru föst á milli steins og sleggju þegar kemur að því að fylgja regluverki sem er stór hausverkur fyrir þau. Þau eru að reyna að ná utan um hvernig nálgast á verkefnið með raunverulegum áhættumiðuðum hætti.“ Sem er rétt, því til að skilja betur starfsemi Lucinity hjálpar Guðmundur okkur að setja hlutina í samhengi. „Það er talið að peningaþvottur nemi um fimm trilljónum dollara á ári. Á sama tíma eru öll ríki og lögregluyfirvöld í heiminum kannski að ná af þessu um 30-50 milljónum dollara. Bankarnir eru auðvitað með eftirlit en eitt af því sem kemur fljótt í ljós er að eftirlitið verður alltaf dýrara og dýrara enda glæpamennirnir alltaf að verða betri og betri í að leyna hlutunum.“ Sérstaða Lucinity er hins vegar að nýta gervigreindina þannig að hún verður í raun eins og aðstoð við eftirlitið. „Því það gengur ekki bara að vera með eftirlit og finna og finna einhverja hluti. Því þá verður eftirlitið dýrara og dýrara. Með gervigreindinni hjá okkur færðu hins vegar aðstoð sem segir við þig: Ég skal hjálpa þér að finna en líka að skilja hvaða hegðun er í gangi. Í raun er gervigreindin því að nýtast eins og hjálpargreind, eða AI assistant.“ Guðmundur sá fyrir sér að stofna Lucinity í New York því þar á hann stórt og gott tengslanet en hann segir líka frá því hvernig hann kom sér á framfæri erlendis eftir meistaranám. Lucinity hefur hlotið fjöldan allan af viðurkenningum erlendis og hérlendis, þar á meðal Þekkingarverðlaun FVH. Stóri rússibaninn Hjá Lucinity í dag starfa 40 manns, flestir á Íslandi. Sérðu fyrir þér að fyrirtækið starfi áfram hér? „Já, mér líður mjög vel að starfa á Íslandi en það þarf líka að koma fram að það væri ekki svona gott fyrir nýsköpunarfyrirtæki að hefja starfsemi hér ef ekki væri fyrir þetta styrkjaumhverfi Tækniþróunarsjóðs og Rannís,“ segir Guðmundur og bætir við: „Ég sé fyrir mér að í framtíðinni þróist Lucinity svipað og Marel og Össur. Verði áfram hér með starfsemi þótt hún verði víða orðin stór erlendis.“ Guðmundur segir að það sem hafi líka hjálpað til í upphafi, hafi verið að aðilar eins og Gunnlaugur í Fjártækniklasanum, Kathryn hjá Geko og Crowberry Capital hafi mikið talað fyrir því að það væri gott að byrja starfsemina á Íslandi: Hér væri gott að þróa áfram og prófa prótótýpu og fleira. En þótt Guðmundur hafi upphaflega farið af stað einn með Lucinity telst Theresa Bercich meðstofnandi hans. En Kathryn hjá Geko kynnti Guðmundi fyrir Theresu í upphafi. Theresa byrjaði því að vinna með Guðmundi, strax í desember 2018 þegar fyrirtækið var stofnað. „Fyrirtækið hefði alls ekki þróast á þann hátt sem það hefur gert eða væri komið á þann stað sem við erum í dag ef henni hefði ekki notið við,“ segir Guðmundur og auðheyrt að honum finnst mikið til hennar komið. Guðmundur segir nýsköpunarfyrirtæki í raun vera eins og ferð í stórum rússibana. Á næsta ári er gert ráð fyrir að Lucinity verði sjálfbært en til að setja hlutina í samhengi, er áætlað að peningaþvætti í heiminum, sem kerfi Lucinity hjálpar til við að greina, nemi um 50 trilljón dollara á ári.Vísir/Anton Brink En lífið er ekki bara vinnan; Hvernig er staðan heima fyrir? Ertu kannski eiginmaðurinn sem er alltaf í vinnunni….? „Nei ekki lengur,“ svarar Guðmundur og brosir. En viðurkennir að hafa verið það fyrst. „Þóra er besti vinur minn og það sem við höfum gert er að stunda mikið heilsurækt saman. Byrjuðum í CrossFit fyrir fimm árum, höfum mikið verið að hlaupa utanvega og fleira. Með því að vera í heilsuræktinni saman erum við að bæta það upp að vera þess á milli bæði mikið að vinna,“ segir Guðmundur en bætir við: „Ég reyni síðan alltaf að vera kominn heim fyrir kvöldmat til að ná að tala við strákana. Heyra fréttir frá þeim enda eru þeir miklir og góðir vinir okkar. Við Þóra tölum oft um hvað við erum heppin og hvernig við uppskárum af því að vera svona lengi búsett erlendis þar sem við vorum bara ein með þeim. Því þeir eru einfaldlega svo góðir vinir okkar.