Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Lovísa Arnardóttir skrifar 14. maí 2025 07:56 Erik vinstri) og Lyle Menendez (Hægri). AP/Fangelsismálastofnun Kaliforníu Dómari í Los Angeles hefur stytt dóm yfir Menendez bræðrunum sem nú afplána lífstíðardóm fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989 í Beverly Hills. Vegna þess að dómurinn var styttur eiga þeir nú möguleika á því að sækja um reynslulausn sem þeir gátu ekki gert á meðan þeir afplánuðu lífstíðardóm. Michael Jesic, dómarinn, stytti dóminn í fimmtíu ár til lífstíð. Ákvörðun um reynslulausn bræðranna verður tekin af reynslulausnarnefnd ríkisins en nefndin mun funda í næsta mánuði. Nefndin hefur þegar hafið sína rannsókn á bræðrunum vegna beiðni frá ríkisstjóra Los Angeles, Gavin Newsom. Nefndin hefur í rannsóknum sínum einnig framkvæmt áhættumat á bræðrunum. Það gerði hann í tengslum við beiðni bræðranna til hans um mildari dóm sem getur falist í náðun eða styttri dómi. Bræðurnir hafa verið í fangelsi frá því að þeir voru handteknir árið 1990. Nathan Hochman, héraðssaksóknari í Los Angeles, mótmælti því harðlega að dómi yrði breytt og sagði bræðurna ekki hafa gengið í gegnum neina betrun í fangelsinu. Í frétt BBC um málið kemur fram að töluverður tími í dómsal hafi farið í að hlusta á ættingja og starfsmenn fangelsisins lýsa því hvað bræðurnir hafi verið að gera á meðan þeir hafa verið í fangelsi, námskeiðin sem þeir hafa tekið og búið til fyrir aðra. Málið bræðranna hefur ávallt vakið mikla athygli og skiptar skoðanir. Bræðurnir lýstu því fyrir dómi, eftir að hafa verið handteknir, að þeir hefðu myrt foreldra sína eftir að hafa þolað kynferðisofbeldi um árabil. Fjallað var um málið í vinsælum þáttum á Netflix á síðasta ári, Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story, og í heimildarmyndinni The Menendez Brothers. Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir utan dómshúsið í gær. Mark Geragos, lögmaður bræðranna, ræddi við fjölmiðla.Vísir/EPA Fluttu báðir ræðu Eftir að dómarinn tilkynnti um ákvörðun sína fluttu þeir báðir ræður í dómsal þar sem þeir lýstu morðunum og ákvörðunum þeirra um að fylla aftur á byssurnar og skjóta áfram á foreldra sína af stuttu færi í stofunni. „Ég varð að hætta að vera sjálfselskur og óþroskaður til að virkilega skilja hvað foreldrar mínir gengu í gegnum á þessum tímapunkti,“ sagði Erik Menendez sem nú er 54 ára gamall. Foreldrar þeirra hafi líklega upplifað áfall og svik þegar þau sáu syni sína með byssurnar. Báðir báðust afsökunar á gjörðum sínum og töluðu um að þeim langaði að vinna með þolendum kynferðisofbeldis og þeim sem hafa verið fangelsaðir fengju þeir annað tækifæri utan fangelsi. „Ég laug að ykkur og neyddi ykkur í kastljós opinberrar niðurlægingar,“ sagði Lyle Menendez, þegar hann talaði um áhrif gjörða þeirra bræðra á aðra í fjölskyldunni. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Leggur til að Menendez bræðrunum verði sleppt á reynslulausn Saksóknari í Los Angeles, George Gascón, hefur mælt með því að Menendez bræðurnir, Eric og Lyle, verði dæmdir á ný. Eins og er afplána bræðurnir lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989. Saksóknari mælir með því að þeim verði sleppt úr fangelsi á reynslulausn. 24. október 2024 23:27 Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi Athafnakonan Kim Kardashian vill að Menendez bræðrunum sem myrtu foreldra sína árið 1989 verði veitt frelsi. Hún segir þá vera breytta menn í dag. Nýjar vísbendingar í máli þeirra gæti orðið til þess að mál þeirra verði tekið upp að nýju. 4. október 2024 14:31 Segir Murphy gera lítið úr kynferðisofbeldi Bræðurnir Lyle og Erik Menendez eru vægast sagt ósáttir við Netflix seríuna Monsters. Serían byggir á þeim bræðrum en þeir myrtu foreldra sína árið 1989 á heimili þeirra í Beverly Hills. Þeir segja foreldra sína hafa beitt sig andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en afplána nú lífstíðarfangelsi án möguleika um reynslulausn. 23. september 2024 16:32 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Michael Jesic, dómarinn, stytti dóminn í fimmtíu ár til lífstíð. Ákvörðun um reynslulausn bræðranna verður tekin af reynslulausnarnefnd ríkisins en nefndin mun funda í næsta mánuði. Nefndin hefur þegar hafið sína rannsókn á bræðrunum vegna beiðni frá ríkisstjóra Los Angeles, Gavin Newsom. Nefndin hefur í rannsóknum sínum einnig framkvæmt áhættumat á bræðrunum. Það gerði hann í tengslum við beiðni bræðranna til hans um mildari dóm sem getur falist í náðun eða styttri dómi. Bræðurnir hafa verið í fangelsi frá því að þeir voru handteknir árið 1990. Nathan Hochman, héraðssaksóknari í Los Angeles, mótmælti því harðlega að dómi yrði breytt og sagði bræðurna ekki hafa gengið í gegnum neina betrun í fangelsinu. Í frétt BBC um málið kemur fram að töluverður tími í dómsal hafi farið í að hlusta á ættingja og starfsmenn fangelsisins lýsa því hvað bræðurnir hafi verið að gera á meðan þeir hafa verið í fangelsi, námskeiðin sem þeir hafa tekið og búið til fyrir aðra. Málið bræðranna hefur ávallt vakið mikla athygli og skiptar skoðanir. Bræðurnir lýstu því fyrir dómi, eftir að hafa verið handteknir, að þeir hefðu myrt foreldra sína eftir að hafa þolað kynferðisofbeldi um árabil. Fjallað var um málið í vinsælum þáttum á Netflix á síðasta ári, Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story, og í heimildarmyndinni The Menendez Brothers. Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir utan dómshúsið í gær. Mark Geragos, lögmaður bræðranna, ræddi við fjölmiðla.Vísir/EPA Fluttu báðir ræðu Eftir að dómarinn tilkynnti um ákvörðun sína fluttu þeir báðir ræður í dómsal þar sem þeir lýstu morðunum og ákvörðunum þeirra um að fylla aftur á byssurnar og skjóta áfram á foreldra sína af stuttu færi í stofunni. „Ég varð að hætta að vera sjálfselskur og óþroskaður til að virkilega skilja hvað foreldrar mínir gengu í gegnum á þessum tímapunkti,“ sagði Erik Menendez sem nú er 54 ára gamall. Foreldrar þeirra hafi líklega upplifað áfall og svik þegar þau sáu syni sína með byssurnar. Báðir báðust afsökunar á gjörðum sínum og töluðu um að þeim langaði að vinna með þolendum kynferðisofbeldis og þeim sem hafa verið fangelsaðir fengju þeir annað tækifæri utan fangelsi. „Ég laug að ykkur og neyddi ykkur í kastljós opinberrar niðurlægingar,“ sagði Lyle Menendez, þegar hann talaði um áhrif gjörða þeirra bræðra á aðra í fjölskyldunni.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Leggur til að Menendez bræðrunum verði sleppt á reynslulausn Saksóknari í Los Angeles, George Gascón, hefur mælt með því að Menendez bræðurnir, Eric og Lyle, verði dæmdir á ný. Eins og er afplána bræðurnir lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989. Saksóknari mælir með því að þeim verði sleppt úr fangelsi á reynslulausn. 24. október 2024 23:27 Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi Athafnakonan Kim Kardashian vill að Menendez bræðrunum sem myrtu foreldra sína árið 1989 verði veitt frelsi. Hún segir þá vera breytta menn í dag. Nýjar vísbendingar í máli þeirra gæti orðið til þess að mál þeirra verði tekið upp að nýju. 4. október 2024 14:31 Segir Murphy gera lítið úr kynferðisofbeldi Bræðurnir Lyle og Erik Menendez eru vægast sagt ósáttir við Netflix seríuna Monsters. Serían byggir á þeim bræðrum en þeir myrtu foreldra sína árið 1989 á heimili þeirra í Beverly Hills. Þeir segja foreldra sína hafa beitt sig andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en afplána nú lífstíðarfangelsi án möguleika um reynslulausn. 23. september 2024 16:32 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Leggur til að Menendez bræðrunum verði sleppt á reynslulausn Saksóknari í Los Angeles, George Gascón, hefur mælt með því að Menendez bræðurnir, Eric og Lyle, verði dæmdir á ný. Eins og er afplána bræðurnir lífstíðarfangelsi án möguleika á skilorði fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989. Saksóknari mælir með því að þeim verði sleppt úr fangelsi á reynslulausn. 24. október 2024 23:27
Vill að Menendez bræðrum verði veitt frelsi Athafnakonan Kim Kardashian vill að Menendez bræðrunum sem myrtu foreldra sína árið 1989 verði veitt frelsi. Hún segir þá vera breytta menn í dag. Nýjar vísbendingar í máli þeirra gæti orðið til þess að mál þeirra verði tekið upp að nýju. 4. október 2024 14:31
Segir Murphy gera lítið úr kynferðisofbeldi Bræðurnir Lyle og Erik Menendez eru vægast sagt ósáttir við Netflix seríuna Monsters. Serían byggir á þeim bræðrum en þeir myrtu foreldra sína árið 1989 á heimili þeirra í Beverly Hills. Þeir segja foreldra sína hafa beitt sig andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en afplána nú lífstíðarfangelsi án möguleika um reynslulausn. 23. september 2024 16:32