Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. október 2025 07:01 Viktoría Jensdóttir, formaður Krafts og VP Global Product Service hjá Össuri, er hafsjór af góðum ráðum fyrir stjórnendur og vinnustaði til að hafa í huga þegar liðsmaður í teyminu greinist með krabbamein. Enda þekkir hún málið af eigin raun. Vísir/Anton Brink Fyrir fullu húsi hélt Viktoría Jensdóttir, VP Global Product Service hjá Emblu Medical og formaður Krafts, erindi í Eldborg á Mannauðsdeginum 2025 sem haldinn var í síðustu viku. Yfirskrift fyrirlestursins hennar var: Ég á lítinn skrýtinn skugga: Það sem ég hefði viljað vita sem stjórnandi þegar starfsfólk greinist með krabbamein. Sem svo sannarlega er góð ábending. Því auðvitað er það þannig að þegar fólk greinist með krabbamein, hefur það áhrif á vinnustaðinn, vinnufélagana: Krabbamein er alltaf áfall. Viktoría þekkir þetta vel. Enda greindist hún sjálf með brjóstakrabba árið 2020 og hefur því farið í „lyfja- geisla og skurðaðgerðir,“ eins og hún talar um meðferðina sína. Í dag gefur Viktoría okkur mörg góð ráð um það, hvernig vinnustaðir geta betur brugðist við þeim aðstæðum sem upp koma, þegar starfsmaður greinist með krabbamein. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun, fjöllum við um áföll á vinnustöðum. „Langaði svo að vera ég“ Það eru nokkrar sláandi myndir af Viktoríu sem birtust í erindinu hennar. Ein myndin sýnir Viktoríu til dæmis skollótta með blóðnasir. Og í texta glærunnar segir: Ég var hress inn á milli Upp koma ýmis vandamál sem þú vissir ekki að væru til Suma daga gat ég bara gengið að sófanum Þegar ég var á sterum var ég “hæper” “Chemo Brain” Fjölskylda og vinir hafa miklar áhyggjur af þér Allt eru þetta setningar sem í raun tengja okkur við umfjöllunarefni dagsins. Hvað við þurfum að hafa margt í huga, þegar starfsmaður á vinnustað greinist með krabbamein. Viktoría nefnir sem fyrsta dæmið: „Mér fannst fyrsti mánuðurinn vera algjör hakkavél. Ég vissi ekki neitt. Var í endalausum prófum og átti mjög erfitt með að segja það upphátt að ég væri með krabbamein. Ég var því í algjörum feluleik og vildi alls ekki að fólk vissi af krabbameininu mínu.“ Viktoría sagði þó yfirmanni sínum fréttirnar snemma. „En ég mæli ekki með að fleirum sé sagt frá krabbameininu nema þegar viðkomandi er tilbúinn til þess. Að samráð sé haft við þann sem er með krabbamein, hvenær vinnufélögum er greint frá stöðunni,“ segir Viktoría og útskýrir enn betur: „Því þetta er eitt af því sem maður þó getur stjórnað eftir að krabbamein greinist. Krabbameininu sjálfu stjórnar maður ekki neitt.“ Viktoría lýsir vel þeim rússibana sem fólk með krabbamein fer í gegnum. Jafnvel það að gera lítið úr hlutunum eða að ætla sér um of. Í tilfelli Viktoríu, ákvað hún að vinna allan tímann sem hún var í krabbameinsmeðferðinni. „Það skipti mig mjög miklu máli að ná að vinna áfram. Og ég var svakalega heppin með stuðning yfirmanns míns og vinnustaðar. Það var komið svo vel til móts við mig,“ segir Viktoría og nefnir sem dæmi sveigjanleika í starfi og fleira. Mig langaði bara svo að vera ég. Að vinna þýddi að ég var ekki alltaf að hugsa um krabbameinið. Mér fannst mér líða meira eins og mér sjálfri,“ segir Viktoría en bætir við: „Stundum verður fólk hissa á því að fólk með krabbamein vilji vinna. Eða að fólk verði hissa á því að það vilji ekki vinna. En þetta er mjög einstaklingsbundið og skiptir mestu að hver og einn fái að finna það hjá sjálfum sér, hvað hann eða hún vill helst gera.“ Viktoría segir mikilvægt að fólk taki skýrt fram hvað verið er að bjóðast til að gera, ef það vill styðja við bakið á vinnufélaga með krabbamein. Eins sé mikilvægt að halda áfram að bjóða fólki með krabbamein að mæta á viðburði með starfsfólki. Þótt fólk sé búið að segja Nei nokkrum sinnum, er aldrei að vita nema að næst segi það Já.Vísir/Anton Brink Fyrirmyndir á framabraut Viktoría fann áþreifanlega fyrir því í sínum veikindum, að hana vantaði fyrirmyndir. „Auðvitað veit maður um einstakar konur í atvinnulífinu sem hafa komist langt, fengið krabbamein en tekist á við það þannig að það hamlaði alls ekki starfsframanum. En þessar konur hafa ekki endilega valið að tjá sig opinskátt um þau veikindi og því upplifði ég það svolítið sjálf að vanta fyrirmyndir.“ Viktoría segir veikindin í raun hafa skilað því að hún naut mikils stuðnings, lærði mikið, þroskaðist mikið og efldist líka. Sem allt leiddi til þess að hafa þessa þörf á að skila einhverju til baka. „Sem í raun skýrir svolítið út hvers vegna ég tók að mér að verða formaður Krafts eða hvers vegna ég valdi að halda þetta erindi á Mannauðsdaginn.“ Viktoría ræddi snemma við yfirmann sinn um veikindin og þótt hún hafi ekki viljað segja neinum frá krabbameininu fyrst, fór svo að hún talaði mjög opinskátt um veikindin. „Meðal annars vegna þess að mig vantaði fyrirmyndir á framabraut. Sögur af fólki sem fékk krabbamein en vildi eins og ég, halda sínu striki í starfsframanum.“ Í vinnunni hjá Viktoríu var fyrirkomulagið þannig að Viktoría bar ábyrgð á því sjálf, hvenær hún var nógu góð til að mæta og hvenær hún var það ekki. „Mitt samstarfsfólk vissi þetta. Sem þýddi að ef ég mætti ekki, vissi fólk að ég var þá bara of veik þann daginn og hélt áfram með verkefnin án mín.“ Og nú útskýrir Viktoría. „Því þegar þú ert í krabbameinsmeðferð, getur þú svo lítið planað eitthvað fyrir víst. Suma daga ertu til dæmis fín eftir lyfjameðferð en suma daga verður þú rosa veik.“ Viktoría fékk mikinn stuðning í sinni vinnu og hún mælir með því að yfirmaður og mannauðsdeild tékki reglulega á viðkomandi og taki púlsinn eins og var gert í hennar tilfelli. Góð ráð: Að segja þetta en ekki hitt Þegar krabbamein kemur upp á vinnustað á fólk það til að segja alls konar hluti. Sem geta virkað bæði vel og ekki eins vel. Þótt þeir séu allir vel meintir. Viktoría gefur okkur nokkur góð ráð í þessu. „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar ef þú þarfnast einhvers. Bara nefndu það,“ segir Viktoría og bætir við: Því sá sem er með krabbamein á mikið meira en nóg með sín veikindi en að hann eða hún sé að fara að bera sig eftir einhverri aðstoð frá vinnufélaga.“ Betra er að segja: „Nefndu það sem þú ert tilbúin til að gera. Sem getur verið allt frá því að sækja krakkana og fara með þau í bíó ef kunningsskapurinn er þannig, yfir í að koma með kvöldmat yfir í einhverja aðra aðstoð. Vertu skýr um það hvað þú ert að bjóða fram.“ Annað sem Viktoría segir skipta miklu máli. „Að fólk viti að það sé verið að hugsa til manns gerir helling. Þannig að ef þú hugsar til einhvers sem er veikur, sendu þá skilaboð og segðu: Var að hugsa til þín.“ Viktoría segir fólk ekkert eiga að pæla í því hvort það fái svar til baka eða ekki. Því sá sem er veikur svarar þegar getan er til þess, en annars ekki. „En manni finnst ofsalega gott að fá svona hlýjar kveðjur.“ Þessu tengt, nefnir Viktoría enn eitt góða ráðið. „Í veikindunum heyrði maður kannski ekki í þeim sem maður bjóst við að heyra í og þekkti hvað best í vinnunni. En heyrði þess í stað í fólki úr vinnunni sem maður taldi sig ekki þekkja eins vel,“ segir Viktoría og útskýrir: „Oft er skýringin þá sú að sá sem maður þekkir mjög vel vill ekki vera að trufla. Finnst það ekki viðeigandi að sem vinnufélagi sértu að hafa samband um svona persónuleg mál. Fólk vill ekki fara yfir einhver mörk.“ Þeir sem hafi hins vegar sambandi, viti oft betur. „Því það er oft fólk sem hefur sjálft farið í gegnum veikindi eða átt ástvin sem hefur fengið krabbamein og veit því hversu mikils virði það er að fá hlýjar kveðjur.