“ Að vera í nýsköpunarrekstri tekur samt alveg á. „Þóra hefur verið mesta hjálpin mín en mér er það alltaf minnisstætt þegar ég hitti einu sinni frumkvöðul sem sagði við mig þegar ég var að fara af stað: Þú ert hér með að leggja upp í stærstu rússibanaferð sem þú kemst nokkurn tíma í. Því þannig er nýsköpun: Við höfum farið upp á við á mikið flug, en líka tekið dýfurnar eins og rússibani gerir,“ segir Guðmundur og bætir við: „Á næsta ári gerum við ráð fyrir að reksturinn verði sjálfbær. Því þótt þróunarstarfið okkar haldi áfram og verði í takt við þróunina eins og hún er í þessum heimi peningaþvættis, þá er tekjumódelið okkar þannig uppbyggt að það er augljóslega ekki að fara neitt.“
Tækni Nýsköpun Starfsframi Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ „Í fyrsta lagi myndi ég segja fólki að tala um hugmyndina sína við einhvern. Sem oft er erfiðast en mjög gott fyrsta skref. Enda allt annað að byggja eitthvað upp einn og lokaður af,“ segir Edda Konráðsdóttir stofnandi Innovation Week sem nú stendur yfir. 14. maí 2025 07:02 Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Á næstu tíu árum er verið að tala um að um 40% fyrirtækja sem nú eru á lista S&P500 stærstu fyrirtækja heims verði skipt út. Það sem þetta segir okkur er að fyrirtæki þurfa alvarlega að fara að skoða hvernig þau geta innleitt nýsköpun sem eðlilegan hluta af sinni starfsemi,“ segir Davor Culjak stofnandi Resonate Digital. 8. maí 2025 07:00 „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” „Gróskuhugarfarið tel ég mjög mikilvægt í þessari vegferð. Því við vitum ekki svörin nema með því að prófa okkur áfram, með þá nálgun og hugarfar á öllum stigum að klárlega gerum við mistök á leiðinni sem við þurfum þá að læra af,” segir Þórir Ólafsson, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá Icelandair. 7. maí 2025 07:00 Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins. 29. apríl 2025 07:01 Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja „Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum. 10. apríl 2025 07:00 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Að segja upp án þess að brenna brýr Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ „Í fyrsta lagi myndi ég segja fólki að tala um hugmyndina sína við einhvern. Sem oft er erfiðast en mjög gott fyrsta skref. Enda allt annað að byggja eitthvað upp einn og lokaður af,“ segir Edda Konráðsdóttir stofnandi Innovation Week sem nú stendur yfir. 14. maí 2025 07:02
Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best „Á næstu tíu árum er verið að tala um að um 40% fyrirtækja sem nú eru á lista S&P500 stærstu fyrirtækja heims verði skipt út. Það sem þetta segir okkur er að fyrirtæki þurfa alvarlega að fara að skoða hvernig þau geta innleitt nýsköpun sem eðlilegan hluta af sinni starfsemi,“ segir Davor Culjak stofnandi Resonate Digital. 8. maí 2025 07:00
„Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” „Gróskuhugarfarið tel ég mjög mikilvægt í þessari vegferð. Því við vitum ekki svörin nema með því að prófa okkur áfram, með þá nálgun og hugarfar á öllum stigum að klárlega gerum við mistök á leiðinni sem við þurfum þá að læra af,” segir Þórir Ólafsson, forstöðumaður Stafrænnar þróunar hjá Icelandair. 7. maí 2025 07:00
Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Það hefur löngum verið horft til þess að atvinnulífið geti lært margt af íþróttum. Þar sem þjálfarar blása fólki byr í brjóst, efla liðsheildina og hvetja til dáða svo það er nánast leit að öðru eins. 29. apríl 2025 07:01
Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja „Við þekktum hana samt ekki neitt. Bara gúggluðum lögfræðing og gervigreind og nafnið hennar var það eina sem kom upp,“ segir Bjarni Bragi Jónsson um það hvernig það kom til að hann og meðstofnandi hans að Raxiom, Ágúst Heiðar Gunnarsson, fengu til liðs við sig Thelmu Christel Kristjánsdóttur lögmann. Sem þeir telja í dag sem einn af meðstofnendum. 10. apríl 2025 07:00
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent