„Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2025 12:01 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir óvænta lækkun verðbólgu mikil gleðitíðindi. Vísir/Ívar Fannar Fjármálaráðherra segir gleðitíðindi að verðbólga sé komin niður fyrir fjögur prósent og hafi ekki verið minni í fimm ár. Væntingar um hraðari lækkun stýrivaxta hafi aukist hjá honum eins og mörgum öðrum. Greint var frá óvæntri hjöðnun verðbólgu á fimmtudag eftir að Hagstofan birti mælingar á vísitölu neysluverðs fyrir nóvembermánuð. Verðbólgan hjaðnaði um 0,6 prósentustig milli mánaða og mælist nú 3,7 prósent. Hún hefur því ekki verið minni síðan í desember 2020. „Þetta er mjög gleðilegt. Að einhverju leyti getum við sagt að við höfum átt von á að sjá svona tölur. Kannski ekki alveg svona stórar en það er auðvitað þannig að það hefur verið kólnun á vinnnumarkaði, ákveðin áföll riðið yfir. Kólnun á fasteignamarkaði þannig að þetta hlaut að koma fram fyrir rest,“ segir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. „En við verðum svo að bíða og sjá hvernig vindur fram. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig næsta miðlun kemur út.“ Verkalýðsforingjar hafa kallað eftir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi og lækki stýrivexti. Næsti fundur nefndarinnar er ekki á dagskrá fyrr en í febrúar. Stýrivextir eru nú 7,25 prósent. „Það er auðvitað Seðlabankans að taka ákvörðun um það. Ég held að þeir eins og ég kannski vilji sjá næstu tölu áður en næstu skref eru tekin. Ég held að við hljótum samt að segja að væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist.“ Viðskiptabankarnir hafa á undanförnum vikum kynnt nýtt lánaframboð í kjölfar mikillar óvissu vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Daði hefur ekki áhyggjur af því að ný lánaleið dragi úr taumhaldi peningastefnunefndar. „Raunar er ég þeirrar skoðunar að það sé jákvætt að kaupendum fasteigna bjóðist fleiri möguleikar. Kannski eina sem ég myndi hafa áhyggjur af og það er bara almennt er að það sem er raunverulega til boða sé neytendum skiljanlegt, að þeir skilji hvaða samninga þeir eru að ganga inn í,“ segir Daði Már. Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Verðbólga hjaðnar hressilega milli mánaða og mælist nú 3,7 prósent. Hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka segir mælinguna koma á óvart og haldi þróunin áfram líti allt út fyrir að stýrivextir haldi áfram að lækka. 27. nóvember 2025 13:03 Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Formaður Starfsgreinasambandsins segir óvænta hjöðnun verðbólgu um 0,6 prósentustig milli mánaða frábær tíðindi, þrátt fyrir að hún sé til marks um það hversu mikið er að hægjast á íslensku efnahagslífi. Hann kallar skýlaust eftir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi og lækki stýrivexti. 27. nóvember 2025 10:39 Verðbólga hjaðnar hressilega Verðbólga mælist nú 3,7 prósent eftir að hafa mælst 4,3 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga hefur ekki verið minni síðan í desember árið 2020. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2025, er 658,2 stig og lækkar um 0,48 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 523,4 stig og lækkar um 0,81 prósent frá október 2025. 27. nóvember 2025 09:03 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Greint var frá óvæntri hjöðnun verðbólgu á fimmtudag eftir að Hagstofan birti mælingar á vísitölu neysluverðs fyrir nóvembermánuð. Verðbólgan hjaðnaði um 0,6 prósentustig milli mánaða og mælist nú 3,7 prósent. Hún hefur því ekki verið minni síðan í desember 2020. „Þetta er mjög gleðilegt. Að einhverju leyti getum við sagt að við höfum átt von á að sjá svona tölur. Kannski ekki alveg svona stórar en það er auðvitað þannig að það hefur verið kólnun á vinnnumarkaði, ákveðin áföll riðið yfir. Kólnun á fasteignamarkaði þannig að þetta hlaut að koma fram fyrir rest,“ segir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. „En við verðum svo að bíða og sjá hvernig vindur fram. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig næsta miðlun kemur út.“ Verkalýðsforingjar hafa kallað eftir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi og lækki stýrivexti. Næsti fundur nefndarinnar er ekki á dagskrá fyrr en í febrúar. Stýrivextir eru nú 7,25 prósent. „Það er auðvitað Seðlabankans að taka ákvörðun um það. Ég held að þeir eins og ég kannski vilji sjá næstu tölu áður en næstu skref eru tekin. Ég held að við hljótum samt að segja að væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist.“ Viðskiptabankarnir hafa á undanförnum vikum kynnt nýtt lánaframboð í kjölfar mikillar óvissu vegna dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Daði hefur ekki áhyggjur af því að ný lánaleið dragi úr taumhaldi peningastefnunefndar. „Raunar er ég þeirrar skoðunar að það sé jákvætt að kaupendum fasteigna bjóðist fleiri möguleikar. Kannski eina sem ég myndi hafa áhyggjur af og það er bara almennt er að það sem er raunverulega til boða sé neytendum skiljanlegt, að þeir skilji hvaða samninga þeir eru að ganga inn í,“ segir Daði Már.
Verðlag Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Verðbólga hjaðnar hressilega milli mánaða og mælist nú 3,7 prósent. Hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka segir mælinguna koma á óvart og haldi þróunin áfram líti allt út fyrir að stýrivextir haldi áfram að lækka. 27. nóvember 2025 13:03 Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Formaður Starfsgreinasambandsins segir óvænta hjöðnun verðbólgu um 0,6 prósentustig milli mánaða frábær tíðindi, þrátt fyrir að hún sé til marks um það hversu mikið er að hægjast á íslensku efnahagslífi. Hann kallar skýlaust eftir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi og lækki stýrivexti. 27. nóvember 2025 10:39 Verðbólga hjaðnar hressilega Verðbólga mælist nú 3,7 prósent eftir að hafa mælst 4,3 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga hefur ekki verið minni síðan í desember árið 2020. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2025, er 658,2 stig og lækkar um 0,48 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 523,4 stig og lækkar um 0,81 prósent frá október 2025. 27. nóvember 2025 09:03 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Verðbólga hjaðnar hressilega milli mánaða og mælist nú 3,7 prósent. Hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka segir mælinguna koma á óvart og haldi þróunin áfram líti allt út fyrir að stýrivextir haldi áfram að lækka. 27. nóvember 2025 13:03
Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Formaður Starfsgreinasambandsins segir óvænta hjöðnun verðbólgu um 0,6 prósentustig milli mánaða frábær tíðindi, þrátt fyrir að hún sé til marks um það hversu mikið er að hægjast á íslensku efnahagslífi. Hann kallar skýlaust eftir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands komi saman á aukafundi og lækki stýrivexti. 27. nóvember 2025 10:39
Verðbólga hjaðnar hressilega Verðbólga mælist nú 3,7 prósent eftir að hafa mælst 4,3 prósent í síðasta mánuði. Verðbólga hefur ekki verið minni síðan í desember árið 2020. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í nóvember 2025, er 658,2 stig og lækkar um 0,48 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 523,4 stig og lækkar um 0,81 prósent frá október 2025. 27. nóvember 2025 09:03