“ Góða ráð Viktoríu er því einfaldlega: Ef þú hugsar til vinnufélaga sem er með krabbamein, sendu þá kveðju eða hringdu og segðu það!“ Viktoría segir of lítið rætt um nauðsynlegan stuðning við maka. Vinnustaðir og stjórnendur þurfi að vera vakandi yfir starfsfólki sem á maka með krabbamein. Karlmenn, konur og makar Enn fleiri góð ráð fáum við. „Eitt af því sem er staðreynd er að konur eru duglegri við að sækja sér aðstoð en karlmenn. Ég til dæmis nýtti mér mikið stuðning bæði Krafts og Ljóssins,“ segir Viktoría. Karlmenn eru hins vegar líklegri til að ætla sér að taka veikindin á kassanum. Nýta sér stuðning í minna mæli og því er ágætt fyrir vinnufélaga og yfirmenn að átta sig svolítið á því að á kynjunum getur verið smá blæbrigða munur, styðja við fólk í samræmi.“ Annað sem hún segir gott fyrir stjórnendur að hafa í huga er að gera ráðstafanir fram í tímann. „Á mínum vinnustað veit ég til dæmis að yfirmaður minn og mannauðsdeildin ræddu það fyrir fram hvernig endurkoman mín yrði. Sömuleiðis voru þau mjög vakandi yfir því að ég væri ekki að ætla mér um of,“ segir Viktoría og nefnir dæmi: „Það er til dæmis ekkert óalgengt að kona mæti til vinnu eftir krabbameinsmeðferð og hreinlega fari algjörlega á hvolf í vinnu. Sex mánuðum síðar er hún síðan algjörlega búin á því og þarf að fara aftur í veikindaleyfi.! Þarna sé gott fyrir yfirmenn og vinnustaði að vera vakandi. „Því krabbamein er einfaldlega þess eðlis að það breytir manni. Enginn verður eins eftir krabbamein. Að greinast með krabbamein og ganga í gegnum meðferð er einfaldlega svo stórt að fólk getur verið í langan tíma að jafna sig á því. Jafnvel mörg ár.“ Loks nefnir Viktoría makana. „Mér finnst of lítið rætt um makana. Öll athygli fer á þann sem er veikur og fólk spyr: Hvernig hefur hún eða hann það? Hvernig gengur?“ segir Viktoría en bætir við: „Makarnir eru hins vegar þeir sem lenda oft í því að standa aleinir uppi með öll verk og ábyrgð; heimilið, börnin, stuðninginn við veikan maka og vinnuna sína.“ Þarna þurfi stjórnendur og vinnustaðir líka að sýna stuðning í verki. „Ef vitað er að starfsmaður á maka sem er með krabbamein er mikilvægt að spyrja viðkomandi: ,,Hvernig líður þér og hvernig getum við stutt við þig?“ Viktoría valdi að vinna allan tímann sem hún var í krabbameinsmeðferð. Sem hún segir afar einstaklingsbundið og undir hverjum og einum komið. Hún hafi hins vegar áttað sig á því að hana vantaði fyrirmyndir um fólk sem hafði fengið krabbamein en haldið sínu striki á framabrautinni.Vísir/Anton Brink Sá veiki er enn í liðinu Viktoría segist líka hafa lært það á sinni vegferð að það sem hún mögulega planaði sjálf eða ræddi við sinn yfirmann, gátu allt eins verið plön sem síðan breyttust þegar á reyndi. „Þess vegna mæli ég með því að stjórnendur og mannauðsteymi séu með það á bak við eyrað öllum stundum að hlutirnir geti farið á annan veg. Hugsi einfaldlega: Ókei, þetta er planið núna og við vinnum út frá því. Þetta gæti samt breyst.“ Þá mælir Viktoría með því að yfirmaður og mannauðsfólk, hitti viðkomandi reglulega. „Það gerði yfirmaðurinn minn og mannauðsdeildin tók líka reglulega púlsinn á mér,“ segir Viktoría og lætur vel af þeim fundum. En bætir við: „Þó þurfa yfirmenn alltaf að gera ráð fyrir að sá sem er með krabbamein segi ekki allt.“ Sem dæmi nefnir Viktoría. „Ég til dæmis fór á fullt í vinnu eftir mína meðferð. Ef ég var spurð út í stöðuna gerði ég lítið úr henni og sagði að allt gengi rosalega vel. Hið rétta var að þegar ég kom heim, var ég eins og zombie: Algjörlega búin á því á líkama og sál,“ segir Viktoría og bætir við: „Í þessu samhengi má benda á að þótt fólk virki eins og það sé fljótt komið í fulla virkni á vinnustaðnum þarf að passa að orkan sé til staðar. Annars er hætta á að öll fjölskylda viðkomandi einfaldlega brenni inni.“ Enn eitt ráðið sem Viktoría gefur er að vinnufélagar séu ekki að gefa sér eitthvað sem víst um veikindi eða bata. „Ég nefni sem dæmi það þegar konur sem fá brjóstakrabbamein missa hárið. Margir líta svo á að það sé eitt skýrasta dæmið um að viðkomandi sé með krabbamein. Þegar fólk er síðan komið með hárið aftur, er spurt: Og hvenær ætlar þú þá að fara að vinna aftur? Svona eins og hárið sé sýnilegt merki um að viðkomandi sé tilbúin í það. Sem er alls ekki raunin og getur verið mjög persónubundið.“ Í þessu segir Viktoría fólk með krabbamein geta farið að upplifa skömm yfir því að vera ekki tilbúið til að byrja að vinna. Loks nefnir Viktoría það atriði að leyfa þeim sem veikur er, að halda áfram að vera í liðsheildinni þótt viðkomandi sé í veikindaleyfi. „Ekki hætta að bjóða þeim sem er veikur á viðburði eða aðra gleði á vegum vinnunnar. Sá sem er veikur hefur kannski sagt Nei við slíku boði einu sinni eða tvisvar vegna þess að hann eða hún einfaldlega hafði ekki orku eða getu í að mæta,“ segir Viktoría en bætir við: En ekki líta á það sem merki um að viðkomandi vilji ekki koma. Haltu áfram að bjóða starfsmanninum sem er veikur að taka þátt eða mæta. Því þú veist aldrei hvenær það mögulega gerist að viðkomandi hefur orku, getu og löngun í það og segir: Já.“ Stjórnun Góðu ráðin Mannauðsmál Heilsa Krabbamein Tengdar fréttir Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Það er svo margt dæmigert íslenskt í sögu Finnsson fjölskyldunnar; Ein með öllu samsetningin, flott AA feðgin, allir kunna að vinna rosa mikið. Allir samt búnir að læra að lífið er alls konar og ekkert undan því komist að svo sé. 28. september 2025 08:02 Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ „Jú jú, þetta var auðvitað allt öðruvísi þá. Ekki bara kvóti á gjaldeyri heldur kom fólk með ferðatékka sem það fékk hjá bankanum heima og skipti síðan hér í peseta,“ segir Klara Baldursdóttir og hlær. 1. september 2024 08:02 Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Stemningin var gífurleg og eftirspurnin eftir því: Ríflega 31 þúsund manns keyptu hlut í Íslandsbanka í maí. Svo mikil var stemningin að dagana eftir útboðið var upplifunin af því að lesa nafnalista kaupenda bankans eins og að lesa djúsí fréttir um „hverjir voru hvar.“ 29. júní 2025 08:01 Spennuþrungin sigling Mottumarssokkana til Íslands dæmi um hvað margt getur komið upp „Mottumarssokkarnir voru framleiddir í þetta skiptið í Asíu og í byrjun desember var þeim lestað þar í skip til að koma til okkar sjóleiðina. Nema að þá lendum við í því Hútarnir í Jemen loka Súesskurðinum í framhaldi af sínum deilum við Bandaríkjamenn með þeim afleiðingum að fjölmörg flutningaskip þurftu að sigla suður með Afríku sem þýddi að sokkarnir voru mun lengur á leiðinni hingað heim,“ segir Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðs- og fjáröflunarmála hjá Krabbameinsfélaginu. 20. mars 2024 07:01 „Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. 6. desember 2020 08:00 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Yfirskrift fyrirlestursins hennar var: Ég á lítinn skrýtinn skugga: Það sem ég hefði viljað vita sem stjórnandi þegar starfsfólk greinist með krabbamein. Sem svo sannarlega er góð ábending. Því auðvitað er það þannig að þegar fólk greinist með krabbamein, hefur það áhrif á vinnustaðinn, vinnufélagana: Krabbamein er alltaf áfall. Viktoría þekkir þetta vel. Enda greindist hún sjálf með brjóstakrabba árið 2020 og hefur því farið í „lyfja- geisla og skurðaðgerðir,“ eins og hún talar um meðferðina sína. Í dag gefur Viktoría okkur mörg góð ráð um það, hvernig vinnustaðir geta betur brugðist við þeim aðstæðum sem upp koma, þegar starfsmaður greinist með krabbamein. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun, fjöllum við um áföll á vinnustöðum. „Langaði svo að vera ég“ Það eru nokkrar sláandi myndir af Viktoríu sem birtust í erindinu hennar. Ein myndin sýnir Viktoríu til dæmis skollótta með blóðnasir. Og í texta glærunnar segir: Ég var hress inn á milli Upp koma ýmis vandamál sem þú vissir ekki að væru til Suma daga gat ég bara gengið að sófanum Þegar ég var á sterum var ég “hæper” “Chemo Brain” Fjölskylda og vinir hafa miklar áhyggjur af þér Allt eru þetta setningar sem í raun tengja okkur við umfjöllunarefni dagsins. Hvað við þurfum að hafa margt í huga, þegar starfsmaður á vinnustað greinist með krabbamein. Viktoría nefnir sem fyrsta dæmið: „Mér fannst fyrsti mánuðurinn vera algjör hakkavél. Ég vissi ekki neitt. Var í endalausum prófum og átti mjög erfitt með að segja það upphátt að ég væri með krabbamein. Ég var því í algjörum feluleik og vildi alls ekki að fólk vissi af krabbameininu mínu.“ Viktoría sagði þó yfirmanni sínum fréttirnar snemma. „En ég mæli ekki með að fleirum sé sagt frá krabbameininu nema þegar viðkomandi er tilbúinn til þess. Að samráð sé haft við þann sem er með krabbamein, hvenær vinnufélögum er greint frá stöðunni,“ segir Viktoría og útskýrir enn betur: „Því þetta er eitt af því sem maður þó getur stjórnað eftir að krabbamein greinist. Krabbameininu sjálfu stjórnar maður ekki neitt.“ Viktoría lýsir vel þeim rússibana sem fólk með krabbamein fer í gegnum. Jafnvel það að gera lítið úr hlutunum eða að ætla sér um of. Í tilfelli Viktoríu, ákvað hún að vinna allan tímann sem hún var í krabbameinsmeðferðinni. „Það skipti mig mjög miklu máli að ná að vinna áfram. Og ég var svakalega heppin með stuðning yfirmanns míns og vinnustaðar. Það var komið svo vel til móts við mig,“ segir Viktoría og nefnir sem dæmi sveigjanleika í starfi og fleira. Mig langaði bara svo að vera ég. Að vinna þýddi að ég var ekki alltaf að hugsa um krabbameinið. Mér fannst mér líða meira eins og mér sjálfri,“ segir Viktoría en bætir við: „Stundum verður fólk hissa á því að fólk með krabbamein vilji vinna. Eða að fólk verði hissa á því að það vilji ekki vinna. En þetta er mjög einstaklingsbundið og skiptir mestu að hver og einn fái að finna það hjá sjálfum sér, hvað hann eða hún vill helst gera.“ Viktoría segir mikilvægt að fólk taki skýrt fram hvað verið er að bjóðast til að gera, ef það vill styðja við bakið á vinnufélaga með krabbamein. Eins sé mikilvægt að halda áfram að bjóða fólki með krabbamein að mæta á viðburði með starfsfólki. Þótt fólk sé búið að segja Nei nokkrum sinnum, er aldrei að vita nema að næst segi það Já.Vísir/Anton Brink Fyrirmyndir á framabraut Viktoría fann áþreifanlega fyrir því í sínum veikindum, að hana vantaði fyrirmyndir. „Auðvitað veit maður um einstakar konur í atvinnulífinu sem hafa komist langt, fengið krabbamein en tekist á við það þannig að það hamlaði alls ekki starfsframanum. En þessar konur hafa ekki endilega valið að tjá sig opinskátt um þau veikindi og því upplifði ég það svolítið sjálf að vanta fyrirmyndir.“ Viktoría segir veikindin í raun hafa skilað því að hún naut mikils stuðnings, lærði mikið, þroskaðist mikið og efldist líka. Sem allt leiddi til þess að hafa þessa þörf á að skila einhverju til baka. „Sem í raun skýrir svolítið út hvers vegna ég tók að mér að verða formaður Krafts eða hvers vegna ég valdi að halda þetta erindi á Mannauðsdaginn.“ Viktoría ræddi snemma við yfirmann sinn um veikindin og þótt hún hafi ekki viljað segja neinum frá krabbameininu fyrst, fór svo að hún talaði mjög opinskátt um veikindin. „Meðal annars vegna þess að mig vantaði fyrirmyndir á framabraut. Sögur af fólki sem fékk krabbamein en vildi eins og ég, halda sínu striki í starfsframanum.“ Í vinnunni hjá Viktoríu var fyrirkomulagið þannig að Viktoría bar ábyrgð á því sjálf, hvenær hún var nógu góð til að mæta og hvenær hún var það ekki. „Mitt samstarfsfólk vissi þetta. Sem þýddi að ef ég mætti ekki, vissi fólk að ég var þá bara of veik þann daginn og hélt áfram með verkefnin án mín.“ Og nú útskýrir Viktoría. „Því þegar þú ert í krabbameinsmeðferð, getur þú svo lítið planað eitthvað fyrir víst. Suma daga ertu til dæmis fín eftir lyfjameðferð en suma daga verður þú rosa veik.“ Viktoría fékk mikinn stuðning í sinni vinnu og hún mælir með því að yfirmaður og mannauðsdeild tékki reglulega á viðkomandi og taki púlsinn eins og var gert í hennar tilfelli. Góð ráð: Að segja þetta en ekki hitt Þegar krabbamein kemur upp á vinnustað á fólk það til að segja alls konar hluti. Sem geta virkað bæði vel og ekki eins vel. Þótt þeir séu allir vel meintir. Viktoría gefur okkur nokkur góð ráð í þessu. „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar ef þú þarfnast einhvers. Bara nefndu það,“ segir Viktoría og bætir við: Því sá sem er með krabbamein á mikið meira en nóg með sín veikindi en að hann eða hún sé að fara að bera sig eftir einhverri aðstoð frá vinnufélaga.“ Betra er að segja: „Nefndu það sem þú ert tilbúin til að gera. Sem getur verið allt frá því að sækja krakkana og fara með þau í bíó ef kunningsskapurinn er þannig, yfir í að koma með kvöldmat yfir í einhverja aðra aðstoð. Vertu skýr um það hvað þú ert að bjóða fram.“ Annað sem Viktoría segir skipta miklu máli. „Að fólk viti að það sé verið að hugsa til manns gerir helling. Þannig að ef þú hugsar til einhvers sem er veikur, sendu þá skilaboð og segðu: Var að hugsa til þín.“ Viktoría segir fólk ekkert eiga að pæla í því hvort það fái svar til baka eða ekki. Því sá sem er veikur svarar þegar getan er til þess, en annars ekki. „En manni finnst ofsalega gott að fá svona hlýjar kveðjur.“ Þessu tengt, nefnir Viktoría enn eitt góða ráðið. „Í veikindunum heyrði maður kannski ekki í þeim sem maður bjóst við að heyra í og þekkti hvað best í vinnunni. En heyrði þess í stað í fólki úr vinnunni sem maður taldi sig ekki þekkja eins vel,“ segir Viktoría og útskýrir: „Oft er skýringin þá sú að sá sem maður þekkir mjög vel vill ekki vera að trufla. Finnst það ekki viðeigandi að sem vinnufélagi sértu að hafa samband um svona persónuleg mál. Fólk vill ekki fara yfir einhver mörk.“ Þeir sem hafi hins vegar sambandi, viti oft betur. „Því það er oft fólk sem hefur sjálft farið í gegnum veikindi eða átt ástvin sem hefur fengið krabbamein og veit því hversu mikils virði það er að fá hlýjar kveðjur.“ Góða ráð Viktoríu er því einfaldlega: Ef þú hugsar til vinnufélaga sem er með krabbamein, sendu þá kveðju eða hringdu og segðu það!“ Viktoría segir of lítið rætt um nauðsynlegan stuðning við maka. Vinnustaðir og stjórnendur þurfi að vera vakandi yfir starfsfólki sem á maka með krabbamein. Karlmenn, konur og makar Enn fleiri góð ráð fáum við. „Eitt af því sem er staðreynd er að konur eru duglegri við að sækja sér aðstoð en karlmenn. Ég til dæmis nýtti mér mikið stuðning bæði Krafts og Ljóssins,“ segir Viktoría. Karlmenn eru hins vegar líklegri til að ætla sér að taka veikindin á kassanum. Nýta sér stuðning í minna mæli og því er ágætt fyrir vinnufélaga og yfirmenn að átta sig svolítið á því að á kynjunum getur verið smá blæbrigða munur, styðja við fólk í samræmi.“ Annað sem hún segir gott fyrir stjórnendur að hafa í huga er að gera ráðstafanir fram í tímann. „Á mínum vinnustað veit ég til dæmis að yfirmaður minn og mannauðsdeildin ræddu það fyrir fram hvernig endurkoman mín yrði. Sömuleiðis voru þau mjög vakandi yfir því að ég væri ekki að ætla mér um of,“ segir Viktoría og nefnir dæmi: „Það er til dæmis ekkert óalgengt að kona mæti til vinnu eftir krabbameinsmeðferð og hreinlega fari algjörlega á hvolf í vinnu. Sex mánuðum síðar er hún síðan algjörlega búin á því og þarf að fara aftur í veikindaleyfi.! Þarna sé gott fyrir yfirmenn og vinnustaði að vera vakandi. „Því krabbamein er einfaldlega þess eðlis að það breytir manni. Enginn verður eins eftir krabbamein. Að greinast með krabbamein og ganga í gegnum meðferð er einfaldlega svo stórt að fólk getur verið í langan tíma að jafna sig á því. Jafnvel mörg ár.“ Loks nefnir Viktoría makana. „Mér finnst of lítið rætt um makana. Öll athygli fer á þann sem er veikur og fólk spyr: Hvernig hefur hún eða hann það? Hvernig gengur?“ segir Viktoría en bætir við: „Makarnir eru hins vegar þeir sem lenda oft í því að standa aleinir uppi með öll verk og ábyrgð; heimilið, börnin, stuðninginn við veikan maka og vinnuna sína.“ Þarna þurfi stjórnendur og vinnustaðir líka að sýna stuðning í verki. „Ef vitað er að starfsmaður á maka sem er með krabbamein er mikilvægt að spyrja viðkomandi: ,,Hvernig líður þér og hvernig getum við stutt við þig?“ Viktoría valdi að vinna allan tímann sem hún var í krabbameinsmeðferð. Sem hún segir afar einstaklingsbundið og undir hverjum og einum komið. Hún hafi hins vegar áttað sig á því að hana vantaði fyrirmyndir um fólk sem hafði fengið krabbamein en haldið sínu striki á framabrautinni.Vísir/Anton Brink Sá veiki er enn í liðinu Viktoría segist líka hafa lært það á sinni vegferð að það sem hún mögulega planaði sjálf eða ræddi við sinn yfirmann, gátu allt eins verið plön sem síðan breyttust þegar á reyndi. „Þess vegna mæli ég með því að stjórnendur og mannauðsteymi séu með það á bak við eyrað öllum stundum að hlutirnir geti farið á annan veg. Hugsi einfaldlega: Ókei, þetta er planið núna og við vinnum út frá því. Þetta gæti samt breyst.“ Þá mælir Viktoría með því að yfirmaður og mannauðsfólk, hitti viðkomandi reglulega. „Það gerði yfirmaðurinn minn og mannauðsdeildin tók líka reglulega púlsinn á mér,“ segir Viktoría og lætur vel af þeim fundum. En bætir við: „Þó þurfa yfirmenn alltaf að gera ráð fyrir að sá sem er með krabbamein segi ekki allt.“ Sem dæmi nefnir Viktoría. „Ég til dæmis fór á fullt í vinnu eftir mína meðferð. Ef ég var spurð út í stöðuna gerði ég lítið úr henni og sagði að allt gengi rosalega vel. Hið rétta var að þegar ég kom heim, var ég eins og zombie: Algjörlega búin á því á líkama og sál,“ segir Viktoría og bætir við: „Í þessu samhengi má benda á að þótt fólk virki eins og það sé fljótt komið í fulla virkni á vinnustaðnum þarf að passa að orkan sé til staðar. Annars er hætta á að öll fjölskylda viðkomandi einfaldlega brenni inni.“ Enn eitt ráðið sem Viktoría gefur er að vinnufélagar séu ekki að gefa sér eitthvað sem víst um veikindi eða bata. „Ég nefni sem dæmi það þegar konur sem fá brjóstakrabbamein missa hárið. Margir líta svo á að það sé eitt skýrasta dæmið um að viðkomandi sé með krabbamein. Þegar fólk er síðan komið með hárið aftur, er spurt: Og hvenær ætlar þú þá að fara að vinna aftur? Svona eins og hárið sé sýnilegt merki um að viðkomandi sé tilbúin í það. Sem er alls ekki raunin og getur verið mjög persónubundið.“ Í þessu segir Viktoría fólk með krabbamein geta farið að upplifa skömm yfir því að vera ekki tilbúið til að byrja að vinna. Loks nefnir Viktoría það atriði að leyfa þeim sem veikur er, að halda áfram að vera í liðsheildinni þótt viðkomandi sé í veikindaleyfi. „Ekki hætta að bjóða þeim sem er veikur á viðburði eða aðra gleði á vegum vinnunnar. Sá sem er veikur hefur kannski sagt Nei við slíku boði einu sinni eða tvisvar vegna þess að hann eða hún einfaldlega hafði ekki orku eða getu í að mæta,“ segir Viktoría en bætir við: En ekki líta á það sem merki um að viðkomandi vilji ekki koma. Haltu áfram að bjóða starfsmanninum sem er veikur að taka þátt eða mæta. Því þú veist aldrei hvenær það mögulega gerist að viðkomandi hefur orku, getu og löngun í það og segir: Já.“
Stjórnun Góðu ráðin Mannauðsmál Heilsa Krabbamein Tengdar fréttir Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Það er svo margt dæmigert íslenskt í sögu Finnsson fjölskyldunnar; Ein með öllu samsetningin, flott AA feðgin, allir kunna að vinna rosa mikið. Allir samt búnir að læra að lífið er alls konar og ekkert undan því komist að svo sé. 28. september 2025 08:02 Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ „Jú jú, þetta var auðvitað allt öðruvísi þá. Ekki bara kvóti á gjaldeyri heldur kom fólk með ferðatékka sem það fékk hjá bankanum heima og skipti síðan hér í peseta,“ segir Klara Baldursdóttir og hlær. 1. september 2024 08:02 Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Stemningin var gífurleg og eftirspurnin eftir því: Ríflega 31 þúsund manns keyptu hlut í Íslandsbanka í maí. Svo mikil var stemningin að dagana eftir útboðið var upplifunin af því að lesa nafnalista kaupenda bankans eins og að lesa djúsí fréttir um „hverjir voru hvar.“ 29. júní 2025 08:01 Spennuþrungin sigling Mottumarssokkana til Íslands dæmi um hvað margt getur komið upp „Mottumarssokkarnir voru framleiddir í þetta skiptið í Asíu og í byrjun desember var þeim lestað þar í skip til að koma til okkar sjóleiðina. Nema að þá lendum við í því Hútarnir í Jemen loka Súesskurðinum í framhaldi af sínum deilum við Bandaríkjamenn með þeim afleiðingum að fjölmörg flutningaskip þurftu að sigla suður með Afríku sem þýddi að sokkarnir voru mun lengur á leiðinni hingað heim,“ segir Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðs- og fjáröflunarmála hjá Krabbameinsfélaginu. 20. mars 2024 07:01 „Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. 6. desember 2020 08:00 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Það er svo margt dæmigert íslenskt í sögu Finnsson fjölskyldunnar; Ein með öllu samsetningin, flott AA feðgin, allir kunna að vinna rosa mikið. Allir samt búnir að læra að lífið er alls konar og ekkert undan því komist að svo sé. 28. september 2025 08:02
Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ „Jú jú, þetta var auðvitað allt öðruvísi þá. Ekki bara kvóti á gjaldeyri heldur kom fólk með ferðatékka sem það fékk hjá bankanum heima og skipti síðan hér í peseta,“ segir Klara Baldursdóttir og hlær. 1. september 2024 08:02
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Stemningin var gífurleg og eftirspurnin eftir því: Ríflega 31 þúsund manns keyptu hlut í Íslandsbanka í maí. Svo mikil var stemningin að dagana eftir útboðið var upplifunin af því að lesa nafnalista kaupenda bankans eins og að lesa djúsí fréttir um „hverjir voru hvar.“ 29. júní 2025 08:01
Spennuþrungin sigling Mottumarssokkana til Íslands dæmi um hvað margt getur komið upp „Mottumarssokkarnir voru framleiddir í þetta skiptið í Asíu og í byrjun desember var þeim lestað þar í skip til að koma til okkar sjóleiðina. Nema að þá lendum við í því Hútarnir í Jemen loka Súesskurðinum í framhaldi af sínum deilum við Bandaríkjamenn með þeim afleiðingum að fjölmörg flutningaskip þurftu að sigla suður með Afríku sem þýddi að sokkarnir voru mun lengur á leiðinni hingað heim,“ segir Árni Reynir Alfredsson, forstöðumaður markaðs- og fjáröflunarmála hjá Krabbameinsfélaginu. 20. mars 2024 07:01
„Áskoranir í rekstri eru ekkert á við baráttuna upp á líf og dauða“ „Gunnar bauð mér fyrst til Íslands að sumri til. Ég varð ástfangin af landinu strax úr flugvélaglugganum,“ segir Chandrika Gunnarsson og brosir. Chandrika er fædd og uppalin á Indlandi. Hún giftist Gunnari Gunnarssyni og stofnaði með honum veitingastaðinn Austur-Indíafjelagið á Hverfisgötu árið 1994. 6. desember 2020 08